Fótboltahátíð í skötuveislunni │ Myndband Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 23. desember 2017 08:00 Níu leikir eru á dagskrá í ensku úrvalsdeildinni í dag þegar nítjánda umferðin klárast. Dagurinn byrjar á heimsókn Englandsmeistaranna á Goodison Park til Gylfa Þórs Sigurðssonar og félaga í hádeginu. Fyrri viðureign þessara liða í haust endaði með 2-0 sigri Chelsea. Everton hefur ekki tapað deildarleik síðan Sam Allardyce tók við liðinu, eða síðan 26. nóvember. Enn fremur hefur liðið ekki tapað á Goodison Park síðan Arsenal kom í heimsókn í október og getur því náð í fimmta heimasigurinn í röð með sigri í dag. Englandsmeistararnir hafa unnið sex af tíu leikjum sínum á útivelli í deildinni til þessa og munu veita Gylfa og félögum hörkuleik. Chelsea situr í þriðja sæti deildarinnar, og situr þar áfram sama hver úrslit leiksins verða þar sem liðið kemst ekki upp fyrir Manchester United í öðru sætinu nema fara með tíu marka sigur. Everton kemst hins vegar upp fyrir Leicester í áttunda sætið fari þeir með sigur. Sex viðureignir fara fram klukkan þrjú. Nýliðar Brighton taka á móti Watford, en bæði lið eru um miðja deild. Liðin gerðu markalaust jafntefli á Vicarage Road í ágúst. Meistaraefnin í Manchester City geta unnið sautjánda deildarleikinn í röð fari þau með sigur á Bournemouth á Etihad vellinum í Manchester. Bournemouth er í baráttunni við fallsvæðið, situr í sextánda sæti með sextán stig og gæti dottið niður í fallsæti með óhagstæðum úrslitum í dag. Southampton mætir Huddersfield á St. Mary's leikvangnum í Southampton. Liðin eru í 11. og 12. sæti deildarinnar og munar þremur stigum á þeim. Fari Southampton með sigur munu þau skipta um sæti þar sem markatala Huddersfield er mun óhagstæðari, -14 á móti -7 hjá Southampton. Það verður fallslagur í Stoke þegar West Bromwich Albion mætir í heimsókn. Stoke situr í 17. sætinu með 16 stig, tveimur stigum og tveimur sætum fyrir ofan West Brom. Stjóralaust Swansea fær Crystal Palace í heimsókn. Palace, sem vermdi botnsætið sem Swansea situr nú í lengi framan af, hefur snúið gengi sínu við eftir ráðningu Roy Hodgson og er nú komið upp í 14. sæti deildarinnar. Munurinn niður á botninn er þó aðeins fimm stig. Svanirnir fóru með 2-0 sigur á Selhurst Park í ágúst, en formið er örnunum í hag í þetta skiptið. David Moyes fær Rafael Benitez í heimsókn til Lundúna þegar West Ham tekur á móti Newcastle. Bæði lið eru í baráttunni í neðri helmingi deildarinnar, þar sem pakkinn er þéttur og sigur getur breytt miklu. West Ham er í 15. sæti en gæti farið upp í 12. með sigri og hagstæðum úrslitum. Newcastle situr í 18. sæti en gæti að sama skapi farið upp í það 14. Síðdegis tekur Jóhann Berg Guðmundsson svo á móti Harry Kane þegar Tottenham kemur í heimsókn til Burnley á Turf Moor. Liðin skildu jöfn, 1-1, á Wembley fyrr á tímabilinu. Aðeins eitt sæti og eitt stig aðskilur liðin, Burnley í 6. sæti með 32 stig og Tottenham í því sjöunda með 31. Af þeim níu leikjum sem hafa verið leiknir á Turf Moor til þessa hafa aldrei verið skoruð fleiri en tvö mörk, og oftast enda leikirnir 1-0. Það er því ekki von á mikilli markaveislu, og þar hjálpar ekki að Tottenham hefur bara skorað eitt mark í síðustu þremur útileikjum. Það er hins vegar meira en mánuður síðan Tottenham skoraði ekki í deildarleik, svo því telst líklegt að Burnley þurfi að taka sig til og skora tvö mörk til að sigra í dag. Lokaleikur dagsins er svo leikur Leicester og Manchester United á King Power vellinum í Leicester. Bæði lið töpuðu í deildarbikarnum í vikunni og vilja því ná í sigur áður en jólin ganga í garð. United sigraði 2-0 á Old Trafford þegar liðin mættust í þriðju umferðinni. Jose Mourinho situr með sína menn í öðru sætinu og mun sitja þar áfram sama hvernig fer, nema Chelsea nái þessum 10 marka sigri á Everton. Leicester er í áttunda sætinu með 26 stig. Upphitunarmyndband fyrir daginn má sjá í spilaranum hér að ofan.Leikir dagsins: 12:30 Everton - Chelsea, bein útsending á Stöð 2 Sport 2 15:00 Brighton - Watford 15:00 Manchester City - Bournemouth, í beinni textalýsingu á Vísi 15:00 Southampton - Huddersfield 15:00 Stoke - West Bromwich Albion 15:00 Swansea - Crystal Palace 15:00 West Ham - Newcastle 17:30 Burnley - Tottenham, bein útsending á Stöð 2 Sport 19:45 Leicester - Manchester United, bein útsending á Stöð 2 Sport Enski boltinn Mest lesið Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Fótbolti Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fleiri fréttir Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Sjá meira
Níu leikir eru á dagskrá í ensku úrvalsdeildinni í dag þegar nítjánda umferðin klárast. Dagurinn byrjar á heimsókn Englandsmeistaranna á Goodison Park til Gylfa Þórs Sigurðssonar og félaga í hádeginu. Fyrri viðureign þessara liða í haust endaði með 2-0 sigri Chelsea. Everton hefur ekki tapað deildarleik síðan Sam Allardyce tók við liðinu, eða síðan 26. nóvember. Enn fremur hefur liðið ekki tapað á Goodison Park síðan Arsenal kom í heimsókn í október og getur því náð í fimmta heimasigurinn í röð með sigri í dag. Englandsmeistararnir hafa unnið sex af tíu leikjum sínum á útivelli í deildinni til þessa og munu veita Gylfa og félögum hörkuleik. Chelsea situr í þriðja sæti deildarinnar, og situr þar áfram sama hver úrslit leiksins verða þar sem liðið kemst ekki upp fyrir Manchester United í öðru sætinu nema fara með tíu marka sigur. Everton kemst hins vegar upp fyrir Leicester í áttunda sætið fari þeir með sigur. Sex viðureignir fara fram klukkan þrjú. Nýliðar Brighton taka á móti Watford, en bæði lið eru um miðja deild. Liðin gerðu markalaust jafntefli á Vicarage Road í ágúst. Meistaraefnin í Manchester City geta unnið sautjánda deildarleikinn í röð fari þau með sigur á Bournemouth á Etihad vellinum í Manchester. Bournemouth er í baráttunni við fallsvæðið, situr í sextánda sæti með sextán stig og gæti dottið niður í fallsæti með óhagstæðum úrslitum í dag. Southampton mætir Huddersfield á St. Mary's leikvangnum í Southampton. Liðin eru í 11. og 12. sæti deildarinnar og munar þremur stigum á þeim. Fari Southampton með sigur munu þau skipta um sæti þar sem markatala Huddersfield er mun óhagstæðari, -14 á móti -7 hjá Southampton. Það verður fallslagur í Stoke þegar West Bromwich Albion mætir í heimsókn. Stoke situr í 17. sætinu með 16 stig, tveimur stigum og tveimur sætum fyrir ofan West Brom. Stjóralaust Swansea fær Crystal Palace í heimsókn. Palace, sem vermdi botnsætið sem Swansea situr nú í lengi framan af, hefur snúið gengi sínu við eftir ráðningu Roy Hodgson og er nú komið upp í 14. sæti deildarinnar. Munurinn niður á botninn er þó aðeins fimm stig. Svanirnir fóru með 2-0 sigur á Selhurst Park í ágúst, en formið er örnunum í hag í þetta skiptið. David Moyes fær Rafael Benitez í heimsókn til Lundúna þegar West Ham tekur á móti Newcastle. Bæði lið eru í baráttunni í neðri helmingi deildarinnar, þar sem pakkinn er þéttur og sigur getur breytt miklu. West Ham er í 15. sæti en gæti farið upp í 12. með sigri og hagstæðum úrslitum. Newcastle situr í 18. sæti en gæti að sama skapi farið upp í það 14. Síðdegis tekur Jóhann Berg Guðmundsson svo á móti Harry Kane þegar Tottenham kemur í heimsókn til Burnley á Turf Moor. Liðin skildu jöfn, 1-1, á Wembley fyrr á tímabilinu. Aðeins eitt sæti og eitt stig aðskilur liðin, Burnley í 6. sæti með 32 stig og Tottenham í því sjöunda með 31. Af þeim níu leikjum sem hafa verið leiknir á Turf Moor til þessa hafa aldrei verið skoruð fleiri en tvö mörk, og oftast enda leikirnir 1-0. Það er því ekki von á mikilli markaveislu, og þar hjálpar ekki að Tottenham hefur bara skorað eitt mark í síðustu þremur útileikjum. Það er hins vegar meira en mánuður síðan Tottenham skoraði ekki í deildarleik, svo því telst líklegt að Burnley þurfi að taka sig til og skora tvö mörk til að sigra í dag. Lokaleikur dagsins er svo leikur Leicester og Manchester United á King Power vellinum í Leicester. Bæði lið töpuðu í deildarbikarnum í vikunni og vilja því ná í sigur áður en jólin ganga í garð. United sigraði 2-0 á Old Trafford þegar liðin mættust í þriðju umferðinni. Jose Mourinho situr með sína menn í öðru sætinu og mun sitja þar áfram sama hvernig fer, nema Chelsea nái þessum 10 marka sigri á Everton. Leicester er í áttunda sætinu með 26 stig. Upphitunarmyndband fyrir daginn má sjá í spilaranum hér að ofan.Leikir dagsins: 12:30 Everton - Chelsea, bein útsending á Stöð 2 Sport 2 15:00 Brighton - Watford 15:00 Manchester City - Bournemouth, í beinni textalýsingu á Vísi 15:00 Southampton - Huddersfield 15:00 Stoke - West Bromwich Albion 15:00 Swansea - Crystal Palace 15:00 West Ham - Newcastle 17:30 Burnley - Tottenham, bein útsending á Stöð 2 Sport 19:45 Leicester - Manchester United, bein útsending á Stöð 2 Sport
Enski boltinn Mest lesið Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Fótbolti Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fleiri fréttir Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Sjá meira