Dagar „kjaftæðisins“ í Hvíta húsinu sagðir liðnir Kjartan Kjartansson skrifar 31. júlí 2017 21:19 John Kelly, nýr starfsmannastjóri Hvíta hússins, virðist ætla að koma heraga á ríkisstjórn sem hefur einkennst af glundroða. Vísir/AFP Eftir nær látlaust umrót og uppstokkun í starfsliðinu undanfarna daga og vikur segja heimildamenn CNN innan Hvíta hússins að dagar þess að „kjaftæði sé umborið“ séu liðnir. Donald Trump forseti lét Anthony Scaramucci, nýráðinn samskiptastjóra Hvíta hússins, taka poka sinn í dag. Scaramucci hafði aðeins tekið við starfinu fyrir tíu dögum og hefur engin samskiptastjóri gegnt starfinu skemur.Sjá einnig:Trump rekur samskiptastjóra Hvíta hússins eftir aðeins tíu daga starf „Dagar þess að kjaftæði sé umborið í þessu Hvíta húsi eru taldir,“ hefur CNN-fréttastöðin eftir ónafngreindum heimildamanni sem stendur Hvíta húsinu nærri.Orðbragðið ekki sæmandi manni í stöðu ScaramucciBrottrekstur Scaramucci var sagður að undirlagi John Kelly, nýs starfsmannastjóra Hvíta hússins, sem tók við starfinu í dag. Honum var sagt ofboðið yfir fúkyrðaflaumi Scaramucci um samstarfsmenn sína í Hvíta húsinu í viðtali við New Yorker í síðustu viku. Á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í kvöld sagði Sarah Huckabee Sanders, blaðafulltrúi þess, að Trump hafi talið orðbragðið sem Scaramucci hafði um þá Stephen Bannon, aðalráðgjafa forsetans, og Reince Priebus, fyrrverandi starfsmannastjórans, ekki viðeigandi fyrir mann í hans stöðu.Anthony Scaramucci hefur ekki átt sjö dagana sæla undanfarið.Vísir/AFPCNN hefur einnig eftir tveimur heimildamönnum að Trump hafi orðið Scaramucci afhuga vegna allrar fjölmiðlaathyglinnar sem hann fékk þegar hann tók við starfi samskiptastjóra. Í fyrstu hafi forsetinn stutt Scaramucci eftir reiðilestur hans við New Yorker en í kjölfarið hafi honum mislíkað að samskiptastjórinn væri orðinn aðalfréttin frekar en hann sjálfur.Hneyksli, brottrekstur og skilnaðurHuckabee Sanders sagði ennfremur á blaðamannafundinum að Scaramucci hefði ekkert hlutverk í ríkisstjórn Trump lengur. Ítrekaði hún að Kelly hefði nú fullt vald yfir málum í Hvíta húsinu. Þegar hún var spurð hvort að Ivanka Trump, dóttir forsetans, eiginmaður hennar Jared Kushner, og Stephen Bannon, aðalráðgjafi, myndu heyra undir Kelly endurtók hún að allir í Hvíta húsinu væru nú undir Kelly. Óhætt er að segja að Scaramucci hafi átt erfiða viku. Auk þess að hafa verið fordæmdur við klúryrt viðtalið við New Yorker og að hafa misst vinnuna í kjölfarið óskaði eiginkona hans eftir skilnaði í síðustu viku. Hún var gengin níu mánuði á leið og ól Scaramucci annað barn þeirra á mánudag. Scaramucci var ekki viðstaddur fæðinguna og var staddur með Trump í forsetaflugvélinni á meðan, að sögn The Guardian.Í myndbandi Politico hér fyrir neðan má heyra hvernig sjónvarpsfréttamenn í Bandaríkjunum brugðust við tíðindunum um skyndilegt brotthvarf Scaramucci eftir aðeins rúma viku í starfi."I don't even know what to say": Here's how cable news reacted to Anthony Scaramucci's exit https://t.co/lDCSkjM0ac pic.twitter.com/TXpBBnZpXr— POLITICO (@politico) July 31, 2017 Donald Trump Tengdar fréttir Allt á öðrum endanum í Hvíta húsinu Allt gengur á afturfótunum vegna erja á milli starfsmanna forsetans og stöðugs ótta við leka til fjölmiðla. 29. júlí 2017 19:53 Samskiptastjórinn jós fúkyrðum yfir samstarfsmenn í Hvíta húsinu við blaðamann Óheflað orðalagið sem Anthony Scaramucci, samskiptastjóri Hvíta hússins, notaði um aðalráðgjafa Trump forseta og starfsmannastjóra Hvíta hússins í símtali við blaðamann hafa vakið mikla furðu vestanhafs. 28. júlí 2017 09:14 Trump ræður nýjan starfsmannastjóra fyrir Priebus Priebus hefur átt undir högg að sækja undanfarna daga og hefur samskiptastjóri Hvíta hússins sakað hann um að leka upplýsingum og leyndarmálum til fjölmiðla. 28. júlí 2017 21:07 Innanhússerjur í Hvíta húsinu fyrir opnum tjöldum Samskiptastjóri Hvíta hússins gefur sterklega í skyn að starfsmannastjóri þess hafi lekið skaðlegum upplýsingum í fjölmiðla. Hann segir að þeir sem hefðu lekið eins viðkvæmum upplýsingum og nú sé gert hefðu verið hengdir fyrr á öldum. 27. júlí 2017 15:07 Nýr samskiptastjóri Hvíta hússins eyðir gömlum tístum þar sem hann gagnrýndi Trump Þá segir hann einnig að stjórnmál með það að markmiði að ná sér niður á einhverjum séu ekki líðandi. 22. júlí 2017 23:43 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira
Eftir nær látlaust umrót og uppstokkun í starfsliðinu undanfarna daga og vikur segja heimildamenn CNN innan Hvíta hússins að dagar þess að „kjaftæði sé umborið“ séu liðnir. Donald Trump forseti lét Anthony Scaramucci, nýráðinn samskiptastjóra Hvíta hússins, taka poka sinn í dag. Scaramucci hafði aðeins tekið við starfinu fyrir tíu dögum og hefur engin samskiptastjóri gegnt starfinu skemur.Sjá einnig:Trump rekur samskiptastjóra Hvíta hússins eftir aðeins tíu daga starf „Dagar þess að kjaftæði sé umborið í þessu Hvíta húsi eru taldir,“ hefur CNN-fréttastöðin eftir ónafngreindum heimildamanni sem stendur Hvíta húsinu nærri.Orðbragðið ekki sæmandi manni í stöðu ScaramucciBrottrekstur Scaramucci var sagður að undirlagi John Kelly, nýs starfsmannastjóra Hvíta hússins, sem tók við starfinu í dag. Honum var sagt ofboðið yfir fúkyrðaflaumi Scaramucci um samstarfsmenn sína í Hvíta húsinu í viðtali við New Yorker í síðustu viku. Á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í kvöld sagði Sarah Huckabee Sanders, blaðafulltrúi þess, að Trump hafi talið orðbragðið sem Scaramucci hafði um þá Stephen Bannon, aðalráðgjafa forsetans, og Reince Priebus, fyrrverandi starfsmannastjórans, ekki viðeigandi fyrir mann í hans stöðu.Anthony Scaramucci hefur ekki átt sjö dagana sæla undanfarið.Vísir/AFPCNN hefur einnig eftir tveimur heimildamönnum að Trump hafi orðið Scaramucci afhuga vegna allrar fjölmiðlaathyglinnar sem hann fékk þegar hann tók við starfi samskiptastjóra. Í fyrstu hafi forsetinn stutt Scaramucci eftir reiðilestur hans við New Yorker en í kjölfarið hafi honum mislíkað að samskiptastjórinn væri orðinn aðalfréttin frekar en hann sjálfur.Hneyksli, brottrekstur og skilnaðurHuckabee Sanders sagði ennfremur á blaðamannafundinum að Scaramucci hefði ekkert hlutverk í ríkisstjórn Trump lengur. Ítrekaði hún að Kelly hefði nú fullt vald yfir málum í Hvíta húsinu. Þegar hún var spurð hvort að Ivanka Trump, dóttir forsetans, eiginmaður hennar Jared Kushner, og Stephen Bannon, aðalráðgjafi, myndu heyra undir Kelly endurtók hún að allir í Hvíta húsinu væru nú undir Kelly. Óhætt er að segja að Scaramucci hafi átt erfiða viku. Auk þess að hafa verið fordæmdur við klúryrt viðtalið við New Yorker og að hafa misst vinnuna í kjölfarið óskaði eiginkona hans eftir skilnaði í síðustu viku. Hún var gengin níu mánuði á leið og ól Scaramucci annað barn þeirra á mánudag. Scaramucci var ekki viðstaddur fæðinguna og var staddur með Trump í forsetaflugvélinni á meðan, að sögn The Guardian.Í myndbandi Politico hér fyrir neðan má heyra hvernig sjónvarpsfréttamenn í Bandaríkjunum brugðust við tíðindunum um skyndilegt brotthvarf Scaramucci eftir aðeins rúma viku í starfi."I don't even know what to say": Here's how cable news reacted to Anthony Scaramucci's exit https://t.co/lDCSkjM0ac pic.twitter.com/TXpBBnZpXr— POLITICO (@politico) July 31, 2017
Donald Trump Tengdar fréttir Allt á öðrum endanum í Hvíta húsinu Allt gengur á afturfótunum vegna erja á milli starfsmanna forsetans og stöðugs ótta við leka til fjölmiðla. 29. júlí 2017 19:53 Samskiptastjórinn jós fúkyrðum yfir samstarfsmenn í Hvíta húsinu við blaðamann Óheflað orðalagið sem Anthony Scaramucci, samskiptastjóri Hvíta hússins, notaði um aðalráðgjafa Trump forseta og starfsmannastjóra Hvíta hússins í símtali við blaðamann hafa vakið mikla furðu vestanhafs. 28. júlí 2017 09:14 Trump ræður nýjan starfsmannastjóra fyrir Priebus Priebus hefur átt undir högg að sækja undanfarna daga og hefur samskiptastjóri Hvíta hússins sakað hann um að leka upplýsingum og leyndarmálum til fjölmiðla. 28. júlí 2017 21:07 Innanhússerjur í Hvíta húsinu fyrir opnum tjöldum Samskiptastjóri Hvíta hússins gefur sterklega í skyn að starfsmannastjóri þess hafi lekið skaðlegum upplýsingum í fjölmiðla. Hann segir að þeir sem hefðu lekið eins viðkvæmum upplýsingum og nú sé gert hefðu verið hengdir fyrr á öldum. 27. júlí 2017 15:07 Nýr samskiptastjóri Hvíta hússins eyðir gömlum tístum þar sem hann gagnrýndi Trump Þá segir hann einnig að stjórnmál með það að markmiði að ná sér niður á einhverjum séu ekki líðandi. 22. júlí 2017 23:43 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira
Allt á öðrum endanum í Hvíta húsinu Allt gengur á afturfótunum vegna erja á milli starfsmanna forsetans og stöðugs ótta við leka til fjölmiðla. 29. júlí 2017 19:53
Samskiptastjórinn jós fúkyrðum yfir samstarfsmenn í Hvíta húsinu við blaðamann Óheflað orðalagið sem Anthony Scaramucci, samskiptastjóri Hvíta hússins, notaði um aðalráðgjafa Trump forseta og starfsmannastjóra Hvíta hússins í símtali við blaðamann hafa vakið mikla furðu vestanhafs. 28. júlí 2017 09:14
Trump ræður nýjan starfsmannastjóra fyrir Priebus Priebus hefur átt undir högg að sækja undanfarna daga og hefur samskiptastjóri Hvíta hússins sakað hann um að leka upplýsingum og leyndarmálum til fjölmiðla. 28. júlí 2017 21:07
Innanhússerjur í Hvíta húsinu fyrir opnum tjöldum Samskiptastjóri Hvíta hússins gefur sterklega í skyn að starfsmannastjóri þess hafi lekið skaðlegum upplýsingum í fjölmiðla. Hann segir að þeir sem hefðu lekið eins viðkvæmum upplýsingum og nú sé gert hefðu verið hengdir fyrr á öldum. 27. júlí 2017 15:07
Nýr samskiptastjóri Hvíta hússins eyðir gömlum tístum þar sem hann gagnrýndi Trump Þá segir hann einnig að stjórnmál með það að markmiði að ná sér niður á einhverjum séu ekki líðandi. 22. júlí 2017 23:43