Bandaríkjamenn munu verja sig og sína Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 10. ágúst 2017 06:00 Þessari Hwasong-14 var skotið upp frá Norður-Kóreu í júlí í tilraunaskyni. Flaugin er talin geta dregið rúma 10.000 kílómetra. vísir/afp „Forsetinn vildi að það væri alveg skýrt fyrir Norður-Kóreumönnum að Bandaríkin munu verja sig og bandamenn sína,“ sagði Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, við blaðamenn á leið sinni til bandarísku eyjunnar Gvam í gær. Utanríkisráðherrann ferðaðist til Gvam í gær í kjölfar fréttar sem norðurkóreska ríkissjónvarpið KCNA birti fyrr um daginn. Fram kom í fréttinni að yfirvöld í Norður-Kóreu íhuguðu að ráðast á eyjuna með norðurkóreskum Hwasong-12 eldflaugum. Eyjan tilheyrir Bandaríkjunum og liggur um 2.500 kílómetra austur af Filippseyjum. Megintilgangur heimsóknar Tillersons var þó að fylla á eldsneytistank þotu sinnar áður en hann hélt heim til Bandaríkjanna frá Malasíu. Nýjustu bylgju í Norður-Kóreudeilunni má rekja til eldflaugatilraunar sem Norður-Kórea gerði undir lok síðasta mánaðar. Þá prófaði norðurkóreski herinn Hwasong-14 eldflaug sem samkvæmt bandarísku samtökunum CSIS ætti að draga rúma 10.000 kílómetra sé henni skotið við kjöraðstæður.Þess má geta að Ísland er í tæplega 8.000 kílómetra fjarlægð frá Norður-Kóreu og því vel innan þeirrar vegalengdar sem hægt er að skjóta eldflauginni. Sé henni hins vegar skotið í austurátt gæti snúningur jarðar hjálpað eldflauginni svo hún gæti mögulega drifið alla leið til New York-borgar, ef marka má greiningu CSIS. Í kjölfar tilraunarinnar samþykktu Sameinuðu þjóðirnar nýjar þvinganir gegn Norður-Kóreu og féll það ekki vel í kramið hjá stjórnvöldum þar í landi. Sagði í yfirlýsingu frá ríkisstjórninni að þvinganirnar væru gróft brot gegn fullveldi ríkisins og að Bandaríkjamenn myndu fá makleg málagjöld fyrir meint brot. Þessum hótunum tók Donald Trump Bandaríkjaforseti ekki þegjandi. Sagði Trump á þriðjudag að Norður-Kórea myndi þurfa að þola „meiri eld og ofsa en heimurinn hefur nokkurn tímann séð“, hættu yfirvöld ekki að hóta því að ráðast á meginland Bandaríkjanna. Bandarískir þingmenn gagnrýndu sumir hverjir ummælin í gær. John McCain öldungadeildarþingmaður sagði forsetann ekki endilega geta staðið við stóru orðin og þá sagði Demókratinn og fulltrúadeildarþingmaðurinn Eliot Engel að Trump væri genginn af göflunum. Utanríkisráðherrann Tillerson varði forseta sinn með þeim ummælum sem lesa má fremst í fréttinni. Sagði hann enn fremur í gær að hann tryði því ekki að Bandaríkjamenn væru í bráðri hættu. „Bandaríkjamenn ættu að geta sofið rótt. Þeir ættu ekki að hafa neinar áhyggjur af afleiðingum harðrar orðræðu undanfarinna daga.“ Þá þvertók hann fyrir að versnandi samskipti leiddu til þess að Bandaríkjastjórn íhugaði að beita hervaldi gegn Norður-Kóreu. Greinir CNBC frá því að Tillerson hafi sagst ekki hafa heyrt eða séð neitt sem bendi til þess. Eddie Baza Calvo, ríkisstjóri Gvam, var á sama máli og Tillerson í gær. Sagði hann að hvorki Gvam né hinar nærliggjandi Maríana-eyjar væru í hættu. Þó væri ríkisstjórn Gvam í nánum samskiptum við Bandaríkjaher til að tryggja að ríkið væri reiðubúið undir hvað sem er. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Erlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Sjá meira
„Forsetinn vildi að það væri alveg skýrt fyrir Norður-Kóreumönnum að Bandaríkin munu verja sig og bandamenn sína,“ sagði Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, við blaðamenn á leið sinni til bandarísku eyjunnar Gvam í gær. Utanríkisráðherrann ferðaðist til Gvam í gær í kjölfar fréttar sem norðurkóreska ríkissjónvarpið KCNA birti fyrr um daginn. Fram kom í fréttinni að yfirvöld í Norður-Kóreu íhuguðu að ráðast á eyjuna með norðurkóreskum Hwasong-12 eldflaugum. Eyjan tilheyrir Bandaríkjunum og liggur um 2.500 kílómetra austur af Filippseyjum. Megintilgangur heimsóknar Tillersons var þó að fylla á eldsneytistank þotu sinnar áður en hann hélt heim til Bandaríkjanna frá Malasíu. Nýjustu bylgju í Norður-Kóreudeilunni má rekja til eldflaugatilraunar sem Norður-Kórea gerði undir lok síðasta mánaðar. Þá prófaði norðurkóreski herinn Hwasong-14 eldflaug sem samkvæmt bandarísku samtökunum CSIS ætti að draga rúma 10.000 kílómetra sé henni skotið við kjöraðstæður.Þess má geta að Ísland er í tæplega 8.000 kílómetra fjarlægð frá Norður-Kóreu og því vel innan þeirrar vegalengdar sem hægt er að skjóta eldflauginni. Sé henni hins vegar skotið í austurátt gæti snúningur jarðar hjálpað eldflauginni svo hún gæti mögulega drifið alla leið til New York-borgar, ef marka má greiningu CSIS. Í kjölfar tilraunarinnar samþykktu Sameinuðu þjóðirnar nýjar þvinganir gegn Norður-Kóreu og féll það ekki vel í kramið hjá stjórnvöldum þar í landi. Sagði í yfirlýsingu frá ríkisstjórninni að þvinganirnar væru gróft brot gegn fullveldi ríkisins og að Bandaríkjamenn myndu fá makleg málagjöld fyrir meint brot. Þessum hótunum tók Donald Trump Bandaríkjaforseti ekki þegjandi. Sagði Trump á þriðjudag að Norður-Kórea myndi þurfa að þola „meiri eld og ofsa en heimurinn hefur nokkurn tímann séð“, hættu yfirvöld ekki að hóta því að ráðast á meginland Bandaríkjanna. Bandarískir þingmenn gagnrýndu sumir hverjir ummælin í gær. John McCain öldungadeildarþingmaður sagði forsetann ekki endilega geta staðið við stóru orðin og þá sagði Demókratinn og fulltrúadeildarþingmaðurinn Eliot Engel að Trump væri genginn af göflunum. Utanríkisráðherrann Tillerson varði forseta sinn með þeim ummælum sem lesa má fremst í fréttinni. Sagði hann enn fremur í gær að hann tryði því ekki að Bandaríkjamenn væru í bráðri hættu. „Bandaríkjamenn ættu að geta sofið rótt. Þeir ættu ekki að hafa neinar áhyggjur af afleiðingum harðrar orðræðu undanfarinna daga.“ Þá þvertók hann fyrir að versnandi samskipti leiddu til þess að Bandaríkjastjórn íhugaði að beita hervaldi gegn Norður-Kóreu. Greinir CNBC frá því að Tillerson hafi sagst ekki hafa heyrt eða séð neitt sem bendi til þess. Eddie Baza Calvo, ríkisstjóri Gvam, var á sama máli og Tillerson í gær. Sagði hann að hvorki Gvam né hinar nærliggjandi Maríana-eyjar væru í hættu. Þó væri ríkisstjórn Gvam í nánum samskiptum við Bandaríkjaher til að tryggja að ríkið væri reiðubúið undir hvað sem er.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Erlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Sjá meira