Fulltrúar launþega þungir á brún en þöglir um stöðuna Sveinn Arnarsson skrifar 23. febrúar 2017 07:00 Staðan á vinnumarkaði verður mjög flókin ef samningar verða opnaðir að nýju. vísir/vilhelm Samninganefnd Alþýðusambands Íslands kom saman í gær til að ræða stöðu kjarasamninga á almennum vinnumarkaði og mögulegan forsendubrest samninganna. Forsendunefnd ASÍ og SA kom saman í fyrradag til að fara yfir forsendur samninganna en niðurstöðu viðræðna þeirra er að vænta í lok mánaðarins. Þrjár forsendur eru í samþykktum kjarasamningi frá vorinu 2015. Í fyrsta lagi um efndir um félagslegar íbúðir, aukið framboð húsnæðis, lækkun byggingarkostnaðar, stuðning við almennan leigumarkað og stuðning við kaup á fyrstu íbúð. Í annan stað um að launahækkanir samnings ASÍ og SA hafi verið stefnumarkandi fyrir aðra samninga og í þriðja lagi um aukinn kaupmátt á samningstímanum.Halldór Benjamín ÞorbergssonForseti og báðir varaforsetar Alþýðusambandsins hafa látið í veðri vaka að forsendur væru brostnar og samningar gætu opnast í byrjun mars. Hækkun kjararáðs á launum kjörinna fulltrúa hefur þar haft mikið að segja og farið þversum ofan í launþegahreyfinguna. Fjórir einstaklingar sitja í forsendunefnd ASÍ og SA, tveir frá hvorum aðila. Mun hópurinn samkvæmt kjarasamningnum hafa tíma til 28. febrúar til að svara því hvort forsendur samnings haldi eða ekki. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, segir ekki tímabært að ræða það hvað hafi komið út úr fundi forsendunefndar. „Við funduðum á þriðjudag um stöðu mála. Við munum síðan hafa tíma til loka mánaðarins til að senda frá okkur niðurstöðu. Á meðan svo er mun ég ekki tjá mig um efni fundarins,“ segir Halldór Benjamín. Samninganefnd ASÍ kom einnig saman í gær til að ræða þá stöðu sem er uppi. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er þungt hljóð í fulltrúum launþega. Björn Snæbjörnsson, formaður Einingar Iðju á Akureyri, segir ekki tímabært að ræða við fjölmiðla eins og staðan er núna. „Nú hafa bæði forsendunefndin og samninganefnd ASÍ komið saman. Nú verðum við að ræða við fólkið okkar, baklandið, og heyra frá þeim hvernig þau líta á stöðuna,“ segir Björn. Þó að niðurstaðan verði sú að forsendur séu brostnar getur verið biðleikur að fresta samningsgerð um eitt ár. Margir launþegar hafi í verkfalli sjómanna þurft að taka á sig miklar skerðingar. Erfitt væri fyrir fólk í fiskvinnslu að fara í langt verkfall eftir það sem á undan hafi gengið. Einnig eru stórir hópar með opna samninga á árinu. Til að mynda kennarar, læknar og BHM. Að mati sumra innan Alþýðusambandsins gæti verið sniðugt að leyfa þessum hópum að byrja baráttuna. Því gæti Alþýðusambandið fylgt í kjölfarið í febrúar að ári.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Sjá meira
Samninganefnd Alþýðusambands Íslands kom saman í gær til að ræða stöðu kjarasamninga á almennum vinnumarkaði og mögulegan forsendubrest samninganna. Forsendunefnd ASÍ og SA kom saman í fyrradag til að fara yfir forsendur samninganna en niðurstöðu viðræðna þeirra er að vænta í lok mánaðarins. Þrjár forsendur eru í samþykktum kjarasamningi frá vorinu 2015. Í fyrsta lagi um efndir um félagslegar íbúðir, aukið framboð húsnæðis, lækkun byggingarkostnaðar, stuðning við almennan leigumarkað og stuðning við kaup á fyrstu íbúð. Í annan stað um að launahækkanir samnings ASÍ og SA hafi verið stefnumarkandi fyrir aðra samninga og í þriðja lagi um aukinn kaupmátt á samningstímanum.Halldór Benjamín ÞorbergssonForseti og báðir varaforsetar Alþýðusambandsins hafa látið í veðri vaka að forsendur væru brostnar og samningar gætu opnast í byrjun mars. Hækkun kjararáðs á launum kjörinna fulltrúa hefur þar haft mikið að segja og farið þversum ofan í launþegahreyfinguna. Fjórir einstaklingar sitja í forsendunefnd ASÍ og SA, tveir frá hvorum aðila. Mun hópurinn samkvæmt kjarasamningnum hafa tíma til 28. febrúar til að svara því hvort forsendur samnings haldi eða ekki. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, segir ekki tímabært að ræða það hvað hafi komið út úr fundi forsendunefndar. „Við funduðum á þriðjudag um stöðu mála. Við munum síðan hafa tíma til loka mánaðarins til að senda frá okkur niðurstöðu. Á meðan svo er mun ég ekki tjá mig um efni fundarins,“ segir Halldór Benjamín. Samninganefnd ASÍ kom einnig saman í gær til að ræða þá stöðu sem er uppi. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er þungt hljóð í fulltrúum launþega. Björn Snæbjörnsson, formaður Einingar Iðju á Akureyri, segir ekki tímabært að ræða við fjölmiðla eins og staðan er núna. „Nú hafa bæði forsendunefndin og samninganefnd ASÍ komið saman. Nú verðum við að ræða við fólkið okkar, baklandið, og heyra frá þeim hvernig þau líta á stöðuna,“ segir Björn. Þó að niðurstaðan verði sú að forsendur séu brostnar getur verið biðleikur að fresta samningsgerð um eitt ár. Margir launþegar hafi í verkfalli sjómanna þurft að taka á sig miklar skerðingar. Erfitt væri fyrir fólk í fiskvinnslu að fara í langt verkfall eftir það sem á undan hafi gengið. Einnig eru stórir hópar með opna samninga á árinu. Til að mynda kennarar, læknar og BHM. Að mati sumra innan Alþýðusambandsins gæti verið sniðugt að leyfa þessum hópum að byrja baráttuna. Því gæti Alþýðusambandið fylgt í kjölfarið í febrúar að ári.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent