Mikilvægt að börn læri að fjölskyldur geta verið alls konar Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 20. október 2017 15:30 Ásta segir að það sé til mjög lítið efni um hinsegin fjölskyldur og mismunandi fjölskylduform fyrir börn á leikskólaaldri Eiríkur Ingi Photography „Ég held að það sé almennt ekki mjög mikil umræða um þetta en það er sjálfsagt mismunandi eftir leikskólum,“ segir Ásta Rún Valgerðardóttir höfundur bókarinnar Fjölskyldan mín. Bókin segir frá Friðjóni og vinum hans í leikskólanum. Dag einn er haldinn fjölskyldudagur og þá komast krakkarnir að því hversu fjölbreyttar fjölskyldur þeirra eru. Til að mynda á Friðjón tvær mömmur, sumir eiga stjúpforeldra, aðrir tala annað tungumál við foreldra sína og svo mætti lengi telja. „Það er til mjög lítið efni um hinsegin fjölskyldur og mismunandi fjölskylduform fyrir börn á leikskólaaldri. Ég hef heyrt að mörgum hafi fundist vanta efni inn á leikskólana til að auðvelda að opna umræðuna. Það getur verið gott að hafa einhver stuðning við svona umræðu þannig að hún verði bara létt og skemmtileg eins og er viðeigandi fyrir unga krakka,“ segir Ásta.Aldrei sýnt vonbrigði yfir að eiga ekki pabba Laugardaginn 21.október kl.14:00 verður haldið útgáfuhóf í sal Samtakanna ´78 í tilefni útgáfu bókarinnar. Ásta segir að allir séu velkomnir, börn og fullorðnir. Boðið verður upp á léttar veitingar og aðstaða verður fyrir börnin til að teikna sínar fjölskyldur. Markmiðið með útgáfu bókarinnar er að fagna þeim fjölbreytileika sem finna má í fjölskyldum nútímans og fræða börn um ólík fjölskylduform í gegnum skemmtilega og lifandi sögu sem gerist í umhverfi sem börnin þekkja. Bókin opnar umræðu á milli barna og foreldra um lífið og tilveruna á leikskólanum og heima fyrir. Fjölskyldan mín er fyrsta bók Ástu Rúnar Valgerðardóttur, sálfræðings. Lára Garðarsdóttir, handhafi barnabókaverðlauna IBBY, er höfundur mynda. Efnið er Ástu Rún afar hugleikið en hún er gift konu og þær eiga saman son á leikskólaaldri. „Hann er kannski of ungur ennþá til að vera að ræða þetta við vini sína. Hann hefur tekið eftir að sumir krakkar í kringum hann eigi pabba og mömmu en að hann eigi tvær mömmur. Hann þekkir samt líka aðra krakka sem eiga tvær mömmur. Hann hefur aldrei sýnt nein vonbrigði eða þess háttar yfir því að eiga ekki pabba. Jafnaldrar hans taka því sem mjög sjálfsögðum hlut að hann eigi tvær mömmur. Við heyrum frekar að eldri krakkar séu að spá í hvar pabbi hans sé. En þegar þeim er sagt frá því að hann eigi tvær mömmur en ekki pabba þá taka þau því bara vel. Það hefur ekki verið þörf á að ræða þetta sérstaklega við aðra foreldra. Við höfum aldrei upplifað neina fordóma eða neitt slíkt frá foreldrum annarra barna á leikskólanum.“Ásta segir að bókin muni hjálpa foreldrum að ræða við börnin sín um fjölbreytt fjölskylduform.Frábært ef viðhorf barna myndi lifa út ævina Ásta segir mjög mikilvægt að auka fjölbreytileika í íslenskum barnabókum þannig að sem flest börn geti speglað sig í þeim sögum sem lesnar eru fyrir þau. Barnabækur hjálpi börnum að læra á og skilja umhverfi sitt og því mikilvægt að þær bækur sem lesnar eru fyrir börn séu fjölbreyttar og endurspegli það samfélag sem börnin búa í. „Að mínu mati er mikilvægt að börn læri að fólk getur verið alls konar og að fjölskyldur geta verið alls konar. Að börn læri að aðrar fjölskyldur séu ekki endilega eins og þeirra á yfirborðinu en það er samt svo miklu meira líkt með mismunandi fjölskyldum heldur en er ólíkt. Bæði svo að sem flest börn geti speglaði sig í því sem lesið er fyrir þau og einnig til að börn læri frá upphafi að við séum öll jöfn þrátt fyrir að við getum verið ólík. Ung börn kippa sér ekkert upp við að einhver eigi tvær mömmur til dæmis. Það væri frábært ef það viðhorf myndi lifa hjá fólki út ævina.” Hún telur þó að umræðan hafi aukist mikið. „Það fer samt kannski eftir því hve langt aftur í tímann við horfum. En mín upplifun er að síðustu 15 árin hafi verið mjög mikil aukning á umræðu um samkynhneigð og aukning á því að til dæmis karakterar í sjónvarpsþáttum og bíómyndum séu hinsegin. Það eru bara 20 ár síðan Ellen kom út úr skápnum og það var mjög mikið mál þá. Núna er ekki svona mikið fjaðrafok í kringum það að frægt fólk komi út úr skápnum og alvanalegt að sjá hinsegin karaktera í sjónvarpi.“ Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Sjá meira
„Ég held að það sé almennt ekki mjög mikil umræða um þetta en það er sjálfsagt mismunandi eftir leikskólum,“ segir Ásta Rún Valgerðardóttir höfundur bókarinnar Fjölskyldan mín. Bókin segir frá Friðjóni og vinum hans í leikskólanum. Dag einn er haldinn fjölskyldudagur og þá komast krakkarnir að því hversu fjölbreyttar fjölskyldur þeirra eru. Til að mynda á Friðjón tvær mömmur, sumir eiga stjúpforeldra, aðrir tala annað tungumál við foreldra sína og svo mætti lengi telja. „Það er til mjög lítið efni um hinsegin fjölskyldur og mismunandi fjölskylduform fyrir börn á leikskólaaldri. Ég hef heyrt að mörgum hafi fundist vanta efni inn á leikskólana til að auðvelda að opna umræðuna. Það getur verið gott að hafa einhver stuðning við svona umræðu þannig að hún verði bara létt og skemmtileg eins og er viðeigandi fyrir unga krakka,“ segir Ásta.Aldrei sýnt vonbrigði yfir að eiga ekki pabba Laugardaginn 21.október kl.14:00 verður haldið útgáfuhóf í sal Samtakanna ´78 í tilefni útgáfu bókarinnar. Ásta segir að allir séu velkomnir, börn og fullorðnir. Boðið verður upp á léttar veitingar og aðstaða verður fyrir börnin til að teikna sínar fjölskyldur. Markmiðið með útgáfu bókarinnar er að fagna þeim fjölbreytileika sem finna má í fjölskyldum nútímans og fræða börn um ólík fjölskylduform í gegnum skemmtilega og lifandi sögu sem gerist í umhverfi sem börnin þekkja. Bókin opnar umræðu á milli barna og foreldra um lífið og tilveruna á leikskólanum og heima fyrir. Fjölskyldan mín er fyrsta bók Ástu Rúnar Valgerðardóttur, sálfræðings. Lára Garðarsdóttir, handhafi barnabókaverðlauna IBBY, er höfundur mynda. Efnið er Ástu Rún afar hugleikið en hún er gift konu og þær eiga saman son á leikskólaaldri. „Hann er kannski of ungur ennþá til að vera að ræða þetta við vini sína. Hann hefur tekið eftir að sumir krakkar í kringum hann eigi pabba og mömmu en að hann eigi tvær mömmur. Hann þekkir samt líka aðra krakka sem eiga tvær mömmur. Hann hefur aldrei sýnt nein vonbrigði eða þess háttar yfir því að eiga ekki pabba. Jafnaldrar hans taka því sem mjög sjálfsögðum hlut að hann eigi tvær mömmur. Við heyrum frekar að eldri krakkar séu að spá í hvar pabbi hans sé. En þegar þeim er sagt frá því að hann eigi tvær mömmur en ekki pabba þá taka þau því bara vel. Það hefur ekki verið þörf á að ræða þetta sérstaklega við aðra foreldra. Við höfum aldrei upplifað neina fordóma eða neitt slíkt frá foreldrum annarra barna á leikskólanum.“Ásta segir að bókin muni hjálpa foreldrum að ræða við börnin sín um fjölbreytt fjölskylduform.Frábært ef viðhorf barna myndi lifa út ævina Ásta segir mjög mikilvægt að auka fjölbreytileika í íslenskum barnabókum þannig að sem flest börn geti speglað sig í þeim sögum sem lesnar eru fyrir þau. Barnabækur hjálpi börnum að læra á og skilja umhverfi sitt og því mikilvægt að þær bækur sem lesnar eru fyrir börn séu fjölbreyttar og endurspegli það samfélag sem börnin búa í. „Að mínu mati er mikilvægt að börn læri að fólk getur verið alls konar og að fjölskyldur geta verið alls konar. Að börn læri að aðrar fjölskyldur séu ekki endilega eins og þeirra á yfirborðinu en það er samt svo miklu meira líkt með mismunandi fjölskyldum heldur en er ólíkt. Bæði svo að sem flest börn geti speglaði sig í því sem lesið er fyrir þau og einnig til að börn læri frá upphafi að við séum öll jöfn þrátt fyrir að við getum verið ólík. Ung börn kippa sér ekkert upp við að einhver eigi tvær mömmur til dæmis. Það væri frábært ef það viðhorf myndi lifa hjá fólki út ævina.” Hún telur þó að umræðan hafi aukist mikið. „Það fer samt kannski eftir því hve langt aftur í tímann við horfum. En mín upplifun er að síðustu 15 árin hafi verið mjög mikil aukning á umræðu um samkynhneigð og aukning á því að til dæmis karakterar í sjónvarpsþáttum og bíómyndum séu hinsegin. Það eru bara 20 ár síðan Ellen kom út úr skápnum og það var mjög mikið mál þá. Núna er ekki svona mikið fjaðrafok í kringum það að frægt fólk komi út úr skápnum og alvanalegt að sjá hinsegin karaktera í sjónvarpi.“
Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Sjá meira