Vill breytingar í þágu allra fjölmiðla Jón Hákon Halldórsson skrifar 28. desember 2017 06:00 Rekstur Ríkisútvarpsins er fjármagnaður með opinberum fjárframlögum. Formaður efnahags- og viðskiptanefndar segir ekki pólitískan vilja til að breyta því. Þess vegna verði gripið til annarra ráðstafana. vísir/anton brink „Það liggur alveg fyrir og stendur í stjórnarsáttmálanum að við ætlum að skoða starfsumhverfi íslenskra fjölmiðla til að styrkja það. Eitt af því sem hefur verið nefnt er skattalegt umhverfi og ég hef í hyggju að koma með tillögur sem miða að þessu,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. Óli Björn Kárason, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, skrifaði grein í Morgunblaðið í gær þar sem hann leggur til að virðisaukaskattur á áskriftum prent-, ljósvaka- og netmiðla verði afnuminn. Slíkar breytingar geti orðið mikilvægt skref til að styrkja rekstur sjálfstæðra fjölmiðla og væri um leið yfirlýsing um nauðsyn þess að leiðrétta samkeppnisstöðuna. Lilja AlfreðsdóttirEðli málsins samkvæmt myndi slík aðgerð gagnast betur þeim fjölmiðlum sem byggja rekstur sinn á áskriftartekjum í bland við auglýsingatekjur en þeim sem byggja reksturinn einvörðungu á auglýsingatekjum. „Vandinn er sá að þú ert alltaf með fílinn í herberginu og fíllinn heitir Ríkisútvarpið,“ segir Óli Björn við Fréttablaðið. Ríkisútvarpið taki stóran hluta af því ráðstöfunarfé sem fólk ver í fjölmiðla með lögþvinguðum hætti og hann sjái enga möguleika á að því verði hætt í fyrirsjáanlegri framtíð. „Ég held að það sé ekki pólitískur vilji til þess. Þá kemur að því að þú getur að minnsta kosti komið til móts við sjálfstæða fjölmiðla er varðar virðisaukaskattinn.“ Óli Björn segir þingið líka standa frammi fyrir því hvort hægt sé að ganga enn lengra í að jafna stöðuna með því að þrengja að stöðu RÚV í því að keppa við einkarekna fjölmiðla á auglýsingamarkaði. Jafnframt þurfi að setja þrengri skorður við kostun. „Ég held að velflestir ríkisreknir fjölmiðlar í nágrannalöndunum séu ekki á auglýsingamarkaði.“ Lilja segir að nálgast verði málið heildstætt. „Það verður tekið tillit til allra þeirra fjölmiðla sem eru starfandi og til þess hvernig samkeppni þeir eru í, við erlenda aðila og annað.“ Lilja fagnar því að formaður efnahags- og viðskiptanefndar vilji styrkja rekstrarumhverfi fjölmiðla. „Ég er líka að nálgast þetta út frá því að setja íslenskuna í öndvegi. Því öflugri fjölmiðla sem við erum með, því meiri líkur eru á því að við náum að styrkja umhverfi íslenskunnar,“ segir hún. Lilja segist geta hugsað sér að leggja fram þingsályktunartillögu um íslenskuna. Hafa svo fimm liði undir því, það eru fjölmiðlar, kvikmyndir, bókmenntir, tónlist og máltækni. Fjölmiðlar Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Fleiri fréttir Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Sjá meira
„Það liggur alveg fyrir og stendur í stjórnarsáttmálanum að við ætlum að skoða starfsumhverfi íslenskra fjölmiðla til að styrkja það. Eitt af því sem hefur verið nefnt er skattalegt umhverfi og ég hef í hyggju að koma með tillögur sem miða að þessu,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. Óli Björn Kárason, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, skrifaði grein í Morgunblaðið í gær þar sem hann leggur til að virðisaukaskattur á áskriftum prent-, ljósvaka- og netmiðla verði afnuminn. Slíkar breytingar geti orðið mikilvægt skref til að styrkja rekstur sjálfstæðra fjölmiðla og væri um leið yfirlýsing um nauðsyn þess að leiðrétta samkeppnisstöðuna. Lilja AlfreðsdóttirEðli málsins samkvæmt myndi slík aðgerð gagnast betur þeim fjölmiðlum sem byggja rekstur sinn á áskriftartekjum í bland við auglýsingatekjur en þeim sem byggja reksturinn einvörðungu á auglýsingatekjum. „Vandinn er sá að þú ert alltaf með fílinn í herberginu og fíllinn heitir Ríkisútvarpið,“ segir Óli Björn við Fréttablaðið. Ríkisútvarpið taki stóran hluta af því ráðstöfunarfé sem fólk ver í fjölmiðla með lögþvinguðum hætti og hann sjái enga möguleika á að því verði hætt í fyrirsjáanlegri framtíð. „Ég held að það sé ekki pólitískur vilji til þess. Þá kemur að því að þú getur að minnsta kosti komið til móts við sjálfstæða fjölmiðla er varðar virðisaukaskattinn.“ Óli Björn segir þingið líka standa frammi fyrir því hvort hægt sé að ganga enn lengra í að jafna stöðuna með því að þrengja að stöðu RÚV í því að keppa við einkarekna fjölmiðla á auglýsingamarkaði. Jafnframt þurfi að setja þrengri skorður við kostun. „Ég held að velflestir ríkisreknir fjölmiðlar í nágrannalöndunum séu ekki á auglýsingamarkaði.“ Lilja segir að nálgast verði málið heildstætt. „Það verður tekið tillit til allra þeirra fjölmiðla sem eru starfandi og til þess hvernig samkeppni þeir eru í, við erlenda aðila og annað.“ Lilja fagnar því að formaður efnahags- og viðskiptanefndar vilji styrkja rekstrarumhverfi fjölmiðla. „Ég er líka að nálgast þetta út frá því að setja íslenskuna í öndvegi. Því öflugri fjölmiðla sem við erum með, því meiri líkur eru á því að við náum að styrkja umhverfi íslenskunnar,“ segir hún. Lilja segist geta hugsað sér að leggja fram þingsályktunartillögu um íslenskuna. Hafa svo fimm liði undir því, það eru fjölmiðlar, kvikmyndir, bókmenntir, tónlist og máltækni.
Fjölmiðlar Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Fleiri fréttir Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Sjá meira