Hillary hryllti við að eiga við „ógeðið“ Trump Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. ágúst 2017 15:46 Úr öðrum kappræðum kosningabaráttunnar þar sem Hillary segist hafa upplifað framkomu Trump sem ógnun við sig. vísir/epa Hillary Clinton, forsetaframbjóðandi Demókrata í bandarísku forsetakosningunum í fyrra, hryllti við þegar Donald Trump, mótframbjóðandi hennar og nú forseti Bandaríkjanna, kom inn í hennar persónulega rými í kappræðum sem fóru fram tveimur dögum eftir að fjölmiðlar greindu frá því að Trump hefði áreitt konur með því að klípa þær í klofið. Í morgunþætti MSNBC í morgun var spiluð upptaka þar sem Hillary les brot úr nýrri bók sinni sem fjallar um kosningabaráttuna og kosningarnar. Þar lýsir hún því hversu óþægilega henni hafi liðið í umræddum kappræðum. „Þetta er ekki í lagi, hugsaði ég með mér. Þetta voru kappræður númer tvö og Donald Trump var þarna fyrir aftan mig. Tveimur dögum áður hafði hann gortað sig af því að áreita konur. Núna vorum við saman á litlu sviði og það skipti ekki máli hvert ég fór, hann elti mig, starði á mig, gretti sig. Þetta var ótrúlega óþægilegt. Hann var bókstaflega að anda niður hálsmálið á mér,“ segir Hillary á upptökunni og hún heldur áfram:„Ég veit að þú elskar að ógna konum en þú getur ekki ógnað mér svo farðu“ „Þetta var eitt af þessum augnablikum þar sem þú vilt geta ýtt á pásu og spurt alla sem eru að horfa: „Jæja, hvað mynduð þið gera?“ Heldur maður ró sinni, brosir og heldur áfram eins og hann sé ekki að ráðast inn í þitt persónulega rými? Eða snýrðu þér við, lítur í augun á honum og segir hátt og snjallt: „Farðu, ógeðið þitt, farðu burt frá mér. Ég veit að þú elskar að ógna konum en þú getur ekki ógnað mér svo farðu.““ En Hillary ákvað að halda ró sinni og lýsir hún því í bókinni að hún hafi tekið þá ákvörðun byggða á reynslu sinni þar sem hún segist hafa þurft að eiga við erfiða menn allt sitt líf sem reyndu að hrista hana af sér. Bókin kemur út þann 12. september og heitir What happened? eða Hvað gerðist? Hillary segir að bókinni sé ekki ætlað að vera ítarleg frásögn af kosningabaráttunni heldur vilji hún draga tjaldið frá og segja frá reynslu sem var allt í senn spennandi, skemmtileg og pirrandi.Leiðrétting: Fyrirsögn fréttarinnar hefur verið breytt úr „Hillary fékk gæsahúð við að eiga við „ógeðið“ Trump“ í „Hillary hryllti við að eiga við „ógeðið“ Trump“ Donald Trump Tengdar fréttir Níunda konan stígur fram og ásakar Trump um kynferðisbrot Enn hefur bæst í þann hóp kvenna sem sakar Donald Trump, forsetaefni Repúblikana, um kynferðislega áreitni, kynferðisbrot eða óviðeigandi hegðun. 16. október 2016 15:18 Silja Bára um kappræðurnar: Ekki sæmandi frambjóðanda til valdamesta embættis heims Silja Bára Ómarsdóttir segist telja að enginn frambjóðandi hafi nokkurn tímann mætt eins illa undirbúinn málefnanlega til leiks í kappræður forsetaframbjóðenda og Donald Trump. 10. október 2016 08:59 Trump um nýjustu ásakanirnar: „Ég er fórnarlamb“ Donald Trump, forsetaefni Repúblikana, segist vera fórnarlamb einnar stærstu pólítísku ófrægingarherferðar í sögu Bandaríkjanna. 15. október 2016 08:14 Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Sjá meira
Hillary Clinton, forsetaframbjóðandi Demókrata í bandarísku forsetakosningunum í fyrra, hryllti við þegar Donald Trump, mótframbjóðandi hennar og nú forseti Bandaríkjanna, kom inn í hennar persónulega rými í kappræðum sem fóru fram tveimur dögum eftir að fjölmiðlar greindu frá því að Trump hefði áreitt konur með því að klípa þær í klofið. Í morgunþætti MSNBC í morgun var spiluð upptaka þar sem Hillary les brot úr nýrri bók sinni sem fjallar um kosningabaráttuna og kosningarnar. Þar lýsir hún því hversu óþægilega henni hafi liðið í umræddum kappræðum. „Þetta er ekki í lagi, hugsaði ég með mér. Þetta voru kappræður númer tvö og Donald Trump var þarna fyrir aftan mig. Tveimur dögum áður hafði hann gortað sig af því að áreita konur. Núna vorum við saman á litlu sviði og það skipti ekki máli hvert ég fór, hann elti mig, starði á mig, gretti sig. Þetta var ótrúlega óþægilegt. Hann var bókstaflega að anda niður hálsmálið á mér,“ segir Hillary á upptökunni og hún heldur áfram:„Ég veit að þú elskar að ógna konum en þú getur ekki ógnað mér svo farðu“ „Þetta var eitt af þessum augnablikum þar sem þú vilt geta ýtt á pásu og spurt alla sem eru að horfa: „Jæja, hvað mynduð þið gera?“ Heldur maður ró sinni, brosir og heldur áfram eins og hann sé ekki að ráðast inn í þitt persónulega rými? Eða snýrðu þér við, lítur í augun á honum og segir hátt og snjallt: „Farðu, ógeðið þitt, farðu burt frá mér. Ég veit að þú elskar að ógna konum en þú getur ekki ógnað mér svo farðu.““ En Hillary ákvað að halda ró sinni og lýsir hún því í bókinni að hún hafi tekið þá ákvörðun byggða á reynslu sinni þar sem hún segist hafa þurft að eiga við erfiða menn allt sitt líf sem reyndu að hrista hana af sér. Bókin kemur út þann 12. september og heitir What happened? eða Hvað gerðist? Hillary segir að bókinni sé ekki ætlað að vera ítarleg frásögn af kosningabaráttunni heldur vilji hún draga tjaldið frá og segja frá reynslu sem var allt í senn spennandi, skemmtileg og pirrandi.Leiðrétting: Fyrirsögn fréttarinnar hefur verið breytt úr „Hillary fékk gæsahúð við að eiga við „ógeðið“ Trump“ í „Hillary hryllti við að eiga við „ógeðið“ Trump“
Donald Trump Tengdar fréttir Níunda konan stígur fram og ásakar Trump um kynferðisbrot Enn hefur bæst í þann hóp kvenna sem sakar Donald Trump, forsetaefni Repúblikana, um kynferðislega áreitni, kynferðisbrot eða óviðeigandi hegðun. 16. október 2016 15:18 Silja Bára um kappræðurnar: Ekki sæmandi frambjóðanda til valdamesta embættis heims Silja Bára Ómarsdóttir segist telja að enginn frambjóðandi hafi nokkurn tímann mætt eins illa undirbúinn málefnanlega til leiks í kappræður forsetaframbjóðenda og Donald Trump. 10. október 2016 08:59 Trump um nýjustu ásakanirnar: „Ég er fórnarlamb“ Donald Trump, forsetaefni Repúblikana, segist vera fórnarlamb einnar stærstu pólítísku ófrægingarherferðar í sögu Bandaríkjanna. 15. október 2016 08:14 Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Sjá meira
Níunda konan stígur fram og ásakar Trump um kynferðisbrot Enn hefur bæst í þann hóp kvenna sem sakar Donald Trump, forsetaefni Repúblikana, um kynferðislega áreitni, kynferðisbrot eða óviðeigandi hegðun. 16. október 2016 15:18
Silja Bára um kappræðurnar: Ekki sæmandi frambjóðanda til valdamesta embættis heims Silja Bára Ómarsdóttir segist telja að enginn frambjóðandi hafi nokkurn tímann mætt eins illa undirbúinn málefnanlega til leiks í kappræður forsetaframbjóðenda og Donald Trump. 10. október 2016 08:59
Trump um nýjustu ásakanirnar: „Ég er fórnarlamb“ Donald Trump, forsetaefni Repúblikana, segist vera fórnarlamb einnar stærstu pólítísku ófrægingarherferðar í sögu Bandaríkjanna. 15. október 2016 08:14