Óttast að sterkir vindar geri eldana í Kaliforníu enn verri Kjartan Kjartansson skrifar 7. desember 2017 11:27 Hús fuðra upp í einum eldanna sem geisa í sunnanverðri Kaliforníu. Vísir/AFP Sérfræðingar vara því að veðuraðstæður eigi eftir að gera slökkviliðsmönnum enn erfiðara fyrir að ná tökum á kjarreldunum sem loga í suðurhluta Kaliforníu í dag. Hundruð slökkviliðsmanna glíma nú við eldana en þeir hafa meðal annars náð til hverfa auðmanna í Los Angeles. Eldarnir í Suður-Kaliforníu eru með þeim verstu í manna minnum. Yfirvöld í ríkinu hafa gefið út fjólubláa viðvörun, hæstu mögulega viðvörun vegna „gríðarlega alvarlegs eldveðurs“. Um 200.000 manns hefur verið skipað að yfirgefa heimili sín undanfarna daga og eru skyldurýmingar sums staðar enn í gildi. Heitt og þurrt hefur verið í veðri í sunnanverðri Kaliforníu. Staðbundnir vindar, svonefndir Santa Ana-vindar, hafa bæði stuðlað að þeim eldfimu aðstæðum og blásið lífi í eldana sem hafa kviknað.Myndbandið hér fyrir neðan var tekið á hraðbraut nærri Los Angeles snemma morguns.Shocking video shows wildfire raging next to highway full of early-morning commuters in Los Angeles. https://t.co/sbp5JvSesP pic.twitter.com/kUYDAoac3u— ABC News (@ABC) December 7, 2017 Spáð er að bæta muni í vindinn í dag með vindhviðum allt að 35 m/s, að því er segir í frétt CNN. Tim Chavez, sérfræðingur í hegðun elda, segir að eldarnir geti breytt mikið úr sér við þessar aðstæður. Stórir eldar loga nú þegar á nokkrum stöðum í Kaliforníu. „Það verður ekki hægt að glíma við eldana í vindi af þessu tagi,“ segir Ken Pimlott, yfirmaður slökkviliðsmála í Kaliforníu, að því er kemur fram í umfjöllun breska ríkisútvarpsins BBC. Nokkur hús í Bel-Air-hverfinu í Los Angeles hafa meðal annars orðið eldinum að bráð. Í hverfinu búa stórstjörnur og auðkýfingar eins og söngkonan Beyoncé og Elon Musk, eigandi Tesla og SpaceX. Yfirvöld hafa ekki getað slegið á hversu mörg íbúðarhús hafi brunnið í stærsta eldinum í Venturas-ýslu vegna þess að enn logar glatt í þeim. Að minnsta kosti 150 hús eru þó talin hafa eyðilagst fram að þessu.Myndunum af eldunum hér fyrir neðan tísti Randy Bresnik, bandarískur geimfari um borð í Alþjóðlegu geimstöðinni.I was asked this evening if we can see the SoCal fires from space. Yes Faith, unfortunately we can. May the Santa Ana's die down soon. #Californiawildfire pic.twitter.com/qNzjTjWa4t— Randy Bresnik (@AstroKomrade) December 6, 2017 Tengdar fréttir Hundruð heimila orðið skógareldum að bráð Norðan af Los Angeles geisa nú illvígir skógareldar. 6. desember 2017 07:44 Þúsundum gert að yfirgefa heimili sín vegna skógarelda í Kaliforníu Eldurinn kviknaði snemma í gærkvöldi að staðartíma í Ventura-sýslu og breiddist hratt út þar sem hann var búinn að brenna um 4000 hektara af landi á aðeins nokkrum klukkutímum. 5. desember 2017 11:35 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sjá meira
Sérfræðingar vara því að veðuraðstæður eigi eftir að gera slökkviliðsmönnum enn erfiðara fyrir að ná tökum á kjarreldunum sem loga í suðurhluta Kaliforníu í dag. Hundruð slökkviliðsmanna glíma nú við eldana en þeir hafa meðal annars náð til hverfa auðmanna í Los Angeles. Eldarnir í Suður-Kaliforníu eru með þeim verstu í manna minnum. Yfirvöld í ríkinu hafa gefið út fjólubláa viðvörun, hæstu mögulega viðvörun vegna „gríðarlega alvarlegs eldveðurs“. Um 200.000 manns hefur verið skipað að yfirgefa heimili sín undanfarna daga og eru skyldurýmingar sums staðar enn í gildi. Heitt og þurrt hefur verið í veðri í sunnanverðri Kaliforníu. Staðbundnir vindar, svonefndir Santa Ana-vindar, hafa bæði stuðlað að þeim eldfimu aðstæðum og blásið lífi í eldana sem hafa kviknað.Myndbandið hér fyrir neðan var tekið á hraðbraut nærri Los Angeles snemma morguns.Shocking video shows wildfire raging next to highway full of early-morning commuters in Los Angeles. https://t.co/sbp5JvSesP pic.twitter.com/kUYDAoac3u— ABC News (@ABC) December 7, 2017 Spáð er að bæta muni í vindinn í dag með vindhviðum allt að 35 m/s, að því er segir í frétt CNN. Tim Chavez, sérfræðingur í hegðun elda, segir að eldarnir geti breytt mikið úr sér við þessar aðstæður. Stórir eldar loga nú þegar á nokkrum stöðum í Kaliforníu. „Það verður ekki hægt að glíma við eldana í vindi af þessu tagi,“ segir Ken Pimlott, yfirmaður slökkviliðsmála í Kaliforníu, að því er kemur fram í umfjöllun breska ríkisútvarpsins BBC. Nokkur hús í Bel-Air-hverfinu í Los Angeles hafa meðal annars orðið eldinum að bráð. Í hverfinu búa stórstjörnur og auðkýfingar eins og söngkonan Beyoncé og Elon Musk, eigandi Tesla og SpaceX. Yfirvöld hafa ekki getað slegið á hversu mörg íbúðarhús hafi brunnið í stærsta eldinum í Venturas-ýslu vegna þess að enn logar glatt í þeim. Að minnsta kosti 150 hús eru þó talin hafa eyðilagst fram að þessu.Myndunum af eldunum hér fyrir neðan tísti Randy Bresnik, bandarískur geimfari um borð í Alþjóðlegu geimstöðinni.I was asked this evening if we can see the SoCal fires from space. Yes Faith, unfortunately we can. May the Santa Ana's die down soon. #Californiawildfire pic.twitter.com/qNzjTjWa4t— Randy Bresnik (@AstroKomrade) December 6, 2017
Tengdar fréttir Hundruð heimila orðið skógareldum að bráð Norðan af Los Angeles geisa nú illvígir skógareldar. 6. desember 2017 07:44 Þúsundum gert að yfirgefa heimili sín vegna skógarelda í Kaliforníu Eldurinn kviknaði snemma í gærkvöldi að staðartíma í Ventura-sýslu og breiddist hratt út þar sem hann var búinn að brenna um 4000 hektara af landi á aðeins nokkrum klukkutímum. 5. desember 2017 11:35 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sjá meira
Hundruð heimila orðið skógareldum að bráð Norðan af Los Angeles geisa nú illvígir skógareldar. 6. desember 2017 07:44
Þúsundum gert að yfirgefa heimili sín vegna skógarelda í Kaliforníu Eldurinn kviknaði snemma í gærkvöldi að staðartíma í Ventura-sýslu og breiddist hratt út þar sem hann var búinn að brenna um 4000 hektara af landi á aðeins nokkrum klukkutímum. 5. desember 2017 11:35