Hærri desemberuppbót elítu birtingarmynd misskiptingar Sigurður Mikael Jónsson skrifar 30. nóvember 2017 06:00 Ragnar Þór Ingólfsson segir gjá hafa myndast á vinnumarkaði. Við því þurfi að bregðast. Fréttablaðið/Stefán „Manni finnst með ólíkindum að einhver elíta skuli lúta öðrum lögmálum þegar kemur að einhverju eins og desemberuppbót,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, um þá staðreynd að þeir sem heyra undir úrskurðarvald kjararáðs fái ríflega 95 þúsund krónum hærri desemberuppbót en launþegar á hinum almenna vinnumarkaði. Ragnar segir gjá hafa myndast á vinnumarkaði gagnvart stjórnvöldum sem fróðlegt verður að sjá hvort ný ríkisstjórn muni reyna að brúa. Algeng desemberuppbót, sem launafólk á rétt á eigi síðar en 15. desember ár hvert á hinum almenna og opinbera vinnumarkaði, er í ár að hámarki 86 þúsund krónur. Til samanburðar var uppbótin 82 þúsund krónur í fyrra og 78 þúsund árið 2015 og hefur því hækkað um 8 þúsund krónur á tímabilinu. Á sama tíma fá þeir sem heyra undir kjararáð að hámarki 181.868 krónur í ár, líkt og í fyrra. Árið 2015 nam upphæðin rúmlega 148 þúsund krónum og hefur því hækkað um ríflega 33 þúsund á sama tímabili. Hafa ber í huga að samkvæmt reglum kjararáðs er desemberuppbótin greidd þeim sem eru í 100 prósent starfi á almanaksárinu til 31. október, hafi viðkomandi gegnt hlutastarfi eða unnið hluta úr ári er greitt hlutfallslega. Launaákvarðanir og hækkanir kjararáðs hafa verið harðlega gagnrýndar en hæst bar umdeilda ákvörðun ráðsins í fyrra um að hækka laun kjörinna fulltrúa um tugi prósenta. Ragnar bendir á að í ákvörðunum ráðsins hafi afturvirkni launahækkana einnig vakið reiði. „Desemberuppbót er greidd óháð tekjum á hinum almenna markaði. Þetta er birtingarmynd misskiptingarinnar í hnotskurn, eins og með launahækkanir kjararáðs, langt umfram það sem eðlilegt getur talist á vinnumarkaði og afturvirkni þeirra ákvarðana. Svo eru þetta sömu embættismenn og ráðamenn og eru að krefja opinbera og almenna markaðinn um hófsemi til að verja stöðugleika en svo fara þeir ekki eftir því sjálfir og sjálftakan virðist vera mest hjá þeim sjálfum.“ Ragnar Þór segir segir þetta eitt margra mála sem séu að eitra ástandið á vinnumarkaði. „Maður sér ekki fyrir sér hvernig stjórnvöld ætla sér að leysa þennan vanda og þessa gjá sem myndast hefur á bæði opinbera og almenna vinnumarkaðinum gagnvart stjórnvöldum. Það verður áhugavert að sjá hvað kemur út úr stjórnarsáttmálanum og hvort einhverjar tilraunir verði þar gerðar til að ná sáttum á vinnumarkaði.“ Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
„Manni finnst með ólíkindum að einhver elíta skuli lúta öðrum lögmálum þegar kemur að einhverju eins og desemberuppbót,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, um þá staðreynd að þeir sem heyra undir úrskurðarvald kjararáðs fái ríflega 95 þúsund krónum hærri desemberuppbót en launþegar á hinum almenna vinnumarkaði. Ragnar segir gjá hafa myndast á vinnumarkaði gagnvart stjórnvöldum sem fróðlegt verður að sjá hvort ný ríkisstjórn muni reyna að brúa. Algeng desemberuppbót, sem launafólk á rétt á eigi síðar en 15. desember ár hvert á hinum almenna og opinbera vinnumarkaði, er í ár að hámarki 86 þúsund krónur. Til samanburðar var uppbótin 82 þúsund krónur í fyrra og 78 þúsund árið 2015 og hefur því hækkað um 8 þúsund krónur á tímabilinu. Á sama tíma fá þeir sem heyra undir kjararáð að hámarki 181.868 krónur í ár, líkt og í fyrra. Árið 2015 nam upphæðin rúmlega 148 þúsund krónum og hefur því hækkað um ríflega 33 þúsund á sama tímabili. Hafa ber í huga að samkvæmt reglum kjararáðs er desemberuppbótin greidd þeim sem eru í 100 prósent starfi á almanaksárinu til 31. október, hafi viðkomandi gegnt hlutastarfi eða unnið hluta úr ári er greitt hlutfallslega. Launaákvarðanir og hækkanir kjararáðs hafa verið harðlega gagnrýndar en hæst bar umdeilda ákvörðun ráðsins í fyrra um að hækka laun kjörinna fulltrúa um tugi prósenta. Ragnar bendir á að í ákvörðunum ráðsins hafi afturvirkni launahækkana einnig vakið reiði. „Desemberuppbót er greidd óháð tekjum á hinum almenna markaði. Þetta er birtingarmynd misskiptingarinnar í hnotskurn, eins og með launahækkanir kjararáðs, langt umfram það sem eðlilegt getur talist á vinnumarkaði og afturvirkni þeirra ákvarðana. Svo eru þetta sömu embættismenn og ráðamenn og eru að krefja opinbera og almenna markaðinn um hófsemi til að verja stöðugleika en svo fara þeir ekki eftir því sjálfir og sjálftakan virðist vera mest hjá þeim sjálfum.“ Ragnar Þór segir segir þetta eitt margra mála sem séu að eitra ástandið á vinnumarkaði. „Maður sér ekki fyrir sér hvernig stjórnvöld ætla sér að leysa þennan vanda og þessa gjá sem myndast hefur á bæði opinbera og almenna vinnumarkaðinum gagnvart stjórnvöldum. Það verður áhugavert að sjá hvað kemur út úr stjórnarsáttmálanum og hvort einhverjar tilraunir verði þar gerðar til að ná sáttum á vinnumarkaði.“
Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira