Að sögn Haaretz herma þessar fréttir að tunnum fullum af klórgasi hafi verið sleppt norðarlega í Hama-héraði sem er að finna í norðurhluta Sýrlands. Segja uppreisnarmenn að gul reykský hafi sést í bænum Al-Lataminah.
Meint árás á að hafa átt sér stað tveimur dögum eftir efnavopnaárásina í Idlib þar sem sjötíu manns hið minnsta létu lífið. Sú árás hefur verið fordæmd víða, en í hópi látinna voru um tuttugu börn.
Utanríkisráðherra Sýrlands ítrekaði það í morgun að stjórnarher landsins beiti ekki efnavopn í baráttu sinni gegn uppreisnarmönnum.
Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði í gær að efnavopnaárásin í Idlib væri móðgun við mannkyn og sagðist hann vilja Bashar al-Assad Sýrlandsforseta burt. Nauðsyn væri að binda enda á ofbeldið í Sýrlandi.
Trump sagði árásina hafa haft mikil áhrif á sig og að viðhorf hans gagnvart Assad væru nú gjörbreytt, en Sýrlandsstjórn hefur verið sökuð um að beita efnavopnum gegn uppreisnarmönnum. Því hefur stjórn Assad hins vegar alla tíð neitað.
#BREAKING
— Julian Röpcke (@JulianRoepcke) April 6, 2017
Yellowish clouds all over #Lataminah, multiple barrel bombs with #Chlorine used, activists say!https://t.co/3t2k4JrfZP#Syria pic.twitter.com/KcYk6OipXb