Sorg í Finnlandi: Dóttir Silju varaði hana við árásinni í Turku Erna Agnes Sigurgeirsdóttir og Jóhann K. Jóhannsson skrifa 19. ágúst 2017 20:09 Talið er að hnífaárásin í Turku í Finnlandi í gær hafi verið beint sérstaklega að konum en tveir létust og minnst átta særðust þegar árásarmaðurinn lét til skarar skríða. Finnsk kona, sem búsett var hér á landi um árabil, segir að lögreglan hafi komið í veg fyrir frekari ódæðisverk - en að þjóðin sé í sárum vegna atburðanna. Árásin átti sér stað á Puutori markaðstorginu í miðbæ Turku um klukkan fjögur að staðartíma í Finnlandi í gær en torgið er vinsælt viðkomustaður ferða- og heimamanna.Hafði sótt um hæli Árásarmaðurinn er átján ára og innflytjandi í Finnlandi ættaður frá Marokkó réðst að fólki og stakk með hnífi en lögreglan náði honum á flótta skammt frá staðnum þar sem hann var skotinn í fætur. Þar var hann handtekinn. Árásarmaðurinn kom til landsins á síðasta ári og sótti um hæli. Tvær finnskar konur létust í árásinni, en átta aðrir sem slösuðust koma frá Bretlandi, Svíþjóð og Ítalíu og er aldur þeirra á bilinu 15 til 67 ára. Grunur leikur á að árásin hafi sérstaklega beinst að konum því sex af þeim átta sem urðu fyrir árás eru konur. Strax vaknaði grunur um að fleiri væru viðriðnir árásina og var viðbúnaðarstig vegna hryðjuverka í Finnlandi hækkað. Lögreglan handtók fjóra í viðamiklum aðgerðum í nótt en talið er að þeir tengist árásinni á einn eða anna hátt. Lýst hefur verið eftir sjötta manninum sem talið er að hafi flúið land. Aðild þeirra að árásinni er nú til rannsóknar hjá yfirvöldum.Óttast um ættingja og vini Finnsk kona sem búsett var hér á landi á níunda áratugnum býr í Turku, sem er friðsæll bær, svipaður að stærð og Reykjavík. Hún segir að fyrstu fréttir af atvikinu hafi verið óljósar. „Ég fékk að vita þetta frá dóttur minni, sem sendi mér sms og sagði: Í guðanna bænum ekki fara niður í bæ. Síðan hringdi ég í dóttur mína og hún var grátandi og sagði að það væri búið að stinga fólk með hníf niður í bæ,“ segir Silja Ketonen íbúi í Turku. Silja segir íbúa hafa óttast um ættingja sína og vini þegar fregnir bárust út. „Það eru allir mjög sorgmæddir og hafa verið hræddir um sitt eigið fólk,“ segir Silja og nefnir að fólk hafi lagt blóm og kerti við árásarstaðinn. Hún segir hryðjuverkin hafa vofað yfir en að lögreglan hafi náð að koma í veg fyrir fleiri árásir. Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Fleiri fréttir Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Sjá meira
Talið er að hnífaárásin í Turku í Finnlandi í gær hafi verið beint sérstaklega að konum en tveir létust og minnst átta særðust þegar árásarmaðurinn lét til skarar skríða. Finnsk kona, sem búsett var hér á landi um árabil, segir að lögreglan hafi komið í veg fyrir frekari ódæðisverk - en að þjóðin sé í sárum vegna atburðanna. Árásin átti sér stað á Puutori markaðstorginu í miðbæ Turku um klukkan fjögur að staðartíma í Finnlandi í gær en torgið er vinsælt viðkomustaður ferða- og heimamanna.Hafði sótt um hæli Árásarmaðurinn er átján ára og innflytjandi í Finnlandi ættaður frá Marokkó réðst að fólki og stakk með hnífi en lögreglan náði honum á flótta skammt frá staðnum þar sem hann var skotinn í fætur. Þar var hann handtekinn. Árásarmaðurinn kom til landsins á síðasta ári og sótti um hæli. Tvær finnskar konur létust í árásinni, en átta aðrir sem slösuðust koma frá Bretlandi, Svíþjóð og Ítalíu og er aldur þeirra á bilinu 15 til 67 ára. Grunur leikur á að árásin hafi sérstaklega beinst að konum því sex af þeim átta sem urðu fyrir árás eru konur. Strax vaknaði grunur um að fleiri væru viðriðnir árásina og var viðbúnaðarstig vegna hryðjuverka í Finnlandi hækkað. Lögreglan handtók fjóra í viðamiklum aðgerðum í nótt en talið er að þeir tengist árásinni á einn eða anna hátt. Lýst hefur verið eftir sjötta manninum sem talið er að hafi flúið land. Aðild þeirra að árásinni er nú til rannsóknar hjá yfirvöldum.Óttast um ættingja og vini Finnsk kona sem búsett var hér á landi á níunda áratugnum býr í Turku, sem er friðsæll bær, svipaður að stærð og Reykjavík. Hún segir að fyrstu fréttir af atvikinu hafi verið óljósar. „Ég fékk að vita þetta frá dóttur minni, sem sendi mér sms og sagði: Í guðanna bænum ekki fara niður í bæ. Síðan hringdi ég í dóttur mína og hún var grátandi og sagði að það væri búið að stinga fólk með hníf niður í bæ,“ segir Silja Ketonen íbúi í Turku. Silja segir íbúa hafa óttast um ættingja sína og vini þegar fregnir bárust út. „Það eru allir mjög sorgmæddir og hafa verið hræddir um sitt eigið fólk,“ segir Silja og nefnir að fólk hafi lagt blóm og kerti við árásarstaðinn. Hún segir hryðjuverkin hafa vofað yfir en að lögreglan hafi náð að koma í veg fyrir fleiri árásir.
Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Fleiri fréttir Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Sjá meira