Skotmarkið sagt vopn ætluð Hezbollah Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 28. apríl 2017 07:00 Sprengingin heyrðist um alla Damaskus. Frá því er greint að hún hafi hæft vopn sem átti að smygla til Hezbollah-samtakanna. Nordicphotos/AFP Ísraelsher skaut eldflaugum sem hæfðu herstöð skammt frá alþjóðaflugvellinum í Damaskus, höfuðborg Sýrlands. Frá þessu greindu sýrlenskir ríkisfjölmiðlar í gær. Í frétt Sana segir að eldsneytistankur og vörugeymslur hafi eyðilagst í árásinni. Fjölmiðlar á bandi sýrlenskra uppreisnarmanna segja hins vegar að skotmarkið hafi verið vopnabúr ætlað hinum líbönsku Hezbollah-samtökum. Syrian Observatory for Human Rights, bresk samtök sem fylgjast með stríðinu í Sýrlandi, greindu frá því í gær að sprengingin hefði heyrst um alla Damaskus. Þá greindi Sana frá því að eldflaugarnar hefðu verið fleiri en ein. Ríkismiðillinn Al-Mayadeen greindi frá því að eldflaugunum hafi verið skotið úr ísraelskum þotum sem flugu yfir Gólanhæðum. Hernaðararmur Hezbollah-samtakanna var settur á lista Evrópusambandsins yfir hryðjuverkasamtök árið 2013. Hezbollah-samtökin hafa barist við hlið sýrlenska hersins í borgarastríðinu frá árinu 2013 en styrjöldin sjálf hófst tveimur árum fyrr. Ísraelar líta á Hezbollah, og helstu bandamenn þeirra í Íran, sem mestu ógnina við tilvist ríkis síns. Háðu Ísraelar til að mynda stríð við Hezbollah í Líbanon árið 2006 sem endaði með því að báðir aðilar lýstu yfir sigri. „Ég get staðfest að atvikið í Sýrlandi samræmist fullkomlega stefnu Íraels um að koma í veg fyrir að Íranar smygli þróuðum vopnum í gegnum Sýrland og til Hezbollah. Skiljanlega vil ég ekki tjá mig frekar um þetta,“ sagði upplýsingamálaráðherra Ísraels, Israel Katz, í samtali við Israeli Army Radio í gær. „Forsætisráðherrann hefur sagt að hvenær sem við fáum upplýsingar um að það standi til að smygla vopnum til Hezbollah-samtakanna muni Ísraelsher grípa til aðgerða,“ sagði Katz enn fremur en lýsti þó ekki formlega yfir ábyrgð Ísraela á árásinni. Ísraelski herinn hefur jafnframt neitað að tjá sig um árásina að öðru leyti en því að um hundrað eldflaugar, ætlaðar Hezbollah-samtökunum, hafi eyðilagst. Talið er að Ísraelar hafi áður varpað sprengjum á vopn sem til stóð að afhenda Hezbollah-samtökunum. Þeir hafi stundað það frá því að borgarastyrjöldin í Sýrlandi hófst. Birtist í Fréttablaðinu Sýrland Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira
Ísraelsher skaut eldflaugum sem hæfðu herstöð skammt frá alþjóðaflugvellinum í Damaskus, höfuðborg Sýrlands. Frá þessu greindu sýrlenskir ríkisfjölmiðlar í gær. Í frétt Sana segir að eldsneytistankur og vörugeymslur hafi eyðilagst í árásinni. Fjölmiðlar á bandi sýrlenskra uppreisnarmanna segja hins vegar að skotmarkið hafi verið vopnabúr ætlað hinum líbönsku Hezbollah-samtökum. Syrian Observatory for Human Rights, bresk samtök sem fylgjast með stríðinu í Sýrlandi, greindu frá því í gær að sprengingin hefði heyrst um alla Damaskus. Þá greindi Sana frá því að eldflaugarnar hefðu verið fleiri en ein. Ríkismiðillinn Al-Mayadeen greindi frá því að eldflaugunum hafi verið skotið úr ísraelskum þotum sem flugu yfir Gólanhæðum. Hernaðararmur Hezbollah-samtakanna var settur á lista Evrópusambandsins yfir hryðjuverkasamtök árið 2013. Hezbollah-samtökin hafa barist við hlið sýrlenska hersins í borgarastríðinu frá árinu 2013 en styrjöldin sjálf hófst tveimur árum fyrr. Ísraelar líta á Hezbollah, og helstu bandamenn þeirra í Íran, sem mestu ógnina við tilvist ríkis síns. Háðu Ísraelar til að mynda stríð við Hezbollah í Líbanon árið 2006 sem endaði með því að báðir aðilar lýstu yfir sigri. „Ég get staðfest að atvikið í Sýrlandi samræmist fullkomlega stefnu Íraels um að koma í veg fyrir að Íranar smygli þróuðum vopnum í gegnum Sýrland og til Hezbollah. Skiljanlega vil ég ekki tjá mig frekar um þetta,“ sagði upplýsingamálaráðherra Ísraels, Israel Katz, í samtali við Israeli Army Radio í gær. „Forsætisráðherrann hefur sagt að hvenær sem við fáum upplýsingar um að það standi til að smygla vopnum til Hezbollah-samtakanna muni Ísraelsher grípa til aðgerða,“ sagði Katz enn fremur en lýsti þó ekki formlega yfir ábyrgð Ísraela á árásinni. Ísraelski herinn hefur jafnframt neitað að tjá sig um árásina að öðru leyti en því að um hundrað eldflaugar, ætlaðar Hezbollah-samtökunum, hafi eyðilagst. Talið er að Ísraelar hafi áður varpað sprengjum á vopn sem til stóð að afhenda Hezbollah-samtökunum. Þeir hafi stundað það frá því að borgarastyrjöldin í Sýrlandi hófst.
Birtist í Fréttablaðinu Sýrland Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira