Hæstaréttarlögmaður gáttaður á vinnubrögðum dómnefndar Hersir Aron Ólafsson skrifar 30. desember 2017 21:00 Dómnefnd um hæfni umsækjenda um dómaraembætti við Héraðsdóm Reykjavíkur er sökuð um ómálefnaleg vinnubrögð vegna mats á umsækjendum. Settur dómsmálaráðherra sendi dómnefndinni bréf þar sem hann gagnrýnir aðferðir dómnefndarinnar. Lögum samkvæmt var skipuð fimm manna dómnefnd til að meta hæfi umsækjenda um dómarastöður við héraðsdóm Reykjavíkur og Héraðsdóm Vestfjarða sem auglýstar voru lausar til umsóknar í september. Lögum samkvæmt er ráðherra að jafnaði bundinn af niðurstöðu nefndarinnar við skipun í stöðurnar. Nefndin skilaði umsögn sinni þann 22. desember síðastliðinn, 10 dögum áður en hinir nýju dómarar áttu að hefja störf. Þar voru tíundaðir átta umsækjendur sem nefndin taldi hæfasta. Athygli vakti að einn umsækjenda, hæstaréttarlögmaðurinn Jónas Jóhannsson, var ekki talinn meðal þeirra átta hæfustu – þrátt fyrir að hafa að baki um 20 ára reynslu sem héraðsdómari víða um land. Jónas er einn 23 umsækjenda sem hafa skilað andmælum vegna umsagnar nefndarinnar, sem hann telur sæta mikilli furðu. Nefndin notaðist aðallega við þrjú viðmið í mati sínu, reynslu af dómarastörfum, lögmannsstörfum og stjórnsýslustörfum. Í tilfelli Jónasar var hann hins vegar metinn lægra en umsækjandi sem sinnt hefur starfi setts héraðsdómara í um átta ár. Hann segir ómögulegt að átta sig á ástæðum þessa, enda sé engan haldbæran rökstuðning að finna í niðurstöðu nefndarinnar. Jónas lét af dómsstörfum í árslok 2011 og hefur sinnt lögmennsku undanfarin sex ár. Í mati dómnefndarinn er hins vegar einungis hluti þessara lögmannsstarfa metinn honum til tekna. Er í því samhengi m.a. vísað til þess að hann sé að hluta búsettur í Brussel þaðan sem hann vinni fjarvinnu og að hann sé einungis fulltrúi á lögmannsstofu. „Ég er svo gáttaður á þessu. Ég veit ekki hvað ég á að segja við mína skjólstæðinga. Að ég hafi ekki unnið fyrir þá síðustu ár?“ Þá tiltekur dómnefndin það jafnframt að Jónas hafi í störfum sínum gjarnan sætt mál, frekar en að reka þau fyrir dómstólum. „Þannig að í staðinn fyrir það að virða það að ég hafi sætt flest þau mál, bæði sem dómari og sem lögmaður, þá virðist það vera mínus í kladdann hjá mér.“ Guðlaugur Þór Þórðarson er settur dómsmálaráðherra í málinu. Ráðuneyti hans sendi í gær bréf til dómnefndarinnar þar sem umsögnin er gagnrýnd nokkuð harðlega. Þar er óskað aukins rökstuðnings og útlistaðar athugasemdir í tíu liðum, m.a. er snúa að dómarareynslu umsækjenda og sérstökum viðtölum sem nefndin tók. Þá segir að skýringar nefndarinnar séu óljósar og gefi litlar sem engar upplýsingar um það hvernig mati nefndarinnar var háttað. Jakob R. Möller formaður dómnefndarinnar vildi ekki veita fréttastofu viðtal vegna málsins í dag. Sömu sögu er að segja um Ingibjörgu Þorsteinsdóttur, formann dómarafélags Íslands, sem baðst undan viðtali.Þorbjörn Þórðarson ræddi málið við Sindra Sindrason í kvöldfréttum Stöðvar 2. Spjall þeirra má horfa á í lok klippunnar sem fylgir fréttinni hér að ofan. Dómsmál Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Erlent Fleiri fréttir Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Sjá meira
Dómnefnd um hæfni umsækjenda um dómaraembætti við Héraðsdóm Reykjavíkur er sökuð um ómálefnaleg vinnubrögð vegna mats á umsækjendum. Settur dómsmálaráðherra sendi dómnefndinni bréf þar sem hann gagnrýnir aðferðir dómnefndarinnar. Lögum samkvæmt var skipuð fimm manna dómnefnd til að meta hæfi umsækjenda um dómarastöður við héraðsdóm Reykjavíkur og Héraðsdóm Vestfjarða sem auglýstar voru lausar til umsóknar í september. Lögum samkvæmt er ráðherra að jafnaði bundinn af niðurstöðu nefndarinnar við skipun í stöðurnar. Nefndin skilaði umsögn sinni þann 22. desember síðastliðinn, 10 dögum áður en hinir nýju dómarar áttu að hefja störf. Þar voru tíundaðir átta umsækjendur sem nefndin taldi hæfasta. Athygli vakti að einn umsækjenda, hæstaréttarlögmaðurinn Jónas Jóhannsson, var ekki talinn meðal þeirra átta hæfustu – þrátt fyrir að hafa að baki um 20 ára reynslu sem héraðsdómari víða um land. Jónas er einn 23 umsækjenda sem hafa skilað andmælum vegna umsagnar nefndarinnar, sem hann telur sæta mikilli furðu. Nefndin notaðist aðallega við þrjú viðmið í mati sínu, reynslu af dómarastörfum, lögmannsstörfum og stjórnsýslustörfum. Í tilfelli Jónasar var hann hins vegar metinn lægra en umsækjandi sem sinnt hefur starfi setts héraðsdómara í um átta ár. Hann segir ómögulegt að átta sig á ástæðum þessa, enda sé engan haldbæran rökstuðning að finna í niðurstöðu nefndarinnar. Jónas lét af dómsstörfum í árslok 2011 og hefur sinnt lögmennsku undanfarin sex ár. Í mati dómnefndarinn er hins vegar einungis hluti þessara lögmannsstarfa metinn honum til tekna. Er í því samhengi m.a. vísað til þess að hann sé að hluta búsettur í Brussel þaðan sem hann vinni fjarvinnu og að hann sé einungis fulltrúi á lögmannsstofu. „Ég er svo gáttaður á þessu. Ég veit ekki hvað ég á að segja við mína skjólstæðinga. Að ég hafi ekki unnið fyrir þá síðustu ár?“ Þá tiltekur dómnefndin það jafnframt að Jónas hafi í störfum sínum gjarnan sætt mál, frekar en að reka þau fyrir dómstólum. „Þannig að í staðinn fyrir það að virða það að ég hafi sætt flest þau mál, bæði sem dómari og sem lögmaður, þá virðist það vera mínus í kladdann hjá mér.“ Guðlaugur Þór Þórðarson er settur dómsmálaráðherra í málinu. Ráðuneyti hans sendi í gær bréf til dómnefndarinnar þar sem umsögnin er gagnrýnd nokkuð harðlega. Þar er óskað aukins rökstuðnings og útlistaðar athugasemdir í tíu liðum, m.a. er snúa að dómarareynslu umsækjenda og sérstökum viðtölum sem nefndin tók. Þá segir að skýringar nefndarinnar séu óljósar og gefi litlar sem engar upplýsingar um það hvernig mati nefndarinnar var háttað. Jakob R. Möller formaður dómnefndarinnar vildi ekki veita fréttastofu viðtal vegna málsins í dag. Sömu sögu er að segja um Ingibjörgu Þorsteinsdóttur, formann dómarafélags Íslands, sem baðst undan viðtali.Þorbjörn Þórðarson ræddi málið við Sindra Sindrason í kvöldfréttum Stöðvar 2. Spjall þeirra má horfa á í lok klippunnar sem fylgir fréttinni hér að ofan.
Dómsmál Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Erlent Fleiri fréttir Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Sjá meira