Meðal annars voru þær með grímur í líki Le Pen sjálfrar, Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og Vladimir Putin, forseta Rússlands. Trump hefur lýst yfir stuðningi við Le Pen í forsetakosningunum í Frakklandi og hún fór á fund Putin í síðasta mánuði.
Konurnar stigu út úr eðalvagni við kjörstaðinn með mótmælaskilti gegn Le Pen, en voru fljótt handteknar. Le Pen kaus svo skömmu seinna án vandræða. Femen hélt einnig mótmæli á kjörfundi Le Pen á mánudaginn, samkvæmt L‘express.
Fjölmargir ljósmyndarar og tökumenn voru á staðnum að bíða eftir Le Pen.
Directo https://t.co/4HfCKFbdEO Activistas de Femen, arrestadas delante del centro donde vota Le Pen #FranciaDecide pic.twitter.com/LXUYATv9EZ
— EL PAÍS Inter (@elpais_inter) April 23, 2017