Kelly kom Trump til varnar: „Fyrsta ráðlegging mín var að hringja ekki“ Samúel Karl Ólason skrifar 19. október 2017 22:30 John Kelly, starfsmannastjóri Hvíta hússins. Vísir/AFP Fyrrverandi hershöfðinginn og núverandi starfsmannastjóri Hvíta hússins, John Kelly, kom Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, til varnar í kvöld. Forsetinn hefur verið harðlega gagnrýndur undanfarna daga fyrir að draga fallna hermenn inn í stjórnmál Bandaríkjanna segja ósatt um samskipti annarra forseta við fjölskyldur fallna hermanna.Frederica S. Wilson, þingkona Demókrataflokksins, sem heyrði símtal Trump við ekkju hermannsins La David T. Johnson, sagði Trump hafa sýnt ónærgætni með því að meðal annars segja að Johnson hefði vitað „hvað hann skráði sig í“. Hún sagði einnig að Trump hefði ekki vitað hvað hermaðurinn hét og hann hefði grætt Myeshia Johson, ekkju hans.Sjá einnig: Harðlega gagnrýndur fyrir að draga fallna hermenn inn í stjórnmálinTrump hafði þvertekið fyrir að hafa sagt það sem Wilson sakaði hann um að segja. Hann sagði frásögn Wilson vera lygi og að hann gæti sannað það. Kelly, sem var með Trump þegar hann hringdi í ekkjuna, virðist þó hafa staðfest að Trump hafi verið að ljúga þegar hann sakaði Wilson um lygar. „Hann vissi hvað hann var að koma sér út í því hann skráði sig í herinn. Það er engin ástæða til að skrá sig í herinn. Hann skráði sig og hann var þar sem hann vildi vera og með fólkinu sem hann vildi vera með þegar hann féll,“ sagði Kelly að hefðu verið skilaboðin sem Trump hafi viljað og reynt að koma á framfæri við ekkjuna. Kelly sagði einnig að þingkonan, Wilson, hefði verið „eigingjörn“ þegar hún sagði fjölmiðlum frá símtalinu.Símtalið umrædda var á hátalara í limmósínu þar sem fjölskylda Johnson var á leið til flugvallar í Flórída að taka á móti líki hans. Johnson dó í umsátri vígamanna í Níger þann fjórða október. Wilson var með fjölskyldunni í bílnum, þar sem hún er vinur fjölskyldunnar og hún kynntist Johnson í gegnum starf sitt í þágu þeldökkra unglinga í erfiðleikum í Miami á árum áður. Hún ræddi við Politico í kvöld og sagði að hann væri eingöngu að reyna að halda starfi sínu. „Hann myndi segja hvað sem er. Það voru fleiri sem heyrðu það sem ég sagði,“ sagði Wilson.Sjá einnig: Móðir fallins hermanns segir Trump hafa vanvirt hannKelly sagði einnig að hann hefði ráðlagt Trump að hringja ekki í fjölskylduna. „Fyrsta ráðlegging mín var að hringja ekki. Því þetta er ekki símtal sem foreldrar og fjölskyldumeðlimir hlakka til að fá.“ Hann sagaði að forsetinn gæti ekkert sagt til að létta byrði þessa fólks. Kelly þekkir það af eigin reynslu en sonur hans dó þegar hann steig á jarðsprengju í Afganistan árið 2010. Trump vakti athygli á því á dögunum þegar hann var að verja ummæli sín um fyrri forseta. Hann sagði að Obama hefði ekki hringt í Kelly og staðfesti hershöfðinginn fyrrverandi það. Hann sagðist þó ekki bera kala til Obama fyrir það. Obama bauð Kelly og eiginkonu hans svo til morgunverðar nokkrum mánuðum síðar ásamt fjölskyldumeðlimum annarra hermanna sem höfðu látið lífið. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Móðir fallins hermanns segir Trump hafa vanvirt hann „Hann mundi ekki einu sinni hvað hann hét.“ 18. október 2017 20:00 Trump við ekkju fallins hermanns: "Hann vissi hvað hann skráði sig í“ "Allir vita að þegar þú ferð í stríð að þá er möguleiki á að þú komir ekki heim á lífi. Þú minnir hins vegar ekki syrgjandi ekkju á það. Það er svo tillitslaust,“ segir þingkona demókrata sem heyrði orð Bandaríkjaforseta til ekkjunnar. 18. október 2017 11:25 Trump bauð syrgjandi föður fé Það var ekki fyrr en fjölmiðlar spurðu Hvíta húsið hvað hafi orðið um féð sem ávísunin var send á föður fallins hermanns. 19. október 2017 11:27 Harðlega gagnrýndur fyrir að draga fallna hermenn inn í stjórnmálin Donald Trump hélt því fram í gær að hann, einn forseta, hringdi í fjölskyldur allra bandarískra hermanna sem hafa fallið í bardögum. 17. október 2017 23:45 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira
Fyrrverandi hershöfðinginn og núverandi starfsmannastjóri Hvíta hússins, John Kelly, kom Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, til varnar í kvöld. Forsetinn hefur verið harðlega gagnrýndur undanfarna daga fyrir að draga fallna hermenn inn í stjórnmál Bandaríkjanna segja ósatt um samskipti annarra forseta við fjölskyldur fallna hermanna.Frederica S. Wilson, þingkona Demókrataflokksins, sem heyrði símtal Trump við ekkju hermannsins La David T. Johnson, sagði Trump hafa sýnt ónærgætni með því að meðal annars segja að Johnson hefði vitað „hvað hann skráði sig í“. Hún sagði einnig að Trump hefði ekki vitað hvað hermaðurinn hét og hann hefði grætt Myeshia Johson, ekkju hans.Sjá einnig: Harðlega gagnrýndur fyrir að draga fallna hermenn inn í stjórnmálinTrump hafði þvertekið fyrir að hafa sagt það sem Wilson sakaði hann um að segja. Hann sagði frásögn Wilson vera lygi og að hann gæti sannað það. Kelly, sem var með Trump þegar hann hringdi í ekkjuna, virðist þó hafa staðfest að Trump hafi verið að ljúga þegar hann sakaði Wilson um lygar. „Hann vissi hvað hann var að koma sér út í því hann skráði sig í herinn. Það er engin ástæða til að skrá sig í herinn. Hann skráði sig og hann var þar sem hann vildi vera og með fólkinu sem hann vildi vera með þegar hann féll,“ sagði Kelly að hefðu verið skilaboðin sem Trump hafi viljað og reynt að koma á framfæri við ekkjuna. Kelly sagði einnig að þingkonan, Wilson, hefði verið „eigingjörn“ þegar hún sagði fjölmiðlum frá símtalinu.Símtalið umrædda var á hátalara í limmósínu þar sem fjölskylda Johnson var á leið til flugvallar í Flórída að taka á móti líki hans. Johnson dó í umsátri vígamanna í Níger þann fjórða október. Wilson var með fjölskyldunni í bílnum, þar sem hún er vinur fjölskyldunnar og hún kynntist Johnson í gegnum starf sitt í þágu þeldökkra unglinga í erfiðleikum í Miami á árum áður. Hún ræddi við Politico í kvöld og sagði að hann væri eingöngu að reyna að halda starfi sínu. „Hann myndi segja hvað sem er. Það voru fleiri sem heyrðu það sem ég sagði,“ sagði Wilson.Sjá einnig: Móðir fallins hermanns segir Trump hafa vanvirt hannKelly sagði einnig að hann hefði ráðlagt Trump að hringja ekki í fjölskylduna. „Fyrsta ráðlegging mín var að hringja ekki. Því þetta er ekki símtal sem foreldrar og fjölskyldumeðlimir hlakka til að fá.“ Hann sagaði að forsetinn gæti ekkert sagt til að létta byrði þessa fólks. Kelly þekkir það af eigin reynslu en sonur hans dó þegar hann steig á jarðsprengju í Afganistan árið 2010. Trump vakti athygli á því á dögunum þegar hann var að verja ummæli sín um fyrri forseta. Hann sagði að Obama hefði ekki hringt í Kelly og staðfesti hershöfðinginn fyrrverandi það. Hann sagðist þó ekki bera kala til Obama fyrir það. Obama bauð Kelly og eiginkonu hans svo til morgunverðar nokkrum mánuðum síðar ásamt fjölskyldumeðlimum annarra hermanna sem höfðu látið lífið.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Móðir fallins hermanns segir Trump hafa vanvirt hann „Hann mundi ekki einu sinni hvað hann hét.“ 18. október 2017 20:00 Trump við ekkju fallins hermanns: "Hann vissi hvað hann skráði sig í“ "Allir vita að þegar þú ferð í stríð að þá er möguleiki á að þú komir ekki heim á lífi. Þú minnir hins vegar ekki syrgjandi ekkju á það. Það er svo tillitslaust,“ segir þingkona demókrata sem heyrði orð Bandaríkjaforseta til ekkjunnar. 18. október 2017 11:25 Trump bauð syrgjandi föður fé Það var ekki fyrr en fjölmiðlar spurðu Hvíta húsið hvað hafi orðið um féð sem ávísunin var send á föður fallins hermanns. 19. október 2017 11:27 Harðlega gagnrýndur fyrir að draga fallna hermenn inn í stjórnmálin Donald Trump hélt því fram í gær að hann, einn forseta, hringdi í fjölskyldur allra bandarískra hermanna sem hafa fallið í bardögum. 17. október 2017 23:45 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira
Móðir fallins hermanns segir Trump hafa vanvirt hann „Hann mundi ekki einu sinni hvað hann hét.“ 18. október 2017 20:00
Trump við ekkju fallins hermanns: "Hann vissi hvað hann skráði sig í“ "Allir vita að þegar þú ferð í stríð að þá er möguleiki á að þú komir ekki heim á lífi. Þú minnir hins vegar ekki syrgjandi ekkju á það. Það er svo tillitslaust,“ segir þingkona demókrata sem heyrði orð Bandaríkjaforseta til ekkjunnar. 18. október 2017 11:25
Trump bauð syrgjandi föður fé Það var ekki fyrr en fjölmiðlar spurðu Hvíta húsið hvað hafi orðið um féð sem ávísunin var send á föður fallins hermanns. 19. október 2017 11:27
Harðlega gagnrýndur fyrir að draga fallna hermenn inn í stjórnmálin Donald Trump hélt því fram í gær að hann, einn forseta, hringdi í fjölskyldur allra bandarískra hermanna sem hafa fallið í bardögum. 17. október 2017 23:45