Swansea hefur ekki unnið í tæpa átta mánuði án þess að Gylfi búi til mark Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. apríl 2017 11:30 Gylfi Þór Sigurðsson á ferðinni með boltann í gær. Vísir/Getty Swansea City var 1-0 yfir á móti Tottenham í gærkvöldi þegar aðeins þrjár mínútur voru eftir af leiknum og allir stuðningsmenn Swansea á Liberty Stadium voru farnir að sjá þrjú mikilvæg stig í hillingum. Tottenham jafnaði metin á 88. mínútu og tryggði sér síðan 3-1 sigur með tveimur mörkum í uppbótartíma. Leikmenn Swansea stóðu því uppi stigalausir og hafa aðeins náð í eitt stig út úr síðustu fjórum deildarleikjum sínum. Wayne Routledge hafði komið Swansea City í 1-0 strax á 11. mínútu eftir stoðsendingu frá Jordan Ayew. Gylfi Þór Sigurðsson átti ekki þátt í markinu sem leit lengi vel út fyrir að ætlaði að verða sigurmarkið í leiknum. Svo varð þó ekki og Swansea hefur ekki unnið í tæpa átta mánuði án þess að Gylfi búi til mark með því annaðhvort að skora sjálfur eða leggja upp fyrir félaga sína. Í síðustu sjö sigurleikjum Swansea hefur Gylfi komið að marki í þeim öllum og er í þeim með samtals fjögur mörk og sex stoðsendingar. Hann hefur því átt beinan þátt í tíu mörkum Swansea í síðustu sjö sigurleikjum liðsins. Swansea vann síðasta sigur í ensku úrvalsdeildinni án þess að Gylfi ætti þátt í marki í fyrstu leik tímabilsins. Swansea vann þá 1-0 sigur á Burnley þar sem Leroy Fer skoraði eina mark leiksins. Þessi leikur fór fram 13. ágúst og það eru því liðnir sjö mánuðir og 24 dagar síðan að Swansea vann sigur í ensku úrvalsdeildinni án þess að Gylfi skapaði mark.Gylfi Þór Sigurðsson og síðustu sjö sigurleikir Swansea City í ensku úrvalsdeildinni: 3-2 sigur á Burnley - Stoðsending 2-0 sigur á Leicester - Stoðsending 2-1 sigur á Southampton - Sigurmark og stoðsending 3-2 sigur á Liverpool - Sigurmark 2-1 sigur á Crystal Palace - Stoðsending 3-0 sigur á Sunderland - Mark og stoðsending 5-4 sigur á Crystal Palace - Mark og stoðsendingSamtals: 7 leikir 4 mörk 6 stoðsendingar 10 sköpuð mörk Enski boltinn Tengdar fréttir Clement: Mega ekki gleyma Gylfa í umræðunni um verðlaun tímabilsins Paul Clement, knattspyrnustjóri Swansea City, hefur ekki farið leynt með aðdáun sína á íslenska landsliðsmanninum Gylfa Þór Sigurðssyni. Clement hefur nú haldið enn eina lofræðuna í viðtali við Walesonline. 27. mars 2017 14:30 Collymore segir að Gylfi sé vanmetnastur í ensku úrvalsdeildinni Stan Collymore, fyrrverandi framherji Nottingham Forest, Liverpool og fleiri liða, segir að Gylfi Þór Sigurðsson sé vanmetnasti leikmaðurinn í ensku úrvalsdeildinni. 28. mars 2017 19:34 Gylfi með sjö skot og 10 hornspyrnur í markalausu jafntefli Swansea City og Middlesbrough gerðu markalaust jafntefli þegar liðin mættust í fyrri leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. 2. apríl 2017 14:15 Gylfi búinn að hlaupa lengra en frá Reykjavík til Egilsstaða Það hafa bara þrír leikmenn í ensku úrvalsdeildinni hlaupið meira en Gylfi Þór Sigurðsson síðan í ágúst 2015. 30. mars 2017 09:45 Gylfi ekki bara efstur á Englandi heldur í öllum bestu deildunum Evrópu Íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson hefur gefið ellefu stoðsendingar í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili og því hefur enginn annar náð í deildinni. 21. mars 2017 15:30 Gylfi Þór: Draumur að spila fyrir eitt af þessum stóru félögum Paul Clement, knattspyrnustjóri Swansea, sagði að Gylfi Þór Sigurðsson væri engu síðri en leikmenn sem hann hefur þjálfað hjá Bayern, Real og Chelsea. 22. mars 2017 09:18 Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Fleiri fréttir Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Sjá meira
Swansea City var 1-0 yfir á móti Tottenham í gærkvöldi þegar aðeins þrjár mínútur voru eftir af leiknum og allir stuðningsmenn Swansea á Liberty Stadium voru farnir að sjá þrjú mikilvæg stig í hillingum. Tottenham jafnaði metin á 88. mínútu og tryggði sér síðan 3-1 sigur með tveimur mörkum í uppbótartíma. Leikmenn Swansea stóðu því uppi stigalausir og hafa aðeins náð í eitt stig út úr síðustu fjórum deildarleikjum sínum. Wayne Routledge hafði komið Swansea City í 1-0 strax á 11. mínútu eftir stoðsendingu frá Jordan Ayew. Gylfi Þór Sigurðsson átti ekki þátt í markinu sem leit lengi vel út fyrir að ætlaði að verða sigurmarkið í leiknum. Svo varð þó ekki og