Trump þrýsti á þingmenn um að hætta rannsókn á Rússatengslum Kjartan Kjartansson skrifar 1. desember 2017 09:29 Þrýstingur Trump kom á tímabili í sumar þegar hann er sagður hafa verið heltekinn af Rússarannsókninni. Vísir/AFP Heimildarmenn New York Times á Bandaríkjaþingi segja að Donald Trump hafi ítrekað hvatt háttsetta repúblikana til þess að falla frá rannsókn á tilraunum Rússa til að hafa áhrif á forsetakosningarnar nú í sumar. Trump hafi meðal annars kvartað við leiðtoga repúblikana í öldungadeildinni að hann væri ekki að gera nóg til að binda enda á rannsóknirnar. Nokkrar nefndir Bandaríkjaþings rannsaka nú tilraunir rússneskra stjórnvalda til að hafa áhrif á forsetakosningarnar og hvort að framboð Trump hafi átt í samráði við þau. Bandaríska leyniþjónstan hefur komist að þeirri niðurstöðu að Rússar hafi reynt að hafa áhrif til þess að tryggja Trump sigur. Trump hefur hins vegar þvertekið fyrir að nokkuð samráð hafi átt sér stað og kallað rannsóknirnar nornaveiðar. Nú hefur New York Times eftir nokkrum þingmönnum og aðstoðarmönnum að Trump hafi þrýst á repúblikana í þinginu um að ljúka rannsóknunum fljótt, þar á meðal formann leyniþjónustunefndar öldungadeildarinnar, Richard Burr. „Þetta var eitthvað á þeim nótum: „Ég vona að þið getið lokið þessu eins hratt og hægt er‟,‟ segir Burr við blaðið. Hann segist hafa svarað forsetanum á þá leið að nefndin myndi ljúka störfum þegar hún væri búin að tala við alla sem hún þyrfti að tala við. Rannsókn þingnefndanna og sömuleiðis Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, beinist að bandamönnum og fjölskyldu Trump.Afsaka hegðun forsetans með reynsluleysi hans og vanþekkingu Þá á forsetinn að hafa lagt að Mitch McConnell, leiðtoga repúblikana í öldungadeildinni, og Roy Blunt, öðrum fulltrúa repúblikana í leyniþjónustunefndinni að ljúka rannsókninni hratt. Einnig hringdi hann í fleiri þingmenn repúblikana og bað þá um að þrýsta á Burr um að ljúka rannsókninni. Talsmaður Hvíta hússins neitar því að Trump hafi reynt að setja óeðlilegan þrýsting á nefndarmenn og ítrekar engar sannanir séu fyrir samráði við Rússa. Þingmenn repúblikana afsaka afskipti Trump með því að hann sé pólitískur nýgræðingur sem hafi ekki gert sér grein fyrir hvað væri viðeigandi hegðun fyrir forsetann, þar á meðal Burr og Blunt. Þeir hafa þó báðir reynt að takmarka samskipti sín við Trump.Richard Burr hefur leitt rannsókn leyniþjónustunefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings á afskiptum Rússa af forsetakosningunum.Vísir/AFPÞrýstingurinn frá Trump kom á sama tíma og hann er sagður hafa verið heltekinn af Rússarannsókninni. Á þeim tíma í sumar gagnrýndi hann til dæmis Jeff Sessions, dómsmálaráðherra sinn, ítrekað fyrir að hafa sagt sig frá málum sem tengjast Rússarannsókninni vegna vanhæfis. Dianne Feinstein, öldungadeildarþingmaður demókrata sem var áður formaður leyniþjónustunefndarinnar, segir að þrýstingur Trump á nefndarmenn hafi verið „óviðeigandi‟ og að hann brjóti gegn grundvallarsjónarmiðum um aðgreiningu valds.Rannsakar hvort Trump hafi reynt að hindra framgang réttvísinnarÞetta er ekki í fyrsta skipti sem spurningar um hvort að Trump reyni að hindra framgang réttvísinnar i tengslum við Rússarannsóknina. Mueller, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins á afskiptum Rússa og mögulegu samráði, kannar einnig hvort að forsetinn hafi hindrað framgang réttvísinnar þegar hann rak James Comey sem forstjóra alríkislögreglunnar FBI í vor. Brottvikningin varð til þess að dómsmálaráðuneytið skipaði Mueller sem sérstakan rannsakanda. Trump sagði á þeim tíma að hann hefði rekið Comey vegna Rússarannsóknarinnar, þrátt fyrir að upphaflegur rökstuðningur fyrir ákvörðuninni hafi verið annar. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira
Heimildarmenn New York Times á Bandaríkjaþingi segja að Donald Trump hafi ítrekað hvatt háttsetta repúblikana til þess að falla frá rannsókn á tilraunum Rússa til að hafa áhrif á forsetakosningarnar nú í sumar. Trump hafi meðal annars kvartað við leiðtoga repúblikana í öldungadeildinni að hann væri ekki að gera nóg til að binda enda á rannsóknirnar. Nokkrar nefndir Bandaríkjaþings rannsaka nú tilraunir rússneskra stjórnvalda til að hafa áhrif á forsetakosningarnar og hvort að framboð Trump hafi átt í samráði við þau. Bandaríska leyniþjónstan hefur komist að þeirri niðurstöðu að Rússar hafi reynt að hafa áhrif til þess að tryggja Trump sigur. Trump hefur hins vegar þvertekið fyrir að nokkuð samráð hafi átt sér stað og kallað rannsóknirnar nornaveiðar. Nú hefur New York Times eftir nokkrum þingmönnum og aðstoðarmönnum að Trump hafi þrýst á repúblikana í þinginu um að ljúka rannsóknunum fljótt, þar á meðal formann leyniþjónustunefndar öldungadeildarinnar, Richard Burr. „Þetta var eitthvað á þeim nótum: „Ég vona að þið getið lokið þessu eins hratt og hægt er‟,‟ segir Burr við blaðið. Hann segist hafa svarað forsetanum á þá leið að nefndin myndi ljúka störfum þegar hún væri búin að tala við alla sem hún þyrfti að tala við. Rannsókn þingnefndanna og sömuleiðis Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, beinist að bandamönnum og fjölskyldu Trump.Afsaka hegðun forsetans með reynsluleysi hans og vanþekkingu Þá á forsetinn að hafa lagt að Mitch McConnell, leiðtoga repúblikana í öldungadeildinni, og Roy Blunt, öðrum fulltrúa repúblikana í leyniþjónustunefndinni að ljúka rannsókninni hratt. Einnig hringdi hann í fleiri þingmenn repúblikana og bað þá um að þrýsta á Burr um að ljúka rannsókninni. Talsmaður Hvíta hússins neitar því að Trump hafi reynt að setja óeðlilegan þrýsting á nefndarmenn og ítrekar engar sannanir séu fyrir samráði við Rússa. Þingmenn repúblikana afsaka afskipti Trump með því að hann sé pólitískur nýgræðingur sem hafi ekki gert sér grein fyrir hvað væri viðeigandi hegðun fyrir forsetann, þar á meðal Burr og Blunt. Þeir hafa þó báðir reynt að takmarka samskipti sín við Trump.Richard Burr hefur leitt rannsókn leyniþjónustunefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings á afskiptum Rússa af forsetakosningunum.Vísir/AFPÞrýstingurