Macron gjörsigrar Le Pen gangi spár eftir Stefán Ó. Jónsson skrifar 23. apríl 2017 21:54 Marine Le Pen og Emmanuel Macron munu takast á í næstu umferð kosninganna. Vísir/getty Miðjumaðurinn Emmanuel Macron mun sigra Marine Le Pen, frambjóðanda Þjóðfylkingarinnar, með yfirburðum í næstu umferð frönsku forsetakosninganna ef fyrstu spár ganga eftir. Alþjóðlega ráðgjafafyrirtækið Ipsos telur að Macron muni hljóta um 62% atkvæða gegn 38% Le Pen í könnun sem fyrirtækið framkvæmdi fyrir France Télévisions, franska ríkissjónvarpið.Þrátt fyrir að enn séu tvær vikur þangað til að Frakkar ganga aftur að kjörborðinu í seinni umferð kosninganna, og kannanir beggja vegna Atlantsála hafi ekki verið óbrigðular í kosningum síðasta árs, eru niðurstöður Ipsos taldar gefa nokkuð skýra mynd af stöðu mála.Sjá einnig: Macron og Le Pen efstÞannig spáði fyrirtækið í aðdraganda kosninganna í kvöld að Macron myndi standa uppi sem sigurvegari með um 24% atkvæða, Le Pen fengi um 21% og Jean-Luc Mélenchon, frambjóðandi vinstrihreyfingarinnar La France Insoumise, hlyti um 19% atkvæða.Eins og Vísir greindi frá var það nákvæmlega sá atkvæðafjöldi sem fyrstu útgönguspár gerðu ráð fyrir þegar kjörstöðum lokaði klukkan 18 í kvöld. Það skyldi því engan undra að stuðningsmenn Macron hafi strax tekið að fagna sigri í kvöld og hyllt sinn mann sem næsta forseta Frakklands. Í ræðu sinni í kvöld sagði Macron að hann vildi vera forseti „ættjarðarvina sem standa nú frammi fyrir ógninni sem stafar af þjóðernissinnum“ og fór ekki á milli mála að hann vísaði þar til stuðningsmanna Þjóðfylkingar Le Pen.Sjá einnig: Le Pen sigri hrósandi: „Kominn tími til að frelsa frönsku þjóðina“Hún hefur verið harðorð í garð þessa fyrrum bankamanns sem styður áframhaldandi veru Frakka í Evrópusambandinu, ólíkt henni. Hefur Le Pen sagt að Macron sé frambjóðandi fjármagnseigenda og að frjálslynd viðhorf hans muni kalla yfir Frakkland óstöðvandi straum hælisleitanda og hryðjuverkamanna - að ótaldri hömlulausri samkeppni útlenskra stórfyrirtækja sem muni leggja franskan efnahag í rúst. „Á aðeins einu ári höfum við gjörbreytt ásýnd franskra stjórnmála,“ sagði Macron við mikinn fögnuð stuðningsmanna sinna sem hafa ærna ástæðu til að gleðjast ef fer sem horfir. Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Fleiri fréttir Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Sjá meira
Miðjumaðurinn Emmanuel Macron mun sigra Marine Le Pen, frambjóðanda Þjóðfylkingarinnar, með yfirburðum í næstu umferð frönsku forsetakosninganna ef fyrstu spár ganga eftir. Alþjóðlega ráðgjafafyrirtækið Ipsos telur að Macron muni hljóta um 62% atkvæða gegn 38% Le Pen í könnun sem fyrirtækið framkvæmdi fyrir France Télévisions, franska ríkissjónvarpið.Þrátt fyrir að enn séu tvær vikur þangað til að Frakkar ganga aftur að kjörborðinu í seinni umferð kosninganna, og kannanir beggja vegna Atlantsála hafi ekki verið óbrigðular í kosningum síðasta árs, eru niðurstöður Ipsos taldar gefa nokkuð skýra mynd af stöðu mála.Sjá einnig: Macron og Le Pen efstÞannig spáði fyrirtækið í aðdraganda kosninganna í kvöld að Macron myndi standa uppi sem sigurvegari með um 24% atkvæða, Le Pen fengi um 21% og Jean-Luc Mélenchon, frambjóðandi vinstrihreyfingarinnar La France Insoumise, hlyti um 19% atkvæða.Eins og Vísir greindi frá var það nákvæmlega sá atkvæðafjöldi sem fyrstu útgönguspár gerðu ráð fyrir þegar kjörstöðum lokaði klukkan 18 í kvöld. Það skyldi því engan undra að stuðningsmenn Macron hafi strax tekið að fagna sigri í kvöld og hyllt sinn mann sem næsta forseta Frakklands. Í ræðu sinni í kvöld sagði Macron að hann vildi vera forseti „ættjarðarvina sem standa nú frammi fyrir ógninni sem stafar af þjóðernissinnum“ og fór ekki á milli mála að hann vísaði þar til stuðningsmanna Þjóðfylkingar Le Pen.Sjá einnig: Le Pen sigri hrósandi: „Kominn tími til að frelsa frönsku þjóðina“Hún hefur verið harðorð í garð þessa fyrrum bankamanns sem styður áframhaldandi veru Frakka í Evrópusambandinu, ólíkt henni. Hefur Le Pen sagt að Macron sé frambjóðandi fjármagnseigenda og að frjálslynd viðhorf hans muni kalla yfir Frakkland óstöðvandi straum hælisleitanda og hryðjuverkamanna - að ótaldri hömlulausri samkeppni útlenskra stórfyrirtækja sem muni leggja franskan efnahag í rúst. „Á aðeins einu ári höfum við gjörbreytt ásýnd franskra stjórnmála,“ sagði Macron við mikinn fögnuð stuðningsmanna sinna sem hafa ærna ástæðu til að gleðjast ef fer sem horfir.
Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Fleiri fréttir Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Sjá meira