Haraldur pirraður: Fyrst boðaður í viðtal núna Þór Símon Hafþórsson skrifar 10. september 2017 19:42 Haraldur var ekki sáttur í leikslok. vísir/ernir Haraldur Björnsson, markmaður Stjörnunnar, var ekkert að skafa af hlutunum í leikslok er blaðamaður Vísis boðaði hann í viðtal. „Ég ætla bara að byrja á að þakka þér fyrir að boða mig í viðtal. Það er gaman að komast í viðtal hjá bara einhverjum fjölmiðli í fyrsta sinn í sumar. Veit ekki hvað ég er búinn að spila marga leiki í sumar, fá á mig lítið að mörkum og fyrst núna er ég kallaður í viðtal,“ sagði Haraldur sem var ósáttur við að vera fyrst kallaður núna í viðtal og þá ekki vegna frammistöðu sinnar heldur vegna seinna mark Víkings þar sem hann vildi meina að brotið hefði verið á sér. Arnþór Ingi átti þá fyrirgjöf sem Haraldur náði að handsama en þá rakst hann og leikmaður Víkings saman sem olli því að Haraldur missti boltann inn. Hann kvaðst vitaskuld vera mjög ósáttur. „Já ég er töluvert ósáttur. Gunni [Gunnar Jarl Jónsson, dómari leiksins] segir við mig eftir leikinn að maðurinn snerti aldrei boltann heldur fer einungis upp í hendurnar á mér. Ef ég er að bakka og sé ekki hvað er fyrir aftan mig og svo skyndilega fer maður í hliðinna á mér og olnbogan minn og hvað á ég að gera?“ Oft er sagt að markmenn séu of verndaðir og því margir sem fagna því þegar dómari lætur leikinn halda áfram í stað þess að dæma aukaspyrnu í svipuðum atvikum en er Haraldur sammála af því? „Já og nei. Við erum að spila íþrótt sem er allt öðruvísi en hinir. Það gilda aðrar reglur og við erum í öðruvísi búning ef þú varst ekki búinn að taka eftir því. Við erum líka með hanska. Auðvitað þarf að verja menn sem eru að spila allt aðra íþrótt en hinir.“ Hann bætti við að lokum að hann væri ekki kvartandi ef að um leikmann væri að ræða sem væri að berjast um boltann á sömu forsendum og hann. „Ef að það væri einhver annar að fara upp í sama bolta með hanska eins og ég, gott og vel.“ En var flautumarki Stjörnunnar einhver sárabót? „Auðvitað ekki. Þetta gerir ekki neitt fyrir okkur og mótið,“ sagði Haraldur augljóslega hundfúll. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Víkingur R. - Stjarnan 2-2 | Ævar Ingi bjargaði stigi fyrir Stjörnuna Ævar Ingi Jóhannesson skoraði jöfnunarmark Stjörnunnar gegn Víkingi þegar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. 10. september 2017 21:15 Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Real vann í mögnuðum El Clásico Fótbolti Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Enski boltinn Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Fótbolti Matty Cash afgreiddi City Enski boltinn „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Fótbolti Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Fleiri fréttir Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Sjá meira
Haraldur Björnsson, markmaður Stjörnunnar, var ekkert að skafa af hlutunum í leikslok er blaðamaður Vísis boðaði hann í viðtal. „Ég ætla bara að byrja á að þakka þér fyrir að boða mig í viðtal. Það er gaman að komast í viðtal hjá bara einhverjum fjölmiðli í fyrsta sinn í sumar. Veit ekki hvað ég er búinn að spila marga leiki í sumar, fá á mig lítið að mörkum og fyrst núna er ég kallaður í viðtal,“ sagði Haraldur sem var ósáttur við að vera fyrst kallaður núna í viðtal og þá ekki vegna frammistöðu sinnar heldur vegna seinna mark Víkings þar sem hann vildi meina að brotið hefði verið á sér. Arnþór Ingi átti þá fyrirgjöf sem Haraldur náði að handsama en þá rakst hann og leikmaður Víkings saman sem olli því að Haraldur missti boltann inn. Hann kvaðst vitaskuld vera mjög ósáttur. „Já ég er töluvert ósáttur. Gunni [Gunnar Jarl Jónsson, dómari leiksins] segir við mig eftir leikinn að maðurinn snerti aldrei boltann heldur fer einungis upp í hendurnar á mér. Ef ég er að bakka og sé ekki hvað er fyrir aftan mig og svo skyndilega fer maður í hliðinna á mér og olnbogan minn og hvað á ég að gera?“ Oft er sagt að markmenn séu of verndaðir og því margir sem fagna því þegar dómari lætur leikinn halda áfram í stað þess að dæma aukaspyrnu í svipuðum atvikum en er Haraldur sammála af því? „Já og nei. Við erum að spila íþrótt sem er allt öðruvísi en hinir. Það gilda aðrar reglur og við erum í öðruvísi búning ef þú varst ekki búinn að taka eftir því. Við erum líka með hanska. Auðvitað þarf að verja menn sem eru að spila allt aðra íþrótt en hinir.“ Hann bætti við að lokum að hann væri ekki kvartandi ef að um leikmann væri að ræða sem væri að berjast um boltann á sömu forsendum og hann. „Ef að það væri einhver annar að fara upp í sama bolta með hanska eins og ég, gott og vel.“ En var flautumarki Stjörnunnar einhver sárabót? „Auðvitað ekki. Þetta gerir ekki neitt fyrir okkur og mótið,“ sagði Haraldur augljóslega hundfúll.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Víkingur R. - Stjarnan 2-2 | Ævar Ingi bjargaði stigi fyrir Stjörnuna Ævar Ingi Jóhannesson skoraði jöfnunarmark Stjörnunnar gegn Víkingi þegar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. 10. september 2017 21:15 Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Real vann í mögnuðum El Clásico Fótbolti Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Enski boltinn Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Fótbolti Matty Cash afgreiddi City Enski boltinn „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Fótbolti Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Fleiri fréttir Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Sjá meira
Leik lokið: Víkingur R. - Stjarnan 2-2 | Ævar Ingi bjargaði stigi fyrir Stjörnuna Ævar Ingi Jóhannesson skoraði jöfnunarmark Stjörnunnar gegn Víkingi þegar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. 10. september 2017 21:15