Viðbúnaður lögreglu óvenju mikill vegna forsögu króatískra stuðningsmanna Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 11. júní 2017 20:10 Lögreglan hefur handtekið nokkra stuðningsmenn króatíska landsliðsins það sem af er degi. Vísir/Ernir Lögreglan hefur handtekið nokkra stuðningsmenn króatíska landsliðsins það sem af er degi. Viðbúnaður hefur verið í borginni vegna leiks íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu við Króatíu frá hádegi og hafa lögreglumenn verið sýnilegri í miðbænum. Þá eru 40 lögreglumenn eru staðsettir fyrir framan stúku stuðningsmanna Króatíu á Laugardalsvelli. Alls koma um 120 lögreglumenn að gæslu vegna leiksins. Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir fjölda lögreglumanna ekki tengdan auknum viðbúnaði vegna hryðjuverkaógnar, heldur sögu króatískra stuðningsmanna. Það er enn í fersku minni þegar þessi tvö lið mættust síðast en spilað var á tómum velli vegna framkomu stuðningsmanna króatíska landsliðsins í öðrum leik. „Stuðningsmenn Króata, eða hluti þeirra, hefur verið með ólæti í tengslum við leiki króatíska landsliðsins og þessi viðbúnaður er bundinn því. Við þurfum að vera með þokkalega mikið lið ef einhverjir af þessum aðilum eru komnir til landsins,“ segir Ásgeir í samtali við Vísi. „Það eru að minnsta kosti 800 Króatar komnir til landsins vegna leiksins og það var vitað að það yrði einhver ölvun og fyrirferð,“ en nú þegar hafa minnst sex manns verið handteknir vegna ölvunar. Annars segir Ásgeir daginn hafa verið rólegan þrátt fyrir að mikið af fólki sé samankomið í borginni vegna leiksins. Meðal annars hafi lögreglan haft sérstakt eftirlit með fólki sem hafi ætlað sér að komast inn á völlinn án þess að vera með miða. Hann segir að viðbúnaður lögreglu sé ekki alltaf jafn mikill í kringum landsleiki eins og í dag, en um 120 lögreglumenn taka þátt í gæslu vegna hans. „Það fer eftir því hvaða þjóð þetta er og hversu margir gestir koma og hvaða sögu hún á. Þetta geta verið frá 20 til 30 menn og upp í rúmlega 100 eins og í dag,“ segir Ásgeir. „Við erum að einbeita okkur að leiknum og eftir leik munum við fylgjast með og vera með þann mannafla sem við teljum að sé þörf á þarf þar til borgin er komin í ró.“ Tengdar fréttir Um 120 lögreglumenn koma að gæslu á landsleiknum Áhættumat gert fyrir hvern og einn viðburð í sumar. Ríkislögreglustóri hefur heimild til að taka ákvörðun um að sérsveit beri vopn. 11. júní 2017 18:00 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Fleiri fréttir Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Sjá meira
Lögreglan hefur handtekið nokkra stuðningsmenn króatíska landsliðsins það sem af er degi. Viðbúnaður hefur verið í borginni vegna leiks íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu við Króatíu frá hádegi og hafa lögreglumenn verið sýnilegri í miðbænum. Þá eru 40 lögreglumenn eru staðsettir fyrir framan stúku stuðningsmanna Króatíu á Laugardalsvelli. Alls koma um 120 lögreglumenn að gæslu vegna leiksins. Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir fjölda lögreglumanna ekki tengdan auknum viðbúnaði vegna hryðjuverkaógnar, heldur sögu króatískra stuðningsmanna. Það er enn í fersku minni þegar þessi tvö lið mættust síðast en spilað var á tómum velli vegna framkomu stuðningsmanna króatíska landsliðsins í öðrum leik. „Stuðningsmenn Króata, eða hluti þeirra, hefur verið með ólæti í tengslum við leiki króatíska landsliðsins og þessi viðbúnaður er bundinn því. Við þurfum að vera með þokkalega mikið lið ef einhverjir af þessum aðilum eru komnir til landsins,“ segir Ásgeir í samtali við Vísi. „Það eru að minnsta kosti 800 Króatar komnir til landsins vegna leiksins og það var vitað að það yrði einhver ölvun og fyrirferð,“ en nú þegar hafa minnst sex manns verið handteknir vegna ölvunar. Annars segir Ásgeir daginn hafa verið rólegan þrátt fyrir að mikið af fólki sé samankomið í borginni vegna leiksins. Meðal annars hafi lögreglan haft sérstakt eftirlit með fólki sem hafi ætlað sér að komast inn á völlinn án þess að vera með miða. Hann segir að viðbúnaður lögreglu sé ekki alltaf jafn mikill í kringum landsleiki eins og í dag, en um 120 lögreglumenn taka þátt í gæslu vegna hans. „Það fer eftir því hvaða þjóð þetta er og hversu margir gestir koma og hvaða sögu hún á. Þetta geta verið frá 20 til 30 menn og upp í rúmlega 100 eins og í dag,“ segir Ásgeir. „Við erum að einbeita okkur að leiknum og eftir leik munum við fylgjast með og vera með þann mannafla sem við teljum að sé þörf á þarf þar til borgin er komin í ró.“
Tengdar fréttir Um 120 lögreglumenn koma að gæslu á landsleiknum Áhættumat gert fyrir hvern og einn viðburð í sumar. Ríkislögreglustóri hefur heimild til að taka ákvörðun um að sérsveit beri vopn. 11. júní 2017 18:00 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Fleiri fréttir Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Sjá meira
Um 120 lögreglumenn koma að gæslu á landsleiknum Áhættumat gert fyrir hvern og einn viðburð í sumar. Ríkislögreglustóri hefur heimild til að taka ákvörðun um að sérsveit beri vopn. 11. júní 2017 18:00