Erlent

Ástralía: Móðir viðurkennir að hafa banað þremur börnum sínum

Atli Ísleifsson skrifar
Vitni segjast hafa heyrt Akon Guode segjast ætla að drepa börn sín sama dag og þau drukknuðu.
Vitni segjast hafa heyrt Akon Guode segjast ætla að drepa börn sín sama dag og þau drukknuðu.
37 ára kona hefur viðurkennt að hafa banað þremur börnum sínum með því að aka bíl út í stöðuvatn í suðurhluta Ástralíu árið 2015.

Í frétt BBC segir að Akon Guode hafi viðurkennt að hafa drepið eins árs son sinn, Bol, og fjögurra ára tvíbura, Hanger og Madit, en hin sex ára Alual, sem einnig var í bílnum, slapp lifandi.

Guode játaði sekt sína fyrir dómi í morgun, en hún hafði áður neitað sök í yfirheyrslum hjá lögreglu.

Við rannsókn málsins og við réttarhöldin hefur Guode notið aðstoðar túlks en hún kom til Ástralíu frá Suður-Súdan árið 2008.

Joseph Manyang, faðir barnanna, sagði við yfirheyrslu á síðasta ári að Guode hafi fundið fyrir svima áður en bíllinn fór út í vatnið. Sagði hann útilokað að hún hafi ætlað sér að skaða börn sín viljandi.

Vitni segjast þó hafa heyrt Guode segjast ætla að drepa börn sín sama dag og þau drukknuðu.

Vegfarendur reyndu eins og þeir gátu að bjarga börnunum eftir að bíllinn fór út í Lake Gladham vatnið í Wyndham Vale og tókst þá að bjarga þeim Alual og Guode.

Réttarhöldum verður fram haldið þann 31. janúar.

Sjá má innslag áströlsku stöðvarinnar 7 News um málið að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×