RÚV braut lög: Létu kosta dagskrárliði sem töldust ekki íburðarmiklir Birgir Olgeirsson skrifar 13. febrúar 2017 13:30 Skjáskot af þeim þáttum sem voru kostaðir. RUV.is Ríkisútvarpið braut gegn lögum um Ríkisútvarpið með kostun á dagskrárliðunum Árið er - Upprifjun á Eurovision, Popp og Rokksaga Íslands, Vikan með Gísla Marteini, Hraðfréttir Útsvar, Óskalög þjóðarinnar og Íþróttalífið. Þetta er niðurstaða fjölmiðlanefndar sem féll frá sektarákvörðun í máli þessu með vísan til þriðju málsgreinar sautjándu greinar laga um Ríkisútvarpið. Þar kemur fram að falla megi frá sektarákvörðun teljist brot óverulegt eða af öðrum ástæðum ekki talin þörf á beitingu sekta. Í slíku tilviki er fjölmiðlanefnd heimilt að ljúka málsmeðferð með útgáfu álits sem birt er á heimasíðu hennar.Samkvæmt lögum um Ríkisútvarpið er því óheimilt að afla tekna með kostun dagskrárefnis. Þó má víkja frá þeirri reglu við útsendingu íburðarmikilla dagskrárliða til að mæta útgjöldum við framleiðslu eða kaup á sýningarrétti. Þá má einnig víkja frá þessari reglu við útsendingu innlendra íþróttaviðburða og umfjöllun um þá. Kvörtunin vegna þessara dagskrárliða barst frá 365 miðlum en að mati fjölmiðlanefndar féll enginn þessara þátta undir hugtakið íburðarmikill dagskrárliður í skilningi laga um Ríkisútvarpið. Ástæðan fyrir því að fjölmiðlanefnd ákvað að falla frá sektarákvörðun í þessu máli er sú að Ríkisútvarpið féllst á að gera grundvallarbreytingu á skilmálum RÚV um auglýsingar sem mun fela í sér töluverða tekjuskerðingu fyrir félagið, miðað við fyrri framkvæmd.Sjá ákvörðun fjölmiðlanefndar í heild hér. Árið er var kostað af Cheerios og Vodafone, Popp og Rokksaga Íslands var kostað af Gull og Hringdu, Vikan með Gísla Marteini var kostuð af Heimkaup og Húsgagnahöllinni, Hraðfréttir voru kostaðar af Nathan Olsen og Heimkaup og Íþróttalífið var kostað af Netgíró. Eurovision Fjölmiðlar Tengdar fréttir Töldu skýringar RÚV á meintum duldum auglýsingum í Söngvakeppninni ekki traustar Fjölmilðanefnd tók fyrir kvörtun Magnúsar Ragnarssonar vegna meintra duldra auglýsinga í Söngvakeppni Sjónvarpsins. 20. júlí 2016 15:11 Fjölmiðlanefnd sektar RÚV um 250 þúsund Rufu útsendingu á Melodifestivalen til að sýna auglýsingar. 19. júlí 2016 14:53 Glæpir RÚV margborga sig Fengu 250 þúsund króna sekt fyrir brot sem ætla má að gefi af sér hátt í fjórar milljónir. 25. júlí 2016 13:36 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira
Ríkisútvarpið braut gegn lögum um Ríkisútvarpið með kostun á dagskrárliðunum Árið er - Upprifjun á Eurovision, Popp og Rokksaga Íslands, Vikan með Gísla Marteini, Hraðfréttir Útsvar, Óskalög þjóðarinnar og Íþróttalífið. Þetta er niðurstaða fjölmiðlanefndar sem féll frá sektarákvörðun í máli þessu með vísan til þriðju málsgreinar sautjándu greinar laga um Ríkisútvarpið. Þar kemur fram að falla megi frá sektarákvörðun teljist brot óverulegt eða af öðrum ástæðum ekki talin þörf á beitingu sekta. Í slíku tilviki er fjölmiðlanefnd heimilt að ljúka málsmeðferð með útgáfu álits sem birt er á heimasíðu hennar.Samkvæmt lögum um Ríkisútvarpið er því óheimilt að afla tekna með kostun dagskrárefnis. Þó má víkja frá þeirri reglu við útsendingu íburðarmikilla dagskrárliða til að mæta útgjöldum við framleiðslu eða kaup á sýningarrétti. Þá má einnig víkja frá þessari reglu við útsendingu innlendra íþróttaviðburða og umfjöllun um þá. Kvörtunin vegna þessara dagskrárliða barst frá 365 miðlum en að mati fjölmiðlanefndar féll enginn þessara þátta undir hugtakið íburðarmikill dagskrárliður í skilningi laga um Ríkisútvarpið. Ástæðan fyrir því að fjölmiðlanefnd ákvað að falla frá sektarákvörðun í þessu máli er sú að Ríkisútvarpið féllst á að gera grundvallarbreytingu á skilmálum RÚV um auglýsingar sem mun fela í sér töluverða tekjuskerðingu fyrir félagið, miðað við fyrri framkvæmd.Sjá ákvörðun fjölmiðlanefndar í heild hér. Árið er var kostað af Cheerios og Vodafone, Popp og Rokksaga Íslands var kostað af Gull og Hringdu, Vikan með Gísla Marteini var kostuð af Heimkaup og Húsgagnahöllinni, Hraðfréttir voru kostaðar af Nathan Olsen og Heimkaup og Íþróttalífið var kostað af Netgíró.
Eurovision Fjölmiðlar Tengdar fréttir Töldu skýringar RÚV á meintum duldum auglýsingum í Söngvakeppninni ekki traustar Fjölmilðanefnd tók fyrir kvörtun Magnúsar Ragnarssonar vegna meintra duldra auglýsinga í Söngvakeppni Sjónvarpsins. 20. júlí 2016 15:11 Fjölmiðlanefnd sektar RÚV um 250 þúsund Rufu útsendingu á Melodifestivalen til að sýna auglýsingar. 19. júlí 2016 14:53 Glæpir RÚV margborga sig Fengu 250 þúsund króna sekt fyrir brot sem ætla má að gefi af sér hátt í fjórar milljónir. 25. júlí 2016 13:36 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira
Töldu skýringar RÚV á meintum duldum auglýsingum í Söngvakeppninni ekki traustar Fjölmilðanefnd tók fyrir kvörtun Magnúsar Ragnarssonar vegna meintra duldra auglýsinga í Söngvakeppni Sjónvarpsins. 20. júlí 2016 15:11
Fjölmiðlanefnd sektar RÚV um 250 þúsund Rufu útsendingu á Melodifestivalen til að sýna auglýsingar. 19. júlí 2016 14:53
Glæpir RÚV margborga sig Fengu 250 þúsund króna sekt fyrir brot sem ætla má að gefi af sér hátt í fjórar milljónir. 25. júlí 2016 13:36