Suárez: Megum ekki missa okkur strax á fyrstu mínútu Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. mars 2017 20:15 Börsungar þurfa að skora fimm. vísir/getty Barcelona getur annað kvöld fallið úr keppni í 16 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í fyrsta sinn í tíu ár. Liðið hefur komist að minnsta kosti í átta liða úrslit á hverri leiktíð síðan 2007/2008 og unnið keppnina þrisvar sinnum á þeim tíma. Liverpool var síðasta liðið til að skella Börsungum í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar en Evrópu-Rafa Benítez stýrði Liverpool-liðinu til sigurs gegn Katalóníurisanum í febrúar árið 2007. Liverpool fór alla leið í úrslit það tímabilið en tapaði fyrir AC Milan, 2-1. Barcelona er 4-0 undir í einvígi sínu gegn Paris Saint-Germain í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar að þessu sinni og þarf að skora fimm sinnum til að komast áfram. Spænsku meistararnir hafa sýnt klærnar heima fyrir eftir skellinn gegn PSG og verið að raða inn mörkum. PSG þarf því aðeins að passa sig á morgun. Luis Suárez, framherji Barcelona, er ekki búinn að gefast upp enda veit hann að Börsungar geta skorað fjögur til fimm mörk á Nývangi á móti hverjum sem er. „Fyrri leikurinn fór svakalega illa með okkur en það besta við fótboltann er að maður fær alltaf tækifæri til að bæta upp fyrir mistök sín. Við höfum verið að spila góðan fótbolta að undanförnu og skorað flott mörk. Það viljum við gera á miðvikudaginn,“ sagði Suárez á blaðamannafundi Barcelona í dag. „Við hlökkum til leiksins. Það verður mikil áskorun fyrir okkur að snúa þessu einvígi við. Við erum meðvitaðir um að seinni leikurinn er bara 90 mínútur en við verðum samt að vera þolinmóðir. Við megum ekki tapa okkur. Við þurfum að vera ákveðnir en alls ekki missa okkur strax á fyrstu mínútu,“ sagði Luis Suárez. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Goðsögn fallin frá Enski boltinn Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Enski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Fleiri fréttir Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Sjá meira
Barcelona getur annað kvöld fallið úr keppni í 16 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í fyrsta sinn í tíu ár. Liðið hefur komist að minnsta kosti í átta liða úrslit á hverri leiktíð síðan 2007/2008 og unnið keppnina þrisvar sinnum á þeim tíma. Liverpool var síðasta liðið til að skella Börsungum í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar en Evrópu-Rafa Benítez stýrði Liverpool-liðinu til sigurs gegn Katalóníurisanum í febrúar árið 2007. Liverpool fór alla leið í úrslit það tímabilið en tapaði fyrir AC Milan, 2-1. Barcelona er 4-0 undir í einvígi sínu gegn Paris Saint-Germain í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar að þessu sinni og þarf að skora fimm sinnum til að komast áfram. Spænsku meistararnir hafa sýnt klærnar heima fyrir eftir skellinn gegn PSG og verið að raða inn mörkum. PSG þarf því aðeins að passa sig á morgun. Luis Suárez, framherji Barcelona, er ekki búinn að gefast upp enda veit hann að Börsungar geta skorað fjögur til fimm mörk á Nývangi á móti hverjum sem er. „Fyrri leikurinn fór svakalega illa með okkur en það besta við fótboltann er að maður fær alltaf tækifæri til að bæta upp fyrir mistök sín. Við höfum verið að spila góðan fótbolta að undanförnu og skorað flott mörk. Það viljum við gera á miðvikudaginn,“ sagði Suárez á blaðamannafundi Barcelona í dag. „Við hlökkum til leiksins. Það verður mikil áskorun fyrir okkur að snúa þessu einvígi við. Við erum meðvitaðir um að seinni leikurinn er bara 90 mínútur en við verðum samt að vera þolinmóðir. Við megum ekki tapa okkur. Við þurfum að vera ákveðnir en alls ekki missa okkur strax á fyrstu mínútu,“ sagði Luis Suárez.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Goðsögn fallin frá Enski boltinn Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Enski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Fleiri fréttir Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Sjá meira