Björt Ólafsdóttir: „Heyrðu það þýðir ekkert að vera að skrifa aftur söguna hérna“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 29. október 2017 12:42 Björt Ólafsdóttir fráfarandi ráðherra fór ofan í saumana á atburðarásinni. Vísir/Laufey Elíasdóttir Björt Ólafsdóttir, fráfarandi umhverfis-og auðlindaráðherra, segir að liðsmenn Bjartrar framtíðar hefðu þurft að vera skýrari með það hvers vegna þeir slitu ríkisstjórnarsamstarfinu. Aðrir hefðu náð tökum á umræðunni. Talsvert hafi verið það um að fólk túlkaði stjórnarslitin út frá sjálfu sér og hin og þessi ályktun hafi verið dregin. Björt var ómyrk í máli þegar hún ítrekaði ástæðuna fyrir stjórnarslitunum: „heyrðu það þýðir ekkert að vera að skrifa aftur söguna hérna. Þetta var út af kynferðisbrotamálum og leyndarhyggju.“ Þetta sagði Björt Ólafsdóttir sem var á meðal gesta Kristjáns Kristjánssonar í þjóðmálaþættinum Sprengisandi í morgun. Fylgi Bjartrar framtíðar mældist ekki mikið í aðdraganda kosninga en þegar lokatölur úr þingkosningunum liggja fyrir er ljóst að Björt Framtíð nær ekki inn á þing. Í kosningunum í fyrra vann Björt framtíð mikinn varnarsigur og hlaut 7,2% atkvæða en niðurstaða þingkosninganna í gær sýnir talsvert lakara gengi en flokkurinn hlaut 1,22 prósent atkvæða. Björt viðurkennir að þau hefðu þurft að vera skýrari varðandi það hvers vegna þau tóku þá afdrifaríku ákvörðun að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu. Hún segir nokkrir hefðu gengið svo langt að túlka ákvörðun þeirra sem viðleitni til að auka fylgi. „Því náði ég nú aldrei. Við vorum auðvitað að gefa eftir 7,2 prósent völd og þau mikil í ríkisstjórn,“ segir Björt sem segir að ein skýringin á slæmu gengi flokksins sé sú að fólk kjósendur hefðu refsað flokknum fyrir að hafa farið í samstarf með Sjálfstæðisflokki og Viðreisn en hún segir jafnframt að flestir hefðu verið ánægðir með stjórnarslitin: „Við hefðum tekið rétta ákvörðun að standa ekki meðvirk hjá þegar þetta gerðist en svo skilaði þetta sér ekki tilbaka,“ segir Björt „Við fórum með höfuðið í gapastokkinn varðandi þetta og ég er mjög stolt af því af því við þurfum að gera það en ég bara biðla til stjórnmálamanna og almennings um að við höldum okkur við efnið hvað þetta varðar. Það er mjög gott fólk í öllum flokkum og ég ber þá von í brjósti að þessi mál, hvernig við högum okkur, hvernig við breytum, verði ofar í huga næst - út af því það verður næst - þegar eitthvað álíka mál kemur upp,“ segir Björt sem brýnir fyrir fólki að vanda til verka. Björt segir að það hafi verið sannur heiður að fá að vera umhverfis-og auðlindaráðherra og að hún sé virkilega stolt af verkum sem unnin voru í ráðuneytinu. „Ég vona að þeir sem taka við setji umhverfismálin og náttúruauðlindirnar okkar á oddinn. Það verður að vera þannig. Við erum að treysta ykkur fyrir fjöregginu okkar,“ segir Björt. Í spilaranum hér að neðan er hægt að hlusta á þáttinn í fullri lengd. Kristján fékk til sín góða gesti til að rýna í niðurstöður kosninganna. Kosningar 2017 Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent Fleiri fréttir Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Sjá meira
Björt Ólafsdóttir, fráfarandi umhverfis-og auðlindaráðherra, segir að liðsmenn Bjartrar framtíðar hefðu þurft að vera skýrari með það hvers vegna þeir slitu ríkisstjórnarsamstarfinu. Aðrir hefðu náð tökum á umræðunni. Talsvert hafi verið það um að fólk túlkaði stjórnarslitin út frá sjálfu sér og hin og þessi ályktun hafi verið dregin. Björt var ómyrk í máli þegar hún ítrekaði ástæðuna fyrir stjórnarslitunum: „heyrðu það þýðir ekkert að vera að skrifa aftur söguna hérna. Þetta var út af kynferðisbrotamálum og leyndarhyggju.“ Þetta sagði Björt Ólafsdóttir sem var á meðal gesta Kristjáns Kristjánssonar í þjóðmálaþættinum Sprengisandi í morgun. Fylgi Bjartrar framtíðar mældist ekki mikið í aðdraganda kosninga en þegar lokatölur úr þingkosningunum liggja fyrir er ljóst að Björt Framtíð nær ekki inn á þing. Í kosningunum í fyrra vann Björt framtíð mikinn varnarsigur og hlaut 7,2% atkvæða en niðurstaða þingkosninganna í gær sýnir talsvert lakara gengi en flokkurinn hlaut 1,22 prósent atkvæða. Björt viðurkennir að þau hefðu þurft að vera skýrari varðandi það hvers vegna þau tóku þá afdrifaríku ákvörðun að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu. Hún segir nokkrir hefðu gengið svo langt að túlka ákvörðun þeirra sem viðleitni til að auka fylgi. „Því náði ég nú aldrei. Við vorum auðvitað að gefa eftir 7,2 prósent völd og þau mikil í ríkisstjórn,“ segir Björt sem segir að ein skýringin á slæmu gengi flokksins sé sú að fólk kjósendur hefðu refsað flokknum fyrir að hafa farið í samstarf með Sjálfstæðisflokki og Viðreisn en hún segir jafnframt að flestir hefðu verið ánægðir með stjórnarslitin: „Við hefðum tekið rétta ákvörðun að standa ekki meðvirk hjá þegar þetta gerðist en svo skilaði þetta sér ekki tilbaka,“ segir Björt „Við fórum með höfuðið í gapastokkinn varðandi þetta og ég er mjög stolt af því af því við þurfum að gera það en ég bara biðla til stjórnmálamanna og almennings um að við höldum okkur við efnið hvað þetta varðar. Það er mjög gott fólk í öllum flokkum og ég ber þá von í brjósti að þessi mál, hvernig við högum okkur, hvernig við breytum, verði ofar í huga næst - út af því það verður næst - þegar eitthvað álíka mál kemur upp,“ segir Björt sem brýnir fyrir fólki að vanda til verka. Björt segir að það hafi verið sannur heiður að fá að vera umhverfis-og auðlindaráðherra og að hún sé virkilega stolt af verkum sem unnin voru í ráðuneytinu. „Ég vona að þeir sem taka við setji umhverfismálin og náttúruauðlindirnar okkar á oddinn. Það verður að vera þannig. Við erum að treysta ykkur fyrir fjöregginu okkar,“ segir Björt. Í spilaranum hér að neðan er hægt að hlusta á þáttinn í fullri lengd. Kristján fékk til sín góða gesti til að rýna í niðurstöður kosninganna.
Kosningar 2017 Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent Fleiri fréttir Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Sjá meira