Pólverjar fá sögulega áminningu frá ESB Atli Ísleifsson skrifar 20. desember 2017 14:06 Frans Timmermans, varaforseti framkvæmdastjórnarinnar, var ómyrkur í máli á fréttamannafundi í dag. Vísir/AFP Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins áminnti í dag pólsk stjórnvöld fyrir að brjóta gegn grunngildum sambandsins um lýðræði vegna lagafrumvarps stjórnarinnar sem gengur út á að auka afskipti stjórnmálamanna að skipun dómara. Svo virðist sem að framkvæmdastjórn ESB hafi misst þolinmæðina gagnvart íhaldsstjórninni sem er við völd í Póllandi og telur óhæði dómstóla í hættu með frumvarpinu. Frans Timmermans, varaforseti framkvæmdastjórnarinnar, segir það miður að framkvæmdastjórnin hafi þurft að grípa til þessara aðgerða en að ekkert annað hafi verið í stöðunni. Málið snúi að einingu sambandsins.Ungverjar á bremsunni Til að hægt yrði að refsa Pólverjum með því að beita 7. grein Lissabon-sáttmálans og svipta Pólverjum atkvæðisrétti í ráðherraráðinu, hefði þurft til samhljóða ákvörðun allra aðildarríkja, að Pólverjum frátöldum. Stjórnvöld í Ungverjalandi eru hins vegar ekki sammála mati framkvæmdastjórnarinnar og gengur hún því ekki lengra en að segja að það sé „skýr hætta“ á að Pólverjar brjóti gegn grunngildum sambandsins um lýðræði.Án fordæmis Þetta er í fyrsta sinn sem framkvæmdastjórnin beitir því ráði að áminna aðildarríki með þessum hætti og undir þessum kringumstæðum. Framkvæmdastjórnin hefur veitt pólskum stjórnvöldum þrjá mánuði til að gera breytingar á frumvarpi sínu og hefur forsætisráðherrann Mateusz Morawiecki sagst reiðubúinn að eiga samtal við framkvæmdastjórnina.Með frest til 5. janúar Póllandsstjórn hefur áður sagt nauðsynlegt að staðfesta frumvarpið þar sem dómstólar landsins starfi ekki með skilvirkum hætti og þörf sé á umbótum. Andrzej Duda Póllandsforseti hefur frest til 5. janúar næstkomandi til að ákveða hvort hann staðfesti lögin eða beiti neitunarvaldi sínu. Evrópusambandið Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins áminnti í dag pólsk stjórnvöld fyrir að brjóta gegn grunngildum sambandsins um lýðræði vegna lagafrumvarps stjórnarinnar sem gengur út á að auka afskipti stjórnmálamanna að skipun dómara. Svo virðist sem að framkvæmdastjórn ESB hafi misst þolinmæðina gagnvart íhaldsstjórninni sem er við völd í Póllandi og telur óhæði dómstóla í hættu með frumvarpinu. Frans Timmermans, varaforseti framkvæmdastjórnarinnar, segir það miður að framkvæmdastjórnin hafi þurft að grípa til þessara aðgerða en að ekkert annað hafi verið í stöðunni. Málið snúi að einingu sambandsins.Ungverjar á bremsunni Til að hægt yrði að refsa Pólverjum með því að beita 7. grein Lissabon-sáttmálans og svipta Pólverjum atkvæðisrétti í ráðherraráðinu, hefði þurft til samhljóða ákvörðun allra aðildarríkja, að Pólverjum frátöldum. Stjórnvöld í Ungverjalandi eru hins vegar ekki sammála mati framkvæmdastjórnarinnar og gengur hún því ekki lengra en að segja að það sé „skýr hætta“ á að Pólverjar brjóti gegn grunngildum sambandsins um lýðræði.Án fordæmis Þetta er í fyrsta sinn sem framkvæmdastjórnin beitir því ráði að áminna aðildarríki með þessum hætti og undir þessum kringumstæðum. Framkvæmdastjórnin hefur veitt pólskum stjórnvöldum þrjá mánuði til að gera breytingar á frumvarpi sínu og hefur forsætisráðherrann Mateusz Morawiecki sagst reiðubúinn að eiga samtal við framkvæmdastjórnina.Með frest til 5. janúar Póllandsstjórn hefur áður sagt nauðsynlegt að staðfesta frumvarpið þar sem dómstólar landsins starfi ekki með skilvirkum hætti og þörf sé á umbótum. Andrzej Duda Póllandsforseti hefur frest til 5. janúar næstkomandi til að ákveða hvort hann staðfesti lögin eða beiti neitunarvaldi sínu.
Evrópusambandið Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira