May vill endurskoða hryðjuverkalöggjöfina Atli Ísleifsson skrifar 4. júní 2017 10:04 Theresa May las yfirlýsingu í Downing stræti í morgun. Vísir/afp Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, leggur til að hryðjuverkalöggjöf landsins verði endurskoðuð í kjölfar hryðjuverkaárásarinnar í London í gærkvöldi. Vill hún sjá lengri fangelsisdóma fyrir sumar tegundir brota. May greindi frá þessu á blaðamannafundi í Downing stræti í morgun. May fór þar yfir nýjustu fréttir af árásinni, sagði að auk hinna þriggja árásarmanna væru sjö látnir og 48 á sjúkrahúsi. Margir væru lífshættulega særðir. Forsætisráðherrann sagði árásarmennina hafa klæðst fölsuðum sprengjuvestum í þeim eina tilgangi að skapa ótta og ringulreið. May sagði lögregluyfirvöld hafa komið í veg fyrir fimm trúverðugar hryðjuverkaárásir í landinu frá árásinni á Westminster-brúnni í mars. Sagði hún samfélagið standa frammi fyrir nýrri tegund árása þar sem árásarmenn væru að herma eftir hver öðrum. Forsætisráðherrann sagði ljóst að ekki væri hægt að halda áfram án þess að bregðast við. Hún sakaði stóru netfyrirtækin um að skapa „örugg svæði “ fyrir öfgamenn á netinu og hvatti til að alþjóðasamfélagið myndi þrýsta á fyrirtækin að grípa til aðgerða. May sagði umburðarlyndi í garð öfgastefnu væri of mikið í Bretlandi og að grípa þyrfti til mikilla aðgerða til að snúa þessu við. Þetta myndi krefjast samræðna sem gætu reynst erfiðar og óþægilegar. Loks sagði hún að þingkosningarnar myndu fara fram á fimmtudag og að kosningabaráttu yrði fram haldið á morgun.UK general election to go ahead on Thursday, PM May confirms, as she appeals for public to live lives as normal https://t.co/ol9pshKebo pic.twitter.com/0IPIXJx2rU— BBC Breaking News (@BBCBreaking) June 4, 2017 Hryðjuverk í London Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fleiri fréttir Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Sjá meira
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, leggur til að hryðjuverkalöggjöf landsins verði endurskoðuð í kjölfar hryðjuverkaárásarinnar í London í gærkvöldi. Vill hún sjá lengri fangelsisdóma fyrir sumar tegundir brota. May greindi frá þessu á blaðamannafundi í Downing stræti í morgun. May fór þar yfir nýjustu fréttir af árásinni, sagði að auk hinna þriggja árásarmanna væru sjö látnir og 48 á sjúkrahúsi. Margir væru lífshættulega særðir. Forsætisráðherrann sagði árásarmennina hafa klæðst fölsuðum sprengjuvestum í þeim eina tilgangi að skapa ótta og ringulreið. May sagði lögregluyfirvöld hafa komið í veg fyrir fimm trúverðugar hryðjuverkaárásir í landinu frá árásinni á Westminster-brúnni í mars. Sagði hún samfélagið standa frammi fyrir nýrri tegund árása þar sem árásarmenn væru að herma eftir hver öðrum. Forsætisráðherrann sagði ljóst að ekki væri hægt að halda áfram án þess að bregðast við. Hún sakaði stóru netfyrirtækin um að skapa „örugg svæði “ fyrir öfgamenn á netinu og hvatti til að alþjóðasamfélagið myndi þrýsta á fyrirtækin að grípa til aðgerða. May sagði umburðarlyndi í garð öfgastefnu væri of mikið í Bretlandi og að grípa þyrfti til mikilla aðgerða til að snúa þessu við. Þetta myndi krefjast samræðna sem gætu reynst erfiðar og óþægilegar. Loks sagði hún að þingkosningarnar myndu fara fram á fimmtudag og að kosningabaráttu yrði fram haldið á morgun.UK general election to go ahead on Thursday, PM May confirms, as she appeals for public to live lives as normal https://t.co/ol9pshKebo pic.twitter.com/0IPIXJx2rU— BBC Breaking News (@BBCBreaking) June 4, 2017
Hryðjuverk í London Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fleiri fréttir Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Sjá meira