Gylfi: Reiknaði ekki með að skora þaðan Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 25. ágúst 2017 07:32 Gylfi Þór var brosandi í gærkvöldi. Vísir/AFP Undramark Gylfa Þórs Sigurðssonar vakti heimsathygli í gærkvöldi en sjálfur var hann hinn rólegasti yfir öllu saman í viðtali við heimasíðu Everton eftir leik. Markið hans tryggði Everton 1-1 jafntefli gegn Hajduk Split í síðari leik liðanna í umspilsumferð Evrópudeildar UEFA og 3-1 samanlagðan sigur. Everton verður því í hattinum þegar dregið verður í riðla í dag. Markið hans var ótrúlegt - skot af tæplega 50 metra færi, rétt innan við miðlínuna á vallarhelmingi króatíska liðsins. „Ég reiknaði líklega ekki með því að skora þaðan. En ég náði að koma snertingu á boltann og hann sat ágætlega fyrir mig. Ég hugsaði því með sjálfum mér að markvörðurinn væri væntanlega ekki á marklínunni og ákvað því að láta vaða. Sem betur fer fór það yfir markvörðinn og hitti á í markið,“ sagði Gylfi í viðtalinu. „Það var frábært fyrir mig að skora fyrsta markið mitt fyrir félagið, á frábærum leikvangi og í frábærri stemningu.“ Sjá einnig: Gylfi strax búinn að skora besta mark í sögu Everton að mati stuðningsmanna „Við höldum ánægðir heim á leið, sem er aðalatriðið. Mikilvægast var að ná góðum úrslitum og vera með í pottinum þegar dregið verður.“ Þetta var fyrsti leikur Gylfa í byrjunarliði í einn og hálfan mánuð og hugsaði hann fyrst og fremst um að komast almennilega í gegnum hann. Sjá einnig: Koeman: Þetta var ótrúlegt mark hjá Gylfa „Ég er svolítið þreyttur en naut þess að spila. Þetta var gott kvöld fyrir mig persónulega og liðið líka,“ sagði Gylfi sem spilaði allar 90 mínúturnar - mun meira en hann reiknaði með. „Stjórinn [Ronald Koeman] sagði alltaf tíu mínútur í viðbót. Hann sagði það örugglega þrisvar eða fjórum sinnum. Ég sá svo að það voru 85 mínútur liðnar af leiknum. En hann sagði svo bara við mig að ég hefði þurft á mínútunum að halda,“ sagði Gylfi. Enski boltinn Tengdar fréttir Koeman: Þetta var ótrúlegt mark hjá Gylfa Ronald Koeman, stjóri Everton, var nánast orðlaus yfir tilþrifum Gylfa Þórs Sigurðssonar í Króatíu í kvöld. 24. ágúst 2017 22:33 Undramark Gylfa kom Everton í Evrópudeildina Gylfi Þór Sigurðsson skaut sig inn í hjörtu stuðningsmanna Everton í kvöld með líklega sínu fallegasta marki á ferlinum. 24. ágúst 2017 20:45 Gylfi strax búinn að skora besta mark í sögu Everton að mati stuðningsmanna Knattspyrnuáhugamenn víða um heim tala nú vart um annað en fyrsta mark Gylfa Sigurðssonar fyrir Everton sem leit dagsins ljós í kvöld. 24. ágúst 2017 20:52 Sjáðu undramark Gylfa Þórs Gylfi Þór Sigurðsson skoraði eitt af mörkum ársins fyrir Everton í Króatíu í kvöld. 24. ágúst 2017 21:01 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Handbolti Fleiri fréttir Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Sjá meira
Undramark Gylfa Þórs Sigurðssonar vakti heimsathygli í gærkvöldi en sjálfur var hann hinn rólegasti yfir öllu saman í viðtali við heimasíðu Everton eftir leik. Markið hans tryggði Everton 1-1 jafntefli gegn Hajduk Split í síðari leik liðanna í umspilsumferð Evrópudeildar UEFA og 3-1 samanlagðan sigur. Everton verður því í hattinum þegar dregið verður í riðla í dag. Markið hans var ótrúlegt - skot af tæplega 50 metra færi, rétt innan við miðlínuna á vallarhelmingi króatíska liðsins. „Ég reiknaði líklega ekki með því að skora þaðan. En ég náði að koma snertingu á boltann og hann sat ágætlega fyrir mig. Ég hugsaði því með sjálfum mér að markvörðurinn væri væntanlega ekki á marklínunni og ákvað því að láta vaða. Sem betur fer fór það yfir markvörðinn og hitti á í markið,“ sagði Gylfi í viðtalinu. „Það var frábært fyrir mig að skora fyrsta markið mitt fyrir félagið, á frábærum leikvangi og í frábærri stemningu.“ Sjá einnig: Gylfi strax búinn að skora besta mark í sögu Everton að mati stuðningsmanna „Við höldum ánægðir heim á leið, sem er aðalatriðið. Mikilvægast var að ná góðum úrslitum og vera með í pottinum þegar dregið verður.“ Þetta var fyrsti leikur Gylfa í byrjunarliði í einn og hálfan mánuð og hugsaði hann fyrst og fremst um að komast almennilega í gegnum hann. Sjá einnig: Koeman: Þetta var ótrúlegt mark hjá Gylfa „Ég er svolítið þreyttur en naut þess að spila. Þetta var gott kvöld fyrir mig persónulega og liðið líka,“ sagði Gylfi sem spilaði allar 90 mínúturnar - mun meira en hann reiknaði með. „Stjórinn [Ronald Koeman] sagði alltaf tíu mínútur í viðbót. Hann sagði það örugglega þrisvar eða fjórum sinnum. Ég sá svo að það voru 85 mínútur liðnar af leiknum. En hann sagði svo bara við mig að ég hefði þurft á mínútunum að halda,“ sagði Gylfi.
Enski boltinn Tengdar fréttir Koeman: Þetta var ótrúlegt mark hjá Gylfa Ronald Koeman, stjóri Everton, var nánast orðlaus yfir tilþrifum Gylfa Þórs Sigurðssonar í Króatíu í kvöld. 24. ágúst 2017 22:33 Undramark Gylfa kom Everton í Evrópudeildina Gylfi Þór Sigurðsson skaut sig inn í hjörtu stuðningsmanna Everton í kvöld með líklega sínu fallegasta marki á ferlinum. 24. ágúst 2017 20:45 Gylfi strax búinn að skora besta mark í sögu Everton að mati stuðningsmanna Knattspyrnuáhugamenn víða um heim tala nú vart um annað en fyrsta mark Gylfa Sigurðssonar fyrir Everton sem leit dagsins ljós í kvöld. 24. ágúst 2017 20:52 Sjáðu undramark Gylfa Þórs Gylfi Þór Sigurðsson skoraði eitt af mörkum ársins fyrir Everton í Króatíu í kvöld. 24. ágúst 2017 21:01 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Handbolti Fleiri fréttir Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Sjá meira
Koeman: Þetta var ótrúlegt mark hjá Gylfa Ronald Koeman, stjóri Everton, var nánast orðlaus yfir tilþrifum Gylfa Þórs Sigurðssonar í Króatíu í kvöld. 24. ágúst 2017 22:33
Undramark Gylfa kom Everton í Evrópudeildina Gylfi Þór Sigurðsson skaut sig inn í hjörtu stuðningsmanna Everton í kvöld með líklega sínu fallegasta marki á ferlinum. 24. ágúst 2017 20:45
Gylfi strax búinn að skora besta mark í sögu Everton að mati stuðningsmanna Knattspyrnuáhugamenn víða um heim tala nú vart um annað en fyrsta mark Gylfa Sigurðssonar fyrir Everton sem leit dagsins ljós í kvöld. 24. ágúst 2017 20:52
Sjáðu undramark Gylfa Þórs Gylfi Þór Sigurðsson skoraði eitt af mörkum ársins fyrir Everton í Króatíu í kvöld. 24. ágúst 2017 21:01