Æfðu árásir á herstöðvar Bandaríkjanna í Japan Samúel Karl Ólason skrifar 7. mars 2017 11:45 Kim Jong Un fylgdist með skotunum. Ríkisfjölmiðill Norður-Kóreu, KCNA, segir tilraunaskot fjögurra eldflauga í átt að Japan um helgina hafa verið æfingu fyrir árás á bandarískar herstöðvar í Japan. Þrjár af fjórum eldflaugum lentu í sjónum um 300 kílómetra frá ströndum Japan. Kim Jong Un, einræðisherra landsins, fylgdist með skotunum. Yfirvöld í Japan og í Bandaríkjunum hafa kallað eftir fundi öryggsiráðs Sameinuðu þjóðanna, en eldflaugaskot Norður-Kóreu eru brot á ályktunum ráðsins. Samkvæmt Sky News er reiknað með því að fundað verði á morgun. Norður-Kórea hefur á undanförnum árum unnið hörðum höndum að því að þróa kjarnorkuvopn og eldflaugar sem geta borið slík vopn um langar vegalengdir. Fjölmörgum og umfangsmiklum viðskiptaþvingunum hefur verið beitt gegn ríkinu til að hægja á tilraununum.Vísir/GraphicNewsÞrátt fyrir það virðist ríkið hafa náð árangri í vopnaáætlun sinni.Sjá einnig: Skutu fjórum eldflaugum langleiðina til Japan Í kjölfar tilraunaskotanna um helgina hafa Bandaríkin flýtt uppsetningu háþróaðs eldflaugavarnakerfis í Suður-Kóreu. Um er að ræða svokallað Thaad-kerfi en stjórnvöld Kína hafa mótmælt þeim ætlunum harðlega. Kínverjar segja varnarkerfið ná langt inn á svæði þeirra og að það muni gjörbylta jafnvægi svæðisins. Samkvæmt frétt BBC er uppsetning Thaad-kerfisins þegar hafin og vonast er til þess að vinnunni verði lokið í apríl. Ekki væri hægt að nota Thaad-kerfið til að skjóta niður eldflaugar sem skotið væri frá Kína til Bandaríkjanna, ef ríkin stæðu í hernaði. Hins vegar myndi kerfið mögulega veita Bandaríkjamönnum mikinn fyrirvara um eldflaugaskot Kínverja. Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Fleiri fréttir Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Sjá meira
Ríkisfjölmiðill Norður-Kóreu, KCNA, segir tilraunaskot fjögurra eldflauga í átt að Japan um helgina hafa verið æfingu fyrir árás á bandarískar herstöðvar í Japan. Þrjár af fjórum eldflaugum lentu í sjónum um 300 kílómetra frá ströndum Japan. Kim Jong Un, einræðisherra landsins, fylgdist með skotunum. Yfirvöld í Japan og í Bandaríkjunum hafa kallað eftir fundi öryggsiráðs Sameinuðu þjóðanna, en eldflaugaskot Norður-Kóreu eru brot á ályktunum ráðsins. Samkvæmt Sky News er reiknað með því að fundað verði á morgun. Norður-Kórea hefur á undanförnum árum unnið hörðum höndum að því að þróa kjarnorkuvopn og eldflaugar sem geta borið slík vopn um langar vegalengdir. Fjölmörgum og umfangsmiklum viðskiptaþvingunum hefur verið beitt gegn ríkinu til að hægja á tilraununum.Vísir/GraphicNewsÞrátt fyrir það virðist ríkið hafa náð árangri í vopnaáætlun sinni.Sjá einnig: Skutu fjórum eldflaugum langleiðina til Japan Í kjölfar tilraunaskotanna um helgina hafa Bandaríkin flýtt uppsetningu háþróaðs eldflaugavarnakerfis í Suður-Kóreu. Um er að ræða svokallað Thaad-kerfi en stjórnvöld Kína hafa mótmælt þeim ætlunum harðlega. Kínverjar segja varnarkerfið ná langt inn á svæði þeirra og að það muni gjörbylta jafnvægi svæðisins. Samkvæmt frétt BBC er uppsetning Thaad-kerfisins þegar hafin og vonast er til þess að vinnunni verði lokið í apríl. Ekki væri hægt að nota Thaad-kerfið til að skjóta niður eldflaugar sem skotið væri frá Kína til Bandaríkjanna, ef ríkin stæðu í hernaði. Hins vegar myndi kerfið mögulega veita Bandaríkjamönnum mikinn fyrirvara um eldflaugaskot Kínverja.
Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Fleiri fréttir Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Sjá meira