Frjálslyndir bæta við sig fylgi á síðustu metrunum í Hollandi Heimir Már Pétursson skrifar 15. mars 2017 20:00 Frjálslyndiflokkur forsætisráðherra Hollands hefur sótt aðeins í sig veðrið í könnunum á lokametrunum fyrir þingkosningar sem fram fara í landinu í dag. Fyrstu útgönguspár verða birtar fljótlega eftir lokun kjörstaða klukkan átta í kvöld. Núverandi ríkisstjórn Hollands er samsteypustjórn Frjálslyndaflokksins með Mark Rutte forsætisráðherra og Verkamannaflokksins. Ekki er talið líklegt að þeir flokkar haldi meirihluta sínum í neðri deild hollenska þingsins þar sem sitja 150 þingmenn. Frjálslyndiflokkurinn fékk 41 þingmann og Verkamannaflokkurinn 35 í síðustu kosningum, og hafa því verið með eins manns meirihluta á þingi eða 76 þingmenn. Gert Wilders leiðtogi og reyndar eini meðlimur Frelsisflokksins og aðrir sem bjóða sig fram í nafni flokksins hafa verið ráðandi í umræðunni fyrir kosningarnar með áherslum sínum á banni við Kóraninum, moskum og almennri andúð á múslimum. Hann boðar einnig þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildina að Evrópusambandinu. Samkvæmt könnunum vikurnar fyrir kosningar gæti Wilders bætt við sig 9 þingmönnum, á sama tíma og stjórnarflokkarnir töpuðu samanlagt 43 þingmönnum. Hann segir framtíðina vera í höndum kjósenda. „Kosningar eru aðalsmerki allra lýðræðisríkja á okkar tímum og ákveður hvað það vill gera. Ef kjósendur vilja að flokkurinn verði stór þegar upp er staðið er það í anda lýðræðisins. Ef fólkið kýs að gera flokkinn veikan er það ákvörðun þess,“ sagði Wilders á kjörstað í dag. Hins vegar benda allra nýjustu kannanir til að stór hluti þeirra 13 milljóna kjósenda sem getur gengið að kjörborðinu í dag hafi skipt um skoðun. Frjálslyndiflokkur Rutte forsætisráðherra hefur sótt verulega í sig veðrið á lokaspretti kosningabaráttunnar. Flokkurinn mun samkvæmt nýjustu könnunum bæta við sig fleiri þingmönnum en Frelsisflokkur Wilders. Kjörstaðir opnuðu klukkan hálf sjö í morgun að íslenskum tíma og þeim síðustu verður lokað klukkan átta í kvöld. Strax upp úr því er búist við að fjölmiðlar birti fyrstu útgönguspár sínar en slíkar spár hafa yfirleitt verið mjög nálægt endanlegum úrslitum í Hollandi. Síðustu tölur birtast þó væntanlega ekki fyrr en milli klukkan þrjú og fjögur í nótt. Mark Rutte forsætisráðherra yrði augljóslega ekki sáttur ef Wilders bætti miklu fylgi við sig í kosningunum í dag. „Ég tel að þjóðir heims muni þá segja að eftir Brexit og eftir kosningarnar í Bandaríkjunum hafi lýðskrumið borið sigur úr býtum,“ sagði forsætisráðherrann eftir að hann hafði kosið í dag. Þótt flokkur Wilders kunni að bæta við sig töluverðu fylgi eru nánast engar líkur á að flokkurinn fari í ríkisstjórn því aðrir flokkar hafa fyrirfram útilokað að mynda með honum stjórn. Tengdar fréttir Rutte varar kjósendur við boðuðum aðgerðum Wilders Hollenskir kjósendur velja sér þing í dag. Hinn umdeildi Geert Wilders virðist ætla að styrkja stöðu flokks síns, en kemst varla í ríkisstjórn þar sem enginn annar flokkur telur hann stjórntækan. 15. mars 2017 07:00 "Vel yfir 80 prósent Hollendinga hafna málflutningi Wilders“ Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor segir segir að Wilders hafi hrifsað til sín umræðuna en ekki völdin. 15. mars 2017 15:00 Ólíklegt að „Trumpvæðing“ Evrópu hefjist í Hollandi Allt bendir til þess að þjóðernisflokkur Geert Wilders nái góðum árangri í Hollandi. En er það nóg til að hefja framgöngu þjóðernisflokka í Evrópu? 15. mars 2017 09:30 Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Lýst eftir Atla Vikari Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Erlent Fleiri fréttir Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Sjá meira
Frjálslyndiflokkur forsætisráðherra Hollands hefur sótt aðeins í sig veðrið í könnunum á lokametrunum fyrir þingkosningar sem fram fara í landinu í dag. Fyrstu útgönguspár verða birtar fljótlega eftir lokun kjörstaða klukkan átta í kvöld. Núverandi ríkisstjórn Hollands er samsteypustjórn Frjálslyndaflokksins með Mark Rutte forsætisráðherra og Verkamannaflokksins. Ekki er talið líklegt að þeir flokkar haldi meirihluta sínum í neðri deild hollenska þingsins þar sem sitja 150 þingmenn. Frjálslyndiflokkurinn fékk 41 þingmann og Verkamannaflokkurinn 35 í síðustu kosningum, og hafa því verið með eins manns meirihluta á þingi eða 76 þingmenn. Gert Wilders leiðtogi og reyndar eini meðlimur Frelsisflokksins og aðrir sem bjóða sig fram í nafni flokksins hafa verið ráðandi í umræðunni fyrir kosningarnar með áherslum sínum á banni við Kóraninum, moskum og almennri andúð á múslimum. Hann boðar einnig þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildina að Evrópusambandinu. Samkvæmt könnunum vikurnar fyrir kosningar gæti Wilders bætt við sig 9 þingmönnum, á sama tíma og stjórnarflokkarnir töpuðu samanlagt 43 þingmönnum. Hann segir framtíðina vera í höndum kjósenda. „Kosningar eru aðalsmerki allra lýðræðisríkja á okkar tímum og ákveður hvað það vill gera. Ef kjósendur vilja að flokkurinn verði stór þegar upp er staðið er það í anda lýðræðisins. Ef fólkið kýs að gera flokkinn veikan er það ákvörðun þess,“ sagði Wilders á kjörstað í dag. Hins vegar benda allra nýjustu kannanir til að stór hluti þeirra 13 milljóna kjósenda sem getur gengið að kjörborðinu í dag hafi skipt um skoðun. Frjálslyndiflokkur Rutte forsætisráðherra hefur sótt verulega í sig veðrið á lokaspretti kosningabaráttunnar. Flokkurinn mun samkvæmt nýjustu könnunum bæta við sig fleiri þingmönnum en Frelsisflokkur Wilders. Kjörstaðir opnuðu klukkan hálf sjö í morgun að íslenskum tíma og þeim síðustu verður lokað klukkan átta í kvöld. Strax upp úr því er búist við að fjölmiðlar birti fyrstu útgönguspár sínar en slíkar spár hafa yfirleitt verið mjög nálægt endanlegum úrslitum í Hollandi. Síðustu tölur birtast þó væntanlega ekki fyrr en milli klukkan þrjú og fjögur í nótt. Mark Rutte forsætisráðherra yrði augljóslega ekki sáttur ef Wilders bætti miklu fylgi við sig í kosningunum í dag. „Ég tel að þjóðir heims muni þá segja að eftir Brexit og eftir kosningarnar í Bandaríkjunum hafi lýðskrumið borið sigur úr býtum,“ sagði forsætisráðherrann eftir að hann hafði kosið í dag. Þótt flokkur Wilders kunni að bæta við sig töluverðu fylgi eru nánast engar líkur á að flokkurinn fari í ríkisstjórn því aðrir flokkar hafa fyrirfram útilokað að mynda með honum stjórn.
Tengdar fréttir Rutte varar kjósendur við boðuðum aðgerðum Wilders Hollenskir kjósendur velja sér þing í dag. Hinn umdeildi Geert Wilders virðist ætla að styrkja stöðu flokks síns, en kemst varla í ríkisstjórn þar sem enginn annar flokkur telur hann stjórntækan. 15. mars 2017 07:00 "Vel yfir 80 prósent Hollendinga hafna málflutningi Wilders“ Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor segir segir að Wilders hafi hrifsað til sín umræðuna en ekki völdin. 15. mars 2017 15:00 Ólíklegt að „Trumpvæðing“ Evrópu hefjist í Hollandi Allt bendir til þess að þjóðernisflokkur Geert Wilders nái góðum árangri í Hollandi. En er það nóg til að hefja framgöngu þjóðernisflokka í Evrópu? 15. mars 2017 09:30 Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Lýst eftir Atla Vikari Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Erlent Fleiri fréttir Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Sjá meira
Rutte varar kjósendur við boðuðum aðgerðum Wilders Hollenskir kjósendur velja sér þing í dag. Hinn umdeildi Geert Wilders virðist ætla að styrkja stöðu flokks síns, en kemst varla í ríkisstjórn þar sem enginn annar flokkur telur hann stjórntækan. 15. mars 2017 07:00
"Vel yfir 80 prósent Hollendinga hafna málflutningi Wilders“ Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor segir segir að Wilders hafi hrifsað til sín umræðuna en ekki völdin. 15. mars 2017 15:00
Ólíklegt að „Trumpvæðing“ Evrópu hefjist í Hollandi Allt bendir til þess að þjóðernisflokkur Geert Wilders nái góðum árangri í Hollandi. En er það nóg til að hefja framgöngu þjóðernisflokka í Evrópu? 15. mars 2017 09:30