Farið fram á að dómari víki sæti í umfangsmiklu skattsvikamáli Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 16. janúar 2017 10:00 Aðalmeðferð málsins hefur verið frestað þar til úrskurður Hæstaréttar liggur fyrir. vísir/eyþór Farið var fram á að einn þriggja dómara í umfangsmiklu skattsvikamáli víki sæti í málinu við aðalmeðferð þess í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. Taldi verjandi eins sakborningsins að dómarinn hefði brotið gegn lögum með því að heimila lögreglustjóra að hlusta á og hljóðrita síma skjólstæðings síns. Aðalmeðferðinni var frestað af þeim sökum. Maðurinn sem um ræðir gegnir lykilhlutverki í málinu en hann var starfsmaður ríkisskattstjóra þegar meint brot áttu sér stað. Alls eru átta einstaklingar grunaðir um stórfelld skattalagabrot með því að hafa svikið allt að 300 milljónir króna af hinu opinbera. Verjandinn, Björgvin Þorsteinsson, sagði að á grundvelli úrskurðar dómarans, um að heimila símhlustun, hafi mögulega fengist gögn sem gætu ráðið úrslitum í málinu. Dómari hafi gerst uppvís af mannréttindabrotum með því að taka sæti í dómnum. Dómurinn hafnaði kröfu Björgvins. Björgvin ákvað hins vegar að kæra úrskurðinn til Hæstaréttar og var aðalmeðferð málsins þar af leiðandi frestað um tíma. Verjendur annarra sakborninga voru afar ósáttir við kröfu Björgvins enda eru tæp sex ár frá því að rannsókn á málinu hófst, og ekki er gert ráð fyrir að aðalmeðferðinni verði framhaldið fyrr en í mars eða apríl.Settu á fót sýndarfyrirtæki Málið kom upp í september árið 2010. Svikin eru sögð hafa farið þannig fram að fólkið setti á fót sýndarfyrirtæki í þeim eina tilgangi að svíkja fé út úr skattkerfinu. Fyrirtækin höfðu enga raunverulega starfsemi en fengu í krafti falsaðra gagna og aðgangs að fyrrnefndum starfsmanni Ríkisskattstjóra stórfé vegna byggingar þriggja húsa sem aldrei voru reist. Fyrirtæki gátu þá fengið sérstaka heimild til endurgreiðslu á innskatti á meðan uppbyggingu stóð. Fólkinu tókst þannig að svíkja rúmlega 270 milljónir króna út úr virðisaukaskattskerfinu. Rannsókn lögreglu var viðamikil enda teygði málið anga sína til Venesúela í Suður-Ameríku, þar sem einn höfuðpauranna, Steingrímur Þór Ólafsson, var handtekinn. Steingrímur var eftirlýstur af Interpol vegna gruns um eiturlyfjasmygl, skjalafals, peningaþvætti og skattsvik. Hann var svo handtekinn á Santiagó Marínó flugvelli á eyjunni Margarita, þegar hann ætlaði að fara þaðan til Frankfurt í Þýskalandi, að eigin sögn á leið sinni til Íslands. Hann hafði þá dvalið í Venesúela í fimm daga. Fjölmiðlar þar í landi sögðu frá handtöku Steingríms, birtu nafn hans og myndir af honum. Tengdar fréttir Farið fram á frávísun í einu umfangsmesta skattsvikamáli hér á landi Tveir sakborningar í einu umfangsmesta skattsvikamáli sem upp hefur komið hér á landi kröfðust þess að máli þeirra yrði vísað frá við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjaness í dag. 18. október 2016 15:46 Skattsvikamálið: Gekkst við brotum þar sem hundruð milljóna króna komu við sögu Eitt stærsta skattsvikamál Íslandssögunnar var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. 20. maí 2016 15:30 Skattsvikamálið: Fastagestir hjá gjaldkerum tóku út hundruð milljóna Brotavilji áttmenningana var einbeittur, ef marka má ákæruna. Þau fóru á annað hundrað sinnum í banka til þess að taka út fjármuni sem þau höfðu svikið úr ríkissjóði. 27. apríl 2016 13:30 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Innlent Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Innlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Sjá meira
Farið var fram á að einn þriggja dómara í umfangsmiklu skattsvikamáli víki sæti í málinu við aðalmeðferð þess í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. Taldi verjandi eins sakborningsins að dómarinn hefði brotið gegn lögum með því að heimila lögreglustjóra að hlusta á og hljóðrita síma skjólstæðings síns. Aðalmeðferðinni var frestað af þeim sökum. Maðurinn sem um ræðir gegnir lykilhlutverki í málinu en hann var starfsmaður ríkisskattstjóra þegar meint brot áttu sér stað. Alls eru átta einstaklingar grunaðir um stórfelld skattalagabrot með því að hafa svikið allt að 300 milljónir króna af hinu opinbera. Verjandinn, Björgvin Þorsteinsson, sagði að á grundvelli úrskurðar dómarans, um að heimila símhlustun, hafi mögulega fengist gögn sem gætu ráðið úrslitum í málinu. Dómari hafi gerst uppvís af mannréttindabrotum með því að taka sæti í dómnum. Dómurinn hafnaði kröfu Björgvins. Björgvin ákvað hins vegar að kæra úrskurðinn til Hæstaréttar og var aðalmeðferð málsins þar af leiðandi frestað um tíma. Verjendur annarra sakborninga voru afar ósáttir við kröfu Björgvins enda eru tæp sex ár frá því að rannsókn á málinu hófst, og ekki er gert ráð fyrir að aðalmeðferðinni verði framhaldið fyrr en í mars eða apríl.Settu á fót sýndarfyrirtæki Málið kom upp í september árið 2010. Svikin eru sögð hafa farið þannig fram að fólkið setti á fót sýndarfyrirtæki í þeim eina tilgangi að svíkja fé út úr skattkerfinu. Fyrirtækin höfðu enga raunverulega starfsemi en fengu í krafti falsaðra gagna og aðgangs að fyrrnefndum starfsmanni Ríkisskattstjóra stórfé vegna byggingar þriggja húsa sem aldrei voru reist. Fyrirtæki gátu þá fengið sérstaka heimild til endurgreiðslu á innskatti á meðan uppbyggingu stóð. Fólkinu tókst þannig að svíkja rúmlega 270 milljónir króna út úr virðisaukaskattskerfinu. Rannsókn lögreglu var viðamikil enda teygði málið anga sína til Venesúela í Suður-Ameríku, þar sem einn höfuðpauranna, Steingrímur Þór Ólafsson, var handtekinn. Steingrímur var eftirlýstur af Interpol vegna gruns um eiturlyfjasmygl, skjalafals, peningaþvætti og skattsvik. Hann var svo handtekinn á Santiagó Marínó flugvelli á eyjunni Margarita, þegar hann ætlaði að fara þaðan til Frankfurt í Þýskalandi, að eigin sögn á leið sinni til Íslands. Hann hafði þá dvalið í Venesúela í fimm daga. Fjölmiðlar þar í landi sögðu frá handtöku Steingríms, birtu nafn hans og myndir af honum.
Tengdar fréttir Farið fram á frávísun í einu umfangsmesta skattsvikamáli hér á landi Tveir sakborningar í einu umfangsmesta skattsvikamáli sem upp hefur komið hér á landi kröfðust þess að máli þeirra yrði vísað frá við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjaness í dag. 18. október 2016 15:46 Skattsvikamálið: Gekkst við brotum þar sem hundruð milljóna króna komu við sögu Eitt stærsta skattsvikamál Íslandssögunnar var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. 20. maí 2016 15:30 Skattsvikamálið: Fastagestir hjá gjaldkerum tóku út hundruð milljóna Brotavilji áttmenningana var einbeittur, ef marka má ákæruna. Þau fóru á annað hundrað sinnum í banka til þess að taka út fjármuni sem þau höfðu svikið úr ríkissjóði. 27. apríl 2016 13:30 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Innlent Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Innlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Sjá meira
Farið fram á frávísun í einu umfangsmesta skattsvikamáli hér á landi Tveir sakborningar í einu umfangsmesta skattsvikamáli sem upp hefur komið hér á landi kröfðust þess að máli þeirra yrði vísað frá við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjaness í dag. 18. október 2016 15:46
Skattsvikamálið: Gekkst við brotum þar sem hundruð milljóna króna komu við sögu Eitt stærsta skattsvikamál Íslandssögunnar var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. 20. maí 2016 15:30
Skattsvikamálið: Fastagestir hjá gjaldkerum tóku út hundruð milljóna Brotavilji áttmenningana var einbeittur, ef marka má ákæruna. Þau fóru á annað hundrað sinnum í banka til þess að taka út fjármuni sem þau höfðu svikið úr ríkissjóði. 27. apríl 2016 13:30