Fótboltahátíð í skötuveislunni │ Myndband Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 23. desember 2017 08:00 Níu leikir eru á dagskrá í ensku úrvalsdeildinni í dag þegar nítjánda umferðin klárast. Dagurinn byrjar á heimsókn Englandsmeistaranna á Goodison Park til Gylfa Þórs Sigurðssonar og félaga í hádeginu. Fyrri viðureign þessara liða í haust endaði með 2-0 sigri Chelsea. Everton hefur ekki tapað deildarleik síðan Sam Allardyce tók við liðinu, eða síðan 26. nóvember. Enn fremur hefur liðið ekki tapað á Goodison Park síðan Arsenal kom í heimsókn í október og getur því náð í fimmta heimasigurinn í röð með sigri í dag. Englandsmeistararnir hafa unnið sex af tíu leikjum sínum á útivelli í deildinni til þessa og munu veita Gylfa og félögum hörkuleik. Chelsea situr í þriðja sæti deildarinnar, og situr þar áfram sama hver úrslit leiksins verða þar sem liðið kemst ekki upp fyrir Manchester United í öðru sætinu nema fara með tíu marka sigur. Everton kemst hins vegar upp fyrir Leicester í áttunda sætið fari þeir með sigur. Sex viðureignir fara fram klukkan þrjú. Nýliðar Brighton taka á móti Watford, en bæði lið eru um miðja deild. Liðin gerðu markalaust jafntefli á Vicarage Road í ágúst. Meistaraefnin í Manchester City geta unnið sautjánda deildarleikinn í röð fari þau með sigur á Bournemouth á Etihad vellinum í Manchester. Bournemouth er í baráttunni við fallsvæðið, situr í sextánda sæti með sextán stig og gæti dottið niður í fallsæti með óhagstæðum úrslitum í dag. Southampton mætir Huddersfield á St. Mary's leikvangnum í Southampton. Liðin eru í 11. og 12. sæti deildarinnar og munar þremur stigum á þeim. Fari Southampton með sigur munu þau skipta um sæti þar sem markatala Huddersfield er mun óhagstæðari, -14 á móti -7 hjá Southampton. Það verður fallslagur í Stoke þegar West Bromwich Albion mætir í heimsókn. Stoke situr í 17. sætinu með 16 stig, tveimur stigum og tveimur sætum fyrir ofan West Brom. Stjóralaust Swansea fær Crystal Palace í heimsókn. Palace, sem vermdi botnsætið sem Swansea situr nú í lengi framan af, hefur snúið gengi sínu við eftir ráðningu Roy Hodgson og er nú komið upp í 14. sæti deildarinnar. Munurinn niður á botninn er þó aðeins fimm stig. Svanirnir fóru með 2-0 sigur á Selhurst Park í ágúst, en formið er örnunum í hag í þetta skiptið. David Moyes fær Rafael Benitez í heimsókn til Lundúna þegar West Ham tekur á móti Newcastle. Bæði lið eru í baráttunni í neðri helmingi deildarinnar, þar sem pakkinn er þéttur og sigur getur breytt miklu. West Ham er í 15. sæti en gæti farið upp í 12. með sigri og hagstæðum úrslitum. Newcastle situr í 18. sæti en gæti að sama skapi farið upp í það 14. Síðdegis tekur Jóhann Berg Guðmundsson svo á móti Harry Kane þegar Tottenham kemur í heimsókn til Burnley á Turf Moor. Liðin skildu jöfn, 1-1, á Wembley fyrr á tímabilinu. Aðeins eitt sæti og eitt stig aðskilur liðin, Burnley í 6. sæti með 32 stig og Tottenham í því sjöunda með 31. Af þeim níu leikjum sem hafa verið leiknir á Turf Moor til þessa hafa aldrei verið skoruð fleiri en tvö mörk, og oftast enda leikirnir 1-0. Það er því ekki von á mikilli markaveislu, og þar hjálpar ekki að Tottenham hefur bara skorað eitt mark í síðustu þremur útileikjum. Það er hins vegar meira en mánuður síðan Tottenham skoraði ekki í deildarleik, svo því telst líklegt að Burnley þurfi að taka sig til og skora tvö mörk til að sigra í dag. Lokaleikur dagsins er svo leikur Leicester og Manchester United á King Power vellinum í Leicester. Bæði lið töpuðu í deildarbikarnum í vikunni og vilja því ná í sigur áður en jólin ganga í garð. United sigraði 2-0 á Old Trafford þegar liðin mættust í þriðju umferðinni. Jose Mourinho situr með sína menn í öðru sætinu og mun sitja þar áfram sama hvernig fer, nema Chelsea nái þessum 10 marka sigri á Everton. Leicester er í áttunda sætinu með 26 stig. Upphitunarmyndband fyrir daginn má sjá í spilaranum hér að ofan.Leikir dagsins: 12:30 Everton - Chelsea, bein útsending á Stöð 2 Sport 2 15:00 Brighton - Watford 15:00 Manchester City - Bournemouth, í beinni textalýsingu á Vísi 15:00 Southampton - Huddersfield 15:00 Stoke - West Bromwich Albion 15:00 Swansea - Crystal Palace 15:00 West Ham - Newcastle 17:30 Burnley - Tottenham, bein útsending á Stöð 2 Sport 19:45 Leicester - Manchester United, bein útsending á Stöð 2 Sport Enski boltinn Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Sjá meira
