Umtalsverður munur á öryggi kynjanna í miðborginni Anton Egilsson skrifar 23. desember 2017 12:10 Frá miðborg Reykjavíkur. Vísir/Kolbeinn Tumi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu birti í gær skýrslu með niðurstöðum úr árlegri könnun á viðhorfum til lögreglu, ótta við afbrot og reynslu af þeim. Í skýrslunni kemur meðal annars fram að umtalsverður munur sé á öryggi kynjanna í miðborginni og að íbúar í Breiðholti og Kópavogi væru marktækt líklegri en íbúar annars staðar á höfuðborgarsvæðinu til þess að hafa aldrei upplifað ótta við að verða fyrir afbroti á síðasta ári.Öryggi íbúa í miðborginni minnkarAð því er fram kemur í skýrslunni breytist öryggi höfuðborgarbúa í eigin hverfi lítið á milli ára. Um það bil níu af hverjum tíu segjast öryggir einir á gangi í eigin hverfi eftir myrkur. Að sama skapi breytist mæld öryggiskennd í miðborg Reykjavíkur einnig lítið á milli ára. Um helmingur höfuðborgarbúa segjast öryggir einir á gangi í miðborginni þegar myrkur er skollið á eða eftir miðnætti um helgar. Umtalsverður munur er á öryggi kynjanna í miðborginni. Rétt um ein af hverjum fjórum konum segist örugg í miðborginni eftir myrkur en um tveir af hverjum þremur körlum. Einnig vekur athygli að öryggi íbúa Miðborgar minnkar nokkuð á milli ára. Fer úr rúmlega 70 prósentum í rúmlega 50 prósent.Einn af hverjum þremur varð fyrir afbrotiRúmlega helmingur höfuðborgarbúa upplifðu aðstæður þannig að þeir töldu líklegt að þeir yrðu fyrir afbroti árið 2016 og er hlutfallið svipað og mældist í könnun árið áður. Íbúar í Breiðholti og Kópavogi voru marktækt líklegri til þess að hafa aldrei upplifað ótta við að verða fyrir afbroti árið 2016. Af þeim sem sögðust einhvern tíma hafa óttast að verða fyrir afbroti óttuðust flestir að verða fyrir innbroti. Marktækur munur var á ótta karla og kvenna. Karlar voru líklegri til þess að óttast það að verða fyrir eignaspjöllum, um 20 prósent karla og 7 prósent kvenna. Konur voru líklegri til þess að óttast það að verða fyrir innbroti, 41 prósent á móti 29 prósent karla, og kynferðisbroti, 17 prósent á móti 1 prósenti karla. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar höfðu tæplega einn af hverjum þremur höfuðborgarbúa orðið fyrir afbroti árið 2016 sem er svipað hlutfall og síðastliðin ár. Flestir greindu frá því að hafa orðið fyrir eignaspjöllum eða 21 prósent. Næst flestir urðu fyrir þjófnaði eða 10 prósent og þá urðu 7 prósent svarenda könnunarinnar fyrir innbroti. Um það bil þrjú prósent íbúa greindu frá því að hafa orðið fyrir kynferðisbroti árið 2016. Af þeim lýstu 51 prósent atvikinu sem særandi framkomu og 30 prósent sem grófri kynferðislegri áreitni. Um 16 prósent þeirra sem urðu fyrir kynferðisbroti árið 2016 lýstu atvikinu sem nauðgun. Aðeins um einn af hverjum fimm sem urðu fyrir afbroti árið 2016 tilkynntu brotið til lögreglu. Er það aðeins lægra hlutfall en mælst hefur undanfarin ár. Gagnaöflunin var framkvæmd af Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. Tekið var 2.000 manna tilviljunarúrtak fólks á aldrinum 18 ára og eldra af höfuðborgarsvæðinu úr netpanel Félagsvísindastofnunar. Fjöldi svarenda var 1.271 og svarhlutfallið því 63,5 prósent. Gögnin voru vigtuð fyrir kyni, aldri og menntun svarenda. Lesa