Hafa karlmenn að féþúfu á öldurhúsum Ólöf Skaftadóttir skrifar 2. nóvember 2017 07:00 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar mál Rúmenanna Mál þriggja Rúmena er til rannsóknar hjá lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, en öll þrjú eru grunuð um að hafa með skipulögðum hætti haft fé af karlmönnum sem þau hittu fyrir á öldurhúsum í miðborg Reykjavíkur og á Akureyri um nokkurra mánaða skeið, eða frá því í sumar. Þrír einstaklingar hafa verið yfirheyrðir og eru öll grunuð um að hafa unnið saman að því að komast yfir fjármuni brotaþola. Þáttur hvers og eins hafi þó verið mismunandi og misalvarlegur í meintum brotum. Að minnsta kosti þrettán tilfelli hafa verið kærð til lögreglu, þar af fjögur frá Akureyri. Samanlögð fjárhæð sem kært er fyrir er tæplega 1,4 milljónir króna. Þann fjórtánda ágúst síðastliðinn varaði lögreglan við fingralöngum þjófum sem stela greiðslukortum af grandalausu fólki á veitingahúsum eftir að hafa fylgst með því greiða fyrir veitingar og slá inn PIN-númer, en með það og greiðslukort undir höndum væri eftirleikurinn auðveldur. Samkvæmt heimildum blaðsins fór kona fyrir hópnum, dró karlmenn á tálar á öldurhúsum og freistaði þess að láta bjóða sér upp í glas. Meint fórnarlömb hafi þá dregið upp kortið, greitt fyrir drykkinn og slegið inn PIN-númer sitt, eins og venjan er. Þá lagði sú sem fór á fjörur við meint fórnarlamb pinnið á minnið, stal kortinu af viðkomandi og lét vitorðsmann sinn hafa svo lítið bar á. Vitorðsmaðurinn fann næsta hraðbanka og tók út eins mikið og hægt er, sneri aftur og skilaði kortinu á sinn stað í veski mannanna, án þess að þeir yrðu varir við nokkuð. Líkt og fyrr segir lét hópurinn til sín taka í næturlífinu í höfuðborginni og á Akureyri með skipulögðum hætti. Rannsókn málsins er á lokastigum, samkvæmt heimildum blaðsins. Birtist í Fréttablaðinu Næturlíf Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Fleiri fréttir Það sé beinlýnis villandi að benda á olíufélögin Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Sjá meira
Mál þriggja Rúmena er til rannsóknar hjá lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, en öll þrjú eru grunuð um að hafa með skipulögðum hætti haft fé af karlmönnum sem þau hittu fyrir á öldurhúsum í miðborg Reykjavíkur og á Akureyri um nokkurra mánaða skeið, eða frá því í sumar. Þrír einstaklingar hafa verið yfirheyrðir og eru öll grunuð um að hafa unnið saman að því að komast yfir fjármuni brotaþola. Þáttur hvers og eins hafi þó verið mismunandi og misalvarlegur í meintum brotum. Að minnsta kosti þrettán tilfelli hafa verið kærð til lögreglu, þar af fjögur frá Akureyri. Samanlögð fjárhæð sem kært er fyrir er tæplega 1,4 milljónir króna. Þann fjórtánda ágúst síðastliðinn varaði lögreglan við fingralöngum þjófum sem stela greiðslukortum af grandalausu fólki á veitingahúsum eftir að hafa fylgst með því greiða fyrir veitingar og slá inn PIN-númer, en með það og greiðslukort undir höndum væri eftirleikurinn auðveldur. Samkvæmt heimildum blaðsins fór kona fyrir hópnum, dró karlmenn á tálar á öldurhúsum og freistaði þess að láta bjóða sér upp í glas. Meint fórnarlömb hafi þá dregið upp kortið, greitt fyrir drykkinn og slegið inn PIN-númer sitt, eins og venjan er. Þá lagði sú sem fór á fjörur við meint fórnarlamb pinnið á minnið, stal kortinu af viðkomandi og lét vitorðsmann sinn hafa svo lítið bar á. Vitorðsmaðurinn fann næsta hraðbanka og tók út eins mikið og hægt er, sneri aftur og skilaði kortinu á sinn stað í veski mannanna, án þess að þeir yrðu varir við nokkuð. Líkt og fyrr segir lét hópurinn til sín taka í næturlífinu í höfuðborginni og á Akureyri með skipulögðum hætti. Rannsókn málsins er á lokastigum, samkvæmt heimildum blaðsins.
Birtist í Fréttablaðinu Næturlíf Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Fleiri fréttir Það sé beinlýnis villandi að benda á olíufélögin Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Sjá meira