Fjármálaráðherra segir Pírata berja sér á brjóst Heimir Már Pétursson skrifar 23. febrúar 2017 20:30 Þingmenn stjórnarflokkanna ásamt þingmönnum Framsóknarflokksins komu í veg fyrir að frumvarp Pírata um kjararáð yrði tekið á dagskrá Alþings í dag. Frumvarpið miðar að því að kjararáð endurskoði úrskurð sinn um laun æðstu embættismanna. Aðilar vinnumarkaðarins hafa fram til mánaðamóta til að ljúka endurskoðun á forsendum um eitt hundrað kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. En Alþýðusambandið og Samtök atvinnulífsins segja launahækkanir kjararáðs til þingmanna og annarra æðstu embættismanna vera langt umfram launahækkanir á almennum markaði og því í mótsögn við forsendur kjarasamninga. Frumvarp þingmanna Pírata gerir ráð fyrir að kjararáð úrskurði að nýju um laun æðstu embættismanna og taki þá mið af almennri launaþróun. Jón Þór Ólafsson mælti fyrir tillögu Pírata að dagskrárbreytingu á Alþingi í dag svo taka mætti frumvarp þeirra fyrir. „Málið er í rauninni einfalt. Það felst í rauninni bara í því að Alþingi fyrirskipi kjararáði að láta launaþróun ráðamanna fylgja launaþróun almennings. Þetta frumvarp er tækifæri fyrir Alþingi að gera sitt í átt til sátta á vinnumarkaði,“ sagði Jón Þór.Sigurður Ingi Jóhansson, formaður Framsóknarflokksins.Vísir/ErnirÞingflokkar Vinstri grænna og Samfylkingarinnar greiddu atkvæði með dagskrártillögu Pírata enda væri tími til endurskoðunar kjarasaminga naumur. En þingmenn stjórnarflokkanna og Framsóknarflokksins greiddu atkvæði á móti. „Ég verð að gera athugasemdir við það að Píratar komi með dagskrártillögu að þessu tagi hér í lok dags í gær. Án þess að hafa nýtt tækifæri á fundum þingflokksformanna, forsætisnefndar eða annars staðar til að leggja áherslu á að þetta mál komist á dagskrá. Það var ekki gert,“ sagði Birgir Ármannsson þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins sagði formenn allra flokka hafa komist að þeirri niðurstöðu í desember að Alþingi hefði ekki forsendur til að breyta úrskurðum kjararáðs. En forsætisnefnd hefði hins vegar lækkað aukagreiðslur til þingmanna um 150 þúsund krónur á mánuði. „Og tel eðlilegt að að það komi í ljós nú þegar hvaða afstöðu við höfum til þessa máls með því að taka málið annað hvort á dagskrá eða vísa því frá. Og við framsóknarmenn munum leggjast gegn því að málið fari á dagskrá vegna þess að við höfum ekki skipt um skoðun,“ sagði Sigurður Ingi. Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra tók undir með formanni Framsóknarflokksins varðandi fyrri afgreiðslu formanna á málinu í desember, sem leitt hafi til lækkunar greiðslna til þingmanna. „Og við sjáum engar forsendur til þess að menn séu að taka þetta mál upp núna „með skyndingu“ til að reyna að berja sér á brjóst,“ sagði Benedikt Jóhannesson. Alþingi Tengdar fréttir Fulltrúar launþega þungir á brún en þöglir um stöðuna Samtök atvinnulífsins og Alþýðusamband Íslands vinna nú hratt að því að meta hvort forsendur kjarasamninga séu brostnar. Forsendunefnd hittist á þriðjudag og samninganefnd ASÍ hefur verið virkjuð. Nokkrar launþegastéttir urðu fyrir sk 23. febrúar 2017 07:00 Forsendur samninga brostnar að mati ASÍ Ríkissáttasemjari telur að fram undan geti verið erfitt ár. Forseti ASÍ segir forsendur kjarasamninga við Samtök atvinnulífsins brostnar. Sammála um að ákvörðun um launahækkun þingmanna og ráðherra hafi verið olía á eldinn. 21. febrúar 2017 06:00 Framtíð kjarasamninga á almennum markaði ræðst í vikunni „Ég hef sagt og Samtök atvinnulífsins hafa ályktað mjög sterkt um það að úrskurðir kjararáðs eru sannanlega ekki að hjálpa inn í þetta umhverfi.“ 21. febrúar 2017 13:15 Frumvarp Pírata um kjararáð ekki á dagskrá Alþingis í bili Tillaga Pírata um að dagskrá þingfundar yrði breytt í dag svo taka mætti frumvarp þeirra um kjararáð fyrir var felld við upphaf fundarins í dag. 23. febrúar 2017 11:15 Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Sjá meira
Þingmenn stjórnarflokkanna ásamt þingmönnum Framsóknarflokksins komu í veg fyrir að frumvarp Pírata um kjararáð yrði tekið á dagskrá Alþings í dag. Frumvarpið miðar að því að kjararáð endurskoði úrskurð sinn um laun æðstu embættismanna. Aðilar vinnumarkaðarins hafa fram til mánaðamóta til að ljúka endurskoðun á forsendum um eitt hundrað kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. En Alþýðusambandið og Samtök atvinnulífsins segja launahækkanir kjararáðs til þingmanna og annarra æðstu embættismanna vera langt umfram launahækkanir á almennum markaði og því í mótsögn við forsendur kjarasamninga. Frumvarp þingmanna Pírata gerir ráð fyrir að kjararáð úrskurði að nýju um laun æðstu embættismanna og taki þá mið af almennri launaþróun. Jón Þór Ólafsson mælti fyrir tillögu Pírata að dagskrárbreytingu á Alþingi í dag svo taka mætti frumvarp þeirra fyrir. „Málið er í rauninni einfalt. Það felst í rauninni bara í því að Alþingi fyrirskipi kjararáði að láta launaþróun ráðamanna fylgja launaþróun almennings. Þetta frumvarp er tækifæri fyrir Alþingi að gera sitt í átt til sátta á vinnumarkaði,“ sagði Jón Þór.Sigurður Ingi Jóhansson, formaður Framsóknarflokksins.Vísir/ErnirÞingflokkar Vinstri grænna og Samfylkingarinnar greiddu atkvæði með dagskrártillögu Pírata enda væri tími til endurskoðunar kjarasaminga naumur. En þingmenn stjórnarflokkanna og Framsóknarflokksins greiddu atkvæði á móti. „Ég verð að gera athugasemdir við það að Píratar komi með dagskrártillögu að þessu tagi hér í lok dags í gær. Án þess að hafa nýtt tækifæri á fundum þingflokksformanna, forsætisnefndar eða annars staðar til að leggja áherslu á að þetta mál komist á dagskrá. Það var ekki gert,“ sagði Birgir Ármannsson þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins sagði formenn allra flokka hafa komist að þeirri niðurstöðu í desember að Alþingi hefði ekki forsendur til að breyta úrskurðum kjararáðs. En forsætisnefnd hefði hins vegar lækkað aukagreiðslur til þingmanna um 150 þúsund krónur á mánuði. „Og tel eðlilegt að að það komi í ljós nú þegar hvaða afstöðu við höfum til þessa máls með því að taka málið annað hvort á dagskrá eða vísa því frá. Og við framsóknarmenn munum leggjast gegn því að málið fari á dagskrá vegna þess að við höfum ekki skipt um skoðun,“ sagði Sigurður Ingi. Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra tók undir með formanni Framsóknarflokksins varðandi fyrri afgreiðslu formanna á málinu í desember, sem leitt hafi til lækkunar greiðslna til þingmanna. „Og við sjáum engar forsendur til þess að menn séu að taka þetta mál upp núna „með skyndingu“ til að reyna að berja sér á brjóst,“ sagði Benedikt Jóhannesson.
Alþingi Tengdar fréttir Fulltrúar launþega þungir á brún en þöglir um stöðuna Samtök atvinnulífsins og Alþýðusamband Íslands vinna nú hratt að því að meta hvort forsendur kjarasamninga séu brostnar. Forsendunefnd hittist á þriðjudag og samninganefnd ASÍ hefur verið virkjuð. Nokkrar launþegastéttir urðu fyrir sk 23. febrúar 2017 07:00 Forsendur samninga brostnar að mati ASÍ Ríkissáttasemjari telur að fram undan geti verið erfitt ár. Forseti ASÍ segir forsendur kjarasamninga við Samtök atvinnulífsins brostnar. Sammála um að ákvörðun um launahækkun þingmanna og ráðherra hafi verið olía á eldinn. 21. febrúar 2017 06:00 Framtíð kjarasamninga á almennum markaði ræðst í vikunni „Ég hef sagt og Samtök atvinnulífsins hafa ályktað mjög sterkt um það að úrskurðir kjararáðs eru sannanlega ekki að hjálpa inn í þetta umhverfi.“ 21. febrúar 2017 13:15 Frumvarp Pírata um kjararáð ekki á dagskrá Alþingis í bili Tillaga Pírata um að dagskrá þingfundar yrði breytt í dag svo taka mætti frumvarp þeirra um kjararáð fyrir var felld við upphaf fundarins í dag. 23. febrúar 2017 11:15 Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Sjá meira
Fulltrúar launþega þungir á brún en þöglir um stöðuna Samtök atvinnulífsins og Alþýðusamband Íslands vinna nú hratt að því að meta hvort forsendur kjarasamninga séu brostnar. Forsendunefnd hittist á þriðjudag og samninganefnd ASÍ hefur verið virkjuð. Nokkrar launþegastéttir urðu fyrir sk 23. febrúar 2017 07:00
Forsendur samninga brostnar að mati ASÍ Ríkissáttasemjari telur að fram undan geti verið erfitt ár. Forseti ASÍ segir forsendur kjarasamninga við Samtök atvinnulífsins brostnar. Sammála um að ákvörðun um launahækkun þingmanna og ráðherra hafi verið olía á eldinn. 21. febrúar 2017 06:00
Framtíð kjarasamninga á almennum markaði ræðst í vikunni „Ég hef sagt og Samtök atvinnulífsins hafa ályktað mjög sterkt um það að úrskurðir kjararáðs eru sannanlega ekki að hjálpa inn í þetta umhverfi.“ 21. febrúar 2017 13:15
Frumvarp Pírata um kjararáð ekki á dagskrá Alþingis í bili Tillaga Pírata um að dagskrá þingfundar yrði breytt í dag svo taka mætti frumvarp þeirra um kjararáð fyrir var felld við upphaf fundarins í dag. 23. febrúar 2017 11:15