Drög að ályktun Öryggisráðs SÞ: Ákvörðun Trumps hafi ekkert lagalegt gildi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 16. desember 2017 20:36 Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kjósa um stöðu Jerúsalem snemma í vikunni. Vísir/afp Egyptar hafa gert drög að ályktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna og er þau komin í hendur forsvarsmanna allra þeirra fimmtán ríkja sem mynda Öryggisráðið. Heimildir Reuters herma að í drögunum sé þess krafist að breyting á stöðu Jerúsalem hafi ekkert lagalegt gildi. Í drögunum að ályktuninni eru hvorki Bandaríkin né Donald Trump nefnd á nafn. Talið er að innan Öryggisráðsins sé breiður stuðningur við ályktunina en á sama tíma er það talið viðbúið að Bandaríkin hafni henni. Í drögum að ályktun um stöðu Jerúsalem segir að: „því er lýst yfir að engar ákvarðanir eða aðgerðir, sem var ætlað að hafa breytt eðli stöðu eða lýðfræðilegri samsetningu hinnar Helgu borgar Jerúsalem hafa lagalega þýðingu. Þær verði marklausar og felldar úr gildi og þess er krafist að ákvörðunin verði afturkölluð í samræmi við ályktun Öryggisráðsins,“ er haft eftir heimildarmanni Reuters. Til þess að ályktun Öryggisráðsins sé samþykkt þurfa níu af fimmtán ríkjum þess að styðja ályktunina en í ljósi þess að Bandaríkin eru eitt af fimm fastaríkjum í öryggisráðinu sem hafa neitunarvald getað þau stöðvað málið. Fastaríkin sem búa yfir neitunarvaldi í Öryggisráðinu eru, auk Bandaríkjanna, Frakkland, Bretland, Rússland og Kína. Þann sjötta desember síðastliðinn greindi Bandaríkjaforseti frá þeirri ákvörðun sinni að Jerúsalem yrði viðurkennd sem höfuðborg Ísraels auk þess sem sendiráð Bandaríkjanna yrði flutt til Jerúsalem.Fjölmenn mótmæli hafa staðið yfir frá því að Bandaríkjaforseti upplýsti um ákvörðun sína. Myndin er af átökum á Vesturbakkanum.visir/afpÍ kjölfar ákvörðunar Bandaríkjastjórnar hafa mótmæli verið haldin í Jerúsalem, Vesturbakkanum og Gaza. Á föstudag skaut herlið Ísraelsmanna fjóra Palestínumenn til bana og þá særðust hundrað og fimmtíu í átökunum. Ákvörðun forsetans hefur víða um heim verið mótmælt harðlega. Palestínumenn segja að með útspili Bandaríkjaforseta hafi hann ógnað friðarviðræðum. Sádí Arabar fordæma stefnubreytingu Trumps og þá hefur meirihluti þeirra ríkja sem mynda Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna farið fram á neyðarfund. Tengdar fréttir Boða til mótmæla vegna heimsóknar varaforseta Bandaríkjanna Mike Pence fer í opinbera heimsókn til Jerúsalem í næstu viku. Yfirvöld í Palestínu boða til mótmæla. 16. desember 2017 16:19 Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Fleiri fréttir Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Sjá meira
Egyptar hafa gert drög að ályktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna og er þau komin í hendur forsvarsmanna allra þeirra fimmtán ríkja sem mynda Öryggisráðið. Heimildir Reuters herma að í drögunum sé þess krafist að breyting á stöðu Jerúsalem hafi ekkert lagalegt gildi. Í drögunum að ályktuninni eru hvorki Bandaríkin né Donald Trump nefnd á nafn. Talið er að innan Öryggisráðsins sé breiður stuðningur við ályktunina en á sama tíma er það talið viðbúið að Bandaríkin hafni henni. Í drögum að ályktun um stöðu Jerúsalem segir að: „því er lýst yfir að engar ákvarðanir eða aðgerðir, sem var ætlað að hafa breytt eðli stöðu eða lýðfræðilegri samsetningu hinnar Helgu borgar Jerúsalem hafa lagalega þýðingu. Þær verði marklausar og felldar úr gildi og þess er krafist að ákvörðunin verði afturkölluð í samræmi við ályktun Öryggisráðsins,“ er haft eftir heimildarmanni Reuters. Til þess að ályktun Öryggisráðsins sé samþykkt þurfa níu af fimmtán ríkjum þess að styðja ályktunina en í ljósi þess að Bandaríkin eru eitt af fimm fastaríkjum í öryggisráðinu sem hafa neitunarvald getað þau stöðvað málið. Fastaríkin sem búa yfir neitunarvaldi í Öryggisráðinu eru, auk Bandaríkjanna, Frakkland, Bretland, Rússland og Kína. Þann sjötta desember síðastliðinn greindi Bandaríkjaforseti frá þeirri ákvörðun sinni að Jerúsalem yrði viðurkennd sem höfuðborg Ísraels auk þess sem sendiráð Bandaríkjanna yrði flutt til Jerúsalem.Fjölmenn mótmæli hafa staðið yfir frá því að Bandaríkjaforseti upplýsti um ákvörðun sína. Myndin er af átökum á Vesturbakkanum.visir/afpÍ kjölfar ákvörðunar Bandaríkjastjórnar hafa mótmæli verið haldin í Jerúsalem, Vesturbakkanum og Gaza. Á föstudag skaut herlið Ísraelsmanna fjóra Palestínumenn til bana og þá særðust hundrað og fimmtíu í átökunum. Ákvörðun forsetans hefur víða um heim verið mótmælt harðlega. Palestínumenn segja að með útspili Bandaríkjaforseta hafi hann ógnað friðarviðræðum. Sádí Arabar fordæma stefnubreytingu Trumps og þá hefur meirihluti þeirra ríkja sem mynda Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna farið fram á neyðarfund.
Tengdar fréttir Boða til mótmæla vegna heimsóknar varaforseta Bandaríkjanna Mike Pence fer í opinbera heimsókn til Jerúsalem í næstu viku. Yfirvöld í Palestínu boða til mótmæla. 16. desember 2017 16:19 Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Fleiri fréttir Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Sjá meira
Boða til mótmæla vegna heimsóknar varaforseta Bandaríkjanna Mike Pence fer í opinbera heimsókn til Jerúsalem í næstu viku. Yfirvöld í Palestínu boða til mótmæla. 16. desember 2017 16:19