Erlent

Þrír geimfarar komnir aftur til jarðar

Atli Ísleifsson skrifar
Ítalski geimfarinn Paolo Nespoli yfirgefur ferjuna.
Ítalski geimfarinn Paolo Nespoli yfirgefur ferjuna. Vísir/AFP

Geimferja með þrjá geimfara innanborðs lenti á afskekktum stað skammt frá bænum Dzhezkazgan í Kasakstan í morgun, en þrímenningar hafa varið síðustu fimm mánuðum um borð í Alþjóðlegu geimstöðinni (ISS).

Bandaríska geimvísindastofnunin NASA sýndi beint frá lendingunni.

Rússinn Sergei Ryanzanski var fyrstur til að yfirgefa ferjuna, en á hæla hans komu Bandaríkjamaðurinn Randy Bresnik og Ítalinn Paolo Nespoli.

Eftir að þeir Ryanzanski, Bresnik og Nespoli yfirgáfu geimstöðina eru þrír enn um borð.

Sjá má myndskeið af lendingunni að neðan.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.