Riyad Mahrez vill komast burt frá Leicester. Mahrez hefur mikið verið orðaður við Arsenal undanfarið en ekkert tilboð hefur borist í hann, þrátt fyrir það vill Mahrez enn komast burt.
Mahrez sagði nýlega í viðtali að það væri mikill munur á formlegu tilboði og getgátum og að ekkert tilboð væri komið á borðið. Mahrez segir þetta vera rétta tímann til að fara og telur að hann hafi upplifað allt hjá Leicester. Hann skrifaði undir nýjan fjögurra ára samning í ágúst síðastliðnum og á því nóg eftir af sínum samning. Mahrez segir þó að hann og formaður klúbbsins höfðu samþykkt það í fyrra að hann mætti fara eftir þetta tímabil.
Mahrez var gríðarlega eftirsóttur í fyrra eftir að hafa skorað 17 mörk í deildinni þegar Leicester tryggði sér Enska titilinn ásamt því að vera valinn besti leikmaður deildarinnar. Hann átti þó ekki eins gott tímabil núna og skoraði 6 mörk á tímabilinu og olli oft miklum vonbrigðum inná vellinum.
Mahrez var keyptur til Leicester frá Le Havre árið 2014 á 500 þúsund pund. Í dag er hinn 26 ára gamli Mahrez metinn á 30 milljónir punda og því ljóst að ef Leicester selur hann í sumar þá koma þeir út í miklum gróða.
Mahrez vill burt
Jón Hjörtur Emilsson skrifar

Mest lesið




Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi
Körfubolti

Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota
Enski boltinn

Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann
Handbolti



Diogo Jota lést í bílslysi
Fótbolti
