Fulltrúar launþega þungir á brún en þöglir um stöðuna Sveinn Arnarsson skrifar 23. febrúar 2017 07:00 Staðan á vinnumarkaði verður mjög flókin ef samningar verða opnaðir að nýju. vísir/vilhelm Samninganefnd Alþýðusambands Íslands kom saman í gær til að ræða stöðu kjarasamninga á almennum vinnumarkaði og mögulegan forsendubrest samninganna. Forsendunefnd ASÍ og SA kom saman í fyrradag til að fara yfir forsendur samninganna en niðurstöðu viðræðna þeirra er að vænta í lok mánaðarins. Þrjár forsendur eru í samþykktum kjarasamningi frá vorinu 2015. Í fyrsta lagi um efndir um félagslegar íbúðir, aukið framboð húsnæðis, lækkun byggingarkostnaðar, stuðning við almennan leigumarkað og stuðning við kaup á fyrstu íbúð. Í annan stað um að launahækkanir samnings ASÍ og SA hafi verið stefnumarkandi fyrir aðra samninga og í þriðja lagi um aukinn kaupmátt á samningstímanum.Halldór Benjamín ÞorbergssonForseti og báðir varaforsetar Alþýðusambandsins hafa látið í veðri vaka að forsendur væru brostnar og samningar gætu opnast í byrjun mars. Hækkun kjararáðs á launum kjörinna fulltrúa hefur þar haft mikið að segja og farið þversum ofan í launþegahreyfinguna. Fjórir einstaklingar sitja í forsendunefnd ASÍ og SA, tveir frá hvorum aðila. Mun hópurinn samkvæmt kjarasamningnum hafa tíma til 28. febrúar til að svara því hvort forsendur samnings haldi eða ekki. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, segir ekki tímabært að ræða það hvað hafi komið út úr fundi forsendunefndar. „Við funduðum á þriðjudag um stöðu mála. Við munum síðan hafa tíma til loka mánaðarins til að senda frá okkur niðurstöðu. Á meðan svo er mun ég ekki tjá mig um efni fundarins,“ segir Halldór Benjamín. Samninganefnd ASÍ kom einnig saman í gær til að ræða þá stöðu sem er uppi. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er þungt hljóð í fulltrúum launþega. Björn Snæbjörnsson, formaður Einingar Iðju á Akureyri, segir ekki tímabært að ræða við fjölmiðla eins og staðan er núna. „Nú hafa bæði forsendunefndin og samninganefnd ASÍ komið saman. Nú verðum við að ræða við fólkið okkar, baklandið, og heyra frá þeim hvernig þau líta á stöðuna,“ segir Björn. Þó að niðurstaðan verði sú að forsendur séu brostnar getur verið biðleikur að fresta samningsgerð um eitt ár. Margir launþegar hafi í verkfalli sjómanna þurft að taka á sig miklar skerðingar. Erfitt væri fyrir fólk í fiskvinnslu að fara í langt verkfall eftir það sem á undan hafi gengið. Einnig eru stórir hópar með opna samninga á árinu. Til að mynda kennarar, læknar og BHM. Að mati sumra innan Alþýðusambandsins gæti verið sniðugt að leyfa þessum hópum að byrja baráttuna. Því gæti Alþýðusambandið fylgt í kjölfarið í febrúar að ári.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Fleiri fréttir Refsingar leigubílstjórans og vinar hans þyngdar Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Sjá meira
Samninganefnd Alþýðusambands Íslands kom saman í gær til að ræða stöðu kjarasamninga á almennum vinnumarkaði og mögulegan forsendubrest samninganna. Forsendunefnd ASÍ og SA kom saman í fyrradag til að fara yfir forsendur samninganna en niðurstöðu viðræðna þeirra er að vænta í lok mánaðarins. Þrjár forsendur eru í samþykktum kjarasamningi frá vorinu 2015. Í fyrsta lagi um efndir um félagslegar íbúðir, aukið framboð húsnæðis, lækkun byggingarkostnaðar, stuðning við almennan leigumarkað og stuðning við kaup á fyrstu íbúð. Í annan stað um að launahækkanir samnings ASÍ og SA hafi verið stefnumarkandi fyrir aðra samninga og í þriðja lagi um aukinn kaupmátt á samningstímanum.Halldór Benjamín ÞorbergssonForseti og báðir varaforsetar Alþýðusambandsins hafa látið í veðri vaka að forsendur væru brostnar og samningar gætu opnast í byrjun mars. Hækkun kjararáðs á launum kjörinna fulltrúa hefur þar haft mikið að segja og farið þversum ofan í launþegahreyfinguna. Fjórir einstaklingar sitja í forsendunefnd ASÍ og SA, tveir frá hvorum aðila. Mun hópurinn samkvæmt kjarasamningnum hafa tíma til 28. febrúar til að svara því hvort forsendur samnings haldi eða ekki. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, segir ekki tímabært að ræða það hvað hafi komið út úr fundi forsendunefndar. „Við funduðum á þriðjudag um stöðu mála. Við munum síðan hafa tíma til loka mánaðarins til að senda frá okkur niðurstöðu. Á meðan svo er mun ég ekki tjá mig um efni fundarins,“ segir Halldór Benjamín. Samninganefnd ASÍ kom einnig saman í gær til að ræða þá stöðu sem er uppi. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er þungt hljóð í fulltrúum launþega. Björn Snæbjörnsson, formaður Einingar Iðju á Akureyri, segir ekki tímabært að ræða við fjölmiðla eins og staðan er núna. „Nú hafa bæði forsendunefndin og samninganefnd ASÍ komið saman. Nú verðum við að ræða við fólkið okkar, baklandið, og heyra frá þeim hvernig þau líta á stöðuna,“ segir Björn. Þó að niðurstaðan verði sú að forsendur séu brostnar getur verið biðleikur að fresta samningsgerð um eitt ár. Margir launþegar hafi í verkfalli sjómanna þurft að taka á sig miklar skerðingar. Erfitt væri fyrir fólk í fiskvinnslu að fara í langt verkfall eftir það sem á undan hafi gengið. Einnig eru stórir hópar með opna samninga á árinu. Til að mynda kennarar, læknar og BHM. Að mati sumra innan Alþýðusambandsins gæti verið sniðugt að leyfa þessum hópum að byrja baráttuna. Því gæti Alþýðusambandið fylgt í kjölfarið í febrúar að ári.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Fleiri fréttir Refsingar leigubílstjórans og vinar hans þyngdar Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Sjá meira