Gylfi: Reiknaði ekki með að skora þaðan Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 25. ágúst 2017 07:32 Gylfi Þór var brosandi í gærkvöldi. Vísir/AFP Undramark Gylfa Þórs Sigurðssonar vakti heimsathygli í gærkvöldi en sjálfur var hann hinn rólegasti yfir öllu saman í viðtali við heimasíðu Everton eftir leik. Markið hans tryggði Everton 1-1 jafntefli gegn Hajduk Split í síðari leik liðanna í umspilsumferð Evrópudeildar UEFA og 3-1 samanlagðan sigur. Everton verður því í hattinum þegar dregið verður í riðla í dag. Markið hans var ótrúlegt - skot af tæplega 50 metra færi, rétt innan við miðlínuna á vallarhelmingi króatíska liðsins. „Ég reiknaði líklega ekki með því að skora þaðan. En ég náði að koma snertingu á boltann og hann sat ágætlega fyrir mig. Ég hugsaði því með sjálfum mér að markvörðurinn væri væntanlega ekki á marklínunni og ákvað því að láta vaða. Sem betur fer fór það yfir markvörðinn og hitti á í markið,“ sagði Gylfi í viðtalinu. „Það var frábært fyrir mig að skora fyrsta markið mitt fyrir félagið, á frábærum leikvangi og í frábærri stemningu.“ Sjá einnig: Gylfi strax búinn að skora besta mark í sögu Everton að mati stuðningsmanna „Við höldum ánægðir heim á leið, sem er aðalatriðið. Mikilvægast var að ná góðum úrslitum og vera með í pottinum þegar dregið verður.“ Þetta var fyrsti leikur Gylfa í byrjunarliði í einn og hálfan mánuð og hugsaði hann fyrst og fremst um að komast almennilega í gegnum hann. Sjá einnig: Koeman: Þetta var ótrúlegt mark hjá Gylfa „Ég er svolítið þreyttur en naut þess að spila. Þetta var gott kvöld fyrir mig persónulega og liðið líka,“ sagði Gylfi sem spilaði allar 90 mínúturnar - mun meira en hann reiknaði með. „Stjórinn [Ronald Koeman] sagði alltaf tíu mínútur í viðbót. Hann sagði það örugglega þrisvar eða fjórum sinnum. Ég sá svo að það voru 85 mínútur liðnar af leiknum. En hann sagði svo bara við mig að ég hefði þurft á mínútunum að halda,“ sagði Gylfi. Enski boltinn Tengdar fréttir Koeman: Þetta var ótrúlegt mark hjá Gylfa Ronald Koeman, stjóri Everton, var nánast orðlaus yfir tilþrifum Gylfa Þórs Sigurðssonar í Króatíu í kvöld. 24. ágúst 2017 22:33 Undramark Gylfa kom Everton í Evrópudeildina Gylfi Þór Sigurðsson skaut sig inn í hjörtu stuðningsmanna Everton í kvöld með líklega sínu fallegasta marki á ferlinum. 24. ágúst 2017 20:45 Gylfi strax búinn að skora besta mark í sögu Everton að mati stuðningsmanna Knattspyrnuáhugamenn víða um heim tala nú vart um annað en fyrsta mark Gylfa Sigurðssonar fyrir Everton sem leit dagsins ljós í kvöld. 24. ágúst 2017 20:52 Sjáðu undramark Gylfa Þórs Gylfi Þór Sigurðsson skoraði eitt af mörkum ársins fyrir Everton í Króatíu í kvöld. 24. ágúst 2017 21:01 Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Sjá meira
Undramark Gylfa Þórs Sigurðssonar vakti heimsathygli í gærkvöldi en sjálfur var hann hinn rólegasti yfir öllu saman í viðtali við heimasíðu Everton eftir leik. Markið hans tryggði Everton 1-1 jafntefli gegn Hajduk Split í síðari leik liðanna í umspilsumferð Evrópudeildar UEFA og 3-1 samanlagðan sigur. Everton verður því í hattinum þegar dregið verður í riðla í dag. Markið hans var ótrúlegt - skot af tæplega 50 metra færi, rétt innan við miðlínuna á vallarhelmingi króatíska liðsins. „Ég reiknaði líklega ekki með því að skora þaðan. En ég náði að koma snertingu á boltann og hann sat ágætlega fyrir mig. Ég hugsaði því með sjálfum mér að markvörðurinn væri væntanlega ekki á marklínunni og ákvað því að láta vaða. Sem betur fer fór það yfir markvörðinn og hitti á í markið,“ sagði Gylfi í viðtalinu. „Það var frábært fyrir mig að skora fyrsta markið mitt fyrir félagið, á frábærum leikvangi og í frábærri stemningu.“ Sjá einnig: Gylfi strax búinn að skora besta mark í sögu Everton að mati stuðningsmanna „Við höldum ánægðir heim á leið, sem er aðalatriðið. Mikilvægast var að ná góðum úrslitum og vera með í pottinum þegar dregið verður.“ Þetta var fyrsti leikur Gylfa í byrjunarliði í einn og hálfan mánuð og hugsaði hann fyrst og fremst um að komast almennilega í gegnum hann. Sjá einnig: Koeman: Þetta var ótrúlegt mark hjá Gylfa „Ég er svolítið þreyttur en naut þess að spila. Þetta var gott kvöld fyrir mig persónulega og liðið líka,“ sagði Gylfi sem spilaði allar 90 mínúturnar - mun meira en hann reiknaði með. „Stjórinn [Ronald Koeman] sagði alltaf tíu mínútur í viðbót. Hann sagði það örugglega þrisvar eða fjórum sinnum. Ég sá svo að það voru 85 mínútur liðnar af leiknum. En hann sagði svo bara við mig að ég hefði þurft á mínútunum að halda,“ sagði Gylfi.
Enski boltinn Tengdar fréttir Koeman: Þetta var ótrúlegt mark hjá Gylfa Ronald Koeman, stjóri Everton, var nánast orðlaus yfir tilþrifum Gylfa Þórs Sigurðssonar í Króatíu í kvöld. 24. ágúst 2017 22:33 Undramark Gylfa kom Everton í Evrópudeildina Gylfi Þór Sigurðsson skaut sig inn í hjörtu stuðningsmanna Everton í kvöld með líklega sínu fallegasta marki á ferlinum. 24. ágúst 2017 20:45 Gylfi strax búinn að skora besta mark í sögu Everton að mati stuðningsmanna Knattspyrnuáhugamenn víða um heim tala nú vart um annað en fyrsta mark Gylfa Sigurðssonar fyrir Everton sem leit dagsins ljós í kvöld. 24. ágúst 2017 20:52 Sjáðu undramark Gylfa Þórs Gylfi Þór Sigurðsson skoraði eitt af mörkum ársins fyrir Everton í Króatíu í kvöld. 24. ágúst 2017 21:01 Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Sjá meira
Koeman: Þetta var ótrúlegt mark hjá Gylfa Ronald Koeman, stjóri Everton, var nánast orðlaus yfir tilþrifum Gylfa Þórs Sigurðssonar í Króatíu í kvöld. 24. ágúst 2017 22:33
Undramark Gylfa kom Everton í Evrópudeildina Gylfi Þór Sigurðsson skaut sig inn í hjörtu stuðningsmanna Everton í kvöld með líklega sínu fallegasta marki á ferlinum. 24. ágúst 2017 20:45
Gylfi strax búinn að skora besta mark í sögu Everton að mati stuðningsmanna Knattspyrnuáhugamenn víða um heim tala nú vart um annað en fyrsta mark Gylfa Sigurðssonar fyrir Everton sem leit dagsins ljós í kvöld. 24. ágúst 2017 20:52
Sjáðu undramark Gylfa Þórs Gylfi Þór Sigurðsson skoraði eitt af mörkum ársins fyrir Everton í Króatíu í kvöld. 24. ágúst 2017 21:01