Níu leikir eru á dagskrá í ensku úrvalsdeildinni í dag þegar nítjánda umferðin klárast. Dagurinn byrjar á heimsókn Englandsmeistaranna á Goodison Park til Gylfa Þórs Sigurðssonar og félaga í hádeginu. Fyrri viðureign þessara liða í haust endaði með 2-0 sigri Chelsea. Everton hefur ekki tapað deildarleik síðan Sam Allardyce tók við liðinu, eða síðan 26. nóvember. Enn fremur hefur liðið ekki tapað á Goodison Park síðan Arsenal kom í heimsókn í október og getur því náð í fimmta heimasigurinn í röð með sigri í dag. Englandsmeistararnir hafa unnið sex af tíu leikjum sínum á útivelli í deildinni til þessa og munu veita Gylfa og félögum hörkuleik. Chelsea situr í þriðja sæti deildarinnar, og situr þar áfram sama hver úrslit leiksins verða þar sem liðið kemst ekki upp fyrir Manchester United í öðru sætinu nema fara með tíu marka sigur. Everton kemst hins vegar upp fyrir Leicester í áttunda sætið fari þeir með sigur. Sex viðureignir fara fram klukkan þrjú. Nýliðar Brighton taka á móti Watford, en bæði lið eru um miðja deild. Liðin gerðu markalaust jafntefli á Vicarage Road í ágúst. Meistaraefnin í Manchester City geta unnið sautjánda deildarleikinn í röð fari þau með sigur á Bournemouth á Etihad vellinum í Manchester. Bournemouth er í baráttunni við fallsvæðið, situr í sextánda sæti með sextán stig og gæti dottið niður í fallsæti með óhagstæðum úrslitum í dag. Southampton mætir Huddersfield á St. Mary's leikvangnum í Southampton. Liðin eru í 11. og 12. sæti deildarinnar og munar þremur stigum á þeim. Fari Southampton með sigur munu þau skipta um sæti þar sem markatala Huddersfield er mun óhagstæðari, -14 á móti -7 hjá Southampton. Það verður fallslagur í Stoke þegar West Bromwich Albion mætir í heimsókn. Stoke situr í 17. sætinu með 16 stig, tveimur stigum og tveimur sætum fyrir ofan West Brom. Stjóralaust Swansea fær Crystal Palace í heimsókn. Palace, sem vermdi botnsætið sem Swansea situr nú í lengi framan af, hefur snúið gengi sínu við eftir ráðningu Roy Hodgson og er nú komið upp í 14. sæti deildarinnar. Munurinn niður á botninn er þó aðeins fimm stig. Svanirnir fóru með 2-0 sigur á Selhurst Park í ágúst, en formið er örnunum í hag í þetta skiptið. David Moyes fær Rafael Benitez í heimsókn til Lundúna þegar West Ham tekur á móti Newcastle. Bæði lið eru í baráttunni í neðri helmingi deildarinnar, þar sem pakkinn er þéttur og sigur getur breytt miklu. West Ham er í 15. sæti en gæti farið upp í 12. með sigri og hagstæðum úrslitum. Newcastle situr í 18. sæti en gæti að sama skapi farið upp í það 14. Síðdegis tekur Jóhann Berg Guðmundsson svo á móti Harry Kane þegar Tottenham kemur í heimsókn til Burnley á Turf Moor. Liðin skildu jöfn, 1-1, á Wembley fyrr á tímabilinu. Aðeins eitt sæti og eitt stig aðskilur liðin, Burnley í 6. sæti með 32 stig og Tottenham í því sjöunda með 31. Af þeim níu leikjum sem hafa verið leiknir á Turf Moor til þessa hafa aldrei verið skoruð fleiri en tvö mörk, og oftast enda leikirnir 1-0. Það er því ekki von á mikilli markaveislu, og þar hjálpar ekki að Tottenham hefur bara skorað eitt mark í síðustu þremur útileikjum. Það er hins vegar meira en mánuður síðan Tottenham skoraði ekki í deildarleik, svo því telst líklegt að Burnley þurfi að taka sig til og skora tvö mörk til að sigra í dag. Lokaleikur dagsins er svo leikur Leicester og Manchester United á King Power vellinum í Leicester. Bæði lið töpuðu í deildarbikarnum í vikunni og vilja því ná í sigur áður en jólin ganga í garð. United sigraði 2-0 á Old Trafford þegar liðin mættust í þriðju umferðinni. Jose Mourinho situr með sína menn í öðru sætinu og mun sitja þar áfram sama hvernig fer, nema Chelsea nái þessum 10 marka sigri á Everton. Leicester er í áttunda sætinu með 26 stig. Upphitunarmyndband fyrir daginn má sjá í spilaranum hér að ofan.Leikir dagsins: 12:30 Everton - Chelsea, bein útsending á Stöð 2 Sport 2 15:00 Brighton - Watford 15:00 Manchester City - Bournemouth, í beinni textalýsingu á Vísi 15:00 Southampton - Huddersfield 15:00 Stoke - West Bromwich Albion 15:00 Swansea - Crystal Palace 15:00 West Ham - Newcastle 17:30 Burnley - Tottenham, bein útsending á Stöð 2 Sport 19:45 Leicester - Manchester United, bein útsending á Stöð 2 Sport
Enski boltinn Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Sjá meira