Swansea hefur ekki unnið í tæpa átta mánuði án þess að Gylfi búi til mark með því annaðhvort að skora sjálfur eða leggja upp fyrir félaga sína. Í síðustu sjö sigurleikjum Swansea hefur Gylfi komið að marki í þeim öllum og er í þeim með samtals fjögur mörk og sex stoðsendingar. Hann hefur því átt beinan þátt í tíu mörkum Swansea í síðustu sjö sigurleikjum liðsins. Swansea vann síðasta sigur í ensku úrvalsdeildinni án þess að Gylfi ætti þátt í marki í fyrstu leik tímabilsins. Swansea vann þá 1-0 sigur á Burnley þar sem Leroy Fer skoraði eina mark leiksins. Þessi leikur fór fram 13. ágúst og það eru því liðnir sjö mánuðir og 24 dagar síðan að Swansea vann sigur í ensku úrvalsdeildinni án þess að Gylfi skapaði mark.Gylfi Þór Sigurðsson og síðustu sjö sigurleikir Swansea City í ensku úrvalsdeildinni: 3-2 sigur á Burnley - Stoðsending 2-0 sigur á Leicester - Stoðsending 2-1 sigur á Southampton - Sigurmark og stoðsending 3-2 sigur á Liverpool - Sigurmark 2-1 sigur á Crystal Palace - Stoðsending 3-0 sigur á Sunderland - Mark og stoðsending 5-4 sigur á Crystal Palace - Mark og stoðsendingSamtals: 7 leikir 4 mörk 6 stoðsendingar 10 sköpuð mörk
Enski boltinn Tengdar fréttir Clement: Mega ekki gleyma Gylfa í umræðunni um verðlaun tímabilsins Paul Clement, knattspyrnustjóri Swansea City, hefur ekki farið leynt með aðdáun sína á íslenska landsliðsmanninum Gylfa Þór Sigurðssyni. Clement hefur nú haldið enn eina lofræðuna í viðtali við Walesonline. 27. mars 2017 14:30 Collymore segir að Gylfi sé vanmetnastur í ensku úrvalsdeildinni Stan Collymore, fyrrverandi framherji Nottingham Forest, Liverpool og fleiri liða, segir að Gylfi Þór Sigurðsson sé vanmetnasti leikmaðurinn í ensku úrvalsdeildinni. 28. mars 2017 19:34 Gylfi með sjö skot og 10 hornspyrnur í markalausu jafntefli Swansea City og Middlesbrough gerðu markalaust jafntefli þegar liðin mættust í fyrri leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. 2. apríl 2017 14:15 Gylfi búinn að hlaupa lengra en frá Reykjavík til Egilsstaða Það hafa bara þrír leikmenn í ensku úrvalsdeildinni hlaupið meira en Gylfi Þór Sigurðsson síðan í ágúst 2015. 30. mars 2017 09:45 Gylfi ekki bara efstur á Englandi heldur í öllum bestu deildunum Evrópu Íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson hefur gefið ellefu stoðsendingar í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili og því hefur enginn annar náð í deildinni. 21. mars 2017 15:30 Gylfi Þór: Draumur að spila fyrir eitt af þessum stóru félögum Paul Clement, knattspyrnustjóri Swansea, sagði að Gylfi Þór Sigurðsson væri engu síðri en leikmenn sem hann hefur þjálfað hjá Bayern, Real og Chelsea. 22. mars 2017 09:18 Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Fleiri fréttir Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Sjá meira
Clement: Mega ekki gleyma Gylfa í umræðunni um verðlaun tímabilsins Paul Clement, knattspyrnustjóri Swansea City, hefur ekki farið leynt með aðdáun sína á íslenska landsliðsmanninum Gylfa Þór Sigurðssyni. Clement hefur nú haldið enn eina lofræðuna í viðtali við Walesonline. 27. mars 2017 14:30
Collymore segir að Gylfi sé vanmetnastur í ensku úrvalsdeildinni Stan Collymore, fyrrverandi framherji Nottingham Forest, Liverpool og fleiri liða, segir að Gylfi Þór Sigurðsson sé vanmetnasti leikmaðurinn í ensku úrvalsdeildinni. 28. mars 2017 19:34
Gylfi með sjö skot og 10 hornspyrnur í markalausu jafntefli Swansea City og Middlesbrough gerðu markalaust jafntefli þegar liðin mættust í fyrri leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. 2. apríl 2017 14:15
Gylfi búinn að hlaupa lengra en frá Reykjavík til Egilsstaða Það hafa bara þrír leikmenn í ensku úrvalsdeildinni hlaupið meira en Gylfi Þór Sigurðsson síðan í ágúst 2015. 30. mars 2017 09:45
Gylfi ekki bara efstur á Englandi heldur í öllum bestu deildunum Evrópu Íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson hefur gefið ellefu stoðsendingar í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili og því hefur enginn annar náð í deildinni. 21. mars 2017 15:30
Gylfi Þór: Draumur að spila fyrir eitt af þessum stóru félögum Paul Clement, knattspyrnustjóri Swansea, sagði að Gylfi Þór Sigurðsson væri engu síðri en leikmenn sem hann hefur þjálfað hjá Bayern, Real og Chelsea. 22. mars 2017 09:18
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti