Íslenski boltinn

Pepsi-mörkin: Átti að dæma mark af KR?

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Það kom upp umdeilt atvik undir lok leiks ÍA og KR í Pepsi-deild karla í fyrrakvöld en það var tekið fyrir í Pepsi-mörkunum á Stöð 2 Sport í gærkvöldi.

KR virtist hafa skorað sigurmark í uppbótartíma gegn ÍA á Skipaskaga í fyrrakvöld en velskur dómari leiksins, Nick Pratt, dæmdi það ekki gilt.

Pálmi Rafn Pálmason kom boltanum í mark ÍA skömmu eftir að Óskar Örn Hauksson hafði jafnað fyrir KR seint í leiknum. Pratt dæmdi hins vegar brot og lauk leiknum með 1-1 jafntefli.

„Dómarinn telur að Árni [Snær Ólafsson, markvörður ÍA] sé kominn með boltann í seinna skiptið,“ sagði Hjörvar Hafliðason í Pepsi-mörkunum á Stöð 2 Sport í gærkvöldi þegar atvikið var skoðað nánar.

„Hann er kannski eitthvað kominn með boltann þarna en mér finnst þetta mjög „soft“. Það er samt eitt sem gleymist og það er hvað Pálmi Rafn gerir þetta hrikalega vel.“

Hjörvar sagði ljóst að Skagamenn höfðu heppnina með sér. „Þetta virðist í það minnsta ekki vera mikið,“ sagði hann.


Tengdar fréttir

Willum um aðstæðurnar í kvöld: Ekki boðlegt

Þjálfari KR hrósaði báðum liðum fyrir að reyna sitt besta en að aðstæður hefðu þýtt að það hefði varla verið hægt að spila í veðrinu sem boðið var upp á á Akranesi í 1-1 jafntefli ÍA og KR í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×