má skýrsluna í heild sinni hér. Mest lesið Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu birti í gær skýrslu með niðurstöðum úr árlegri könnun á viðhorfum til lögreglu, ótta við afbrot og reynslu af þeim. Í skýrslunni kemur meðal annars fram að umtalsverður munur sé á öryggi kynjanna í miðborginni og að íbúar í Breiðholti og Kópavogi væru marktækt líklegri en íbúar annars staðar á höfuðborgarsvæðinu til þess að hafa aldrei upplifað ótta við að verða fyrir afbroti á síðasta ári.Öryggi íbúa í miðborginni minnkarAð því er fram kemur í skýrslunni breytist öryggi höfuðborgarbúa í eigin hverfi lítið á milli ára. Um það bil níu af hverjum tíu segjast öryggir einir á gangi í eigin hverfi eftir myrkur. Að sama skapi breytist mæld öryggiskennd í miðborg Reykjavíkur einnig lítið á milli ára. Um helmingur höfuðborgarbúa segjast öryggir einir á gangi í miðborginni þegar myrkur er skollið á eða eftir miðnætti um helgar. Umtalsverður munur er á öryggi kynjanna í miðborginni. Rétt um ein af hverjum fjórum konum segist örugg í miðborginni eftir myrkur en um tveir af hverjum þremur körlum. Einnig vekur athygli að öryggi íbúa Miðborgar minnkar nokkuð á milli ára. Fer úr rúmlega 70 prósentum í rúmlega 50 prósent.Einn af hverjum þremur varð fyrir afbrotiRúmlega helmingur höfuðborgarbúa upplifðu aðstæður þannig að þeir töldu líklegt að þeir yrðu fyrir afbroti árið 2016 og er hlutfallið svipað og mældist í könnun árið áður. Íbúar í Breiðholti og Kópavogi voru marktækt líklegri til þess að hafa aldrei upplifað ótta við að verða fyrir afbroti árið 2016. Af þeim sem sögðust einhvern tíma hafa óttast að verða fyrir afbroti óttuðust flestir að verða fyrir innbroti. Marktækur munur var á ótta karla og kvenna. Karlar voru líklegri til þess að óttast það að verða fyrir eignaspjöllum, um 20 prósent karla og 7 prósent kvenna. Konur voru líklegri til þess að óttast það að verða fyrir innbroti, 41 prósent á móti 29 prósent karla, og kynferðisbroti, 17 prósent á móti 1 prósenti karla. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar höfðu tæplega einn af hverjum þremur höfuðborgarbúa orðið fyrir afbroti árið 2016 sem er svipað hlutfall og síðastliðin ár. Flestir greindu frá því að hafa orðið fyrir eignaspjöllum eða 21 prósent. Næst flestir urðu fyrir þjófnaði eða 10 prósent og þá urðu 7 prósent svarenda könnunarinnar fyrir innbroti. Um það bil þrjú prósent íbúa greindu frá því að hafa orðið fyrir kynferðisbroti árið 2016. Af þeim lýstu 51 prósent atvikinu sem særandi framkomu og 30 prósent sem grófri kynferðislegri áreitni. Um 16 prósent þeirra sem urðu fyrir kynferðisbroti árið 2016 lýstu atvikinu sem nauðgun. Aðeins um einn af hverjum fimm sem urðu fyrir afbroti árið 2016 tilkynntu brotið til lögreglu. Er það aðeins lægra hlutfall en mælst hefur undanfarin ár. Gagnaöflunin var framkvæmd af Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. Tekið var 2.000 manna tilviljunarúrtak fólks á aldrinum 18 ára og eldra af höfuðborgarsvæðinu úr netpanel Félagsvísindastofnunar. Fjöldi svarenda var 1.271 og svarhlutfallið því 63,5 prósent. Gögnin voru vigtuð fyrir kyni, aldri og menntun svarenda. Lesa má skýrsluna í heild sinni hér.
Mest lesið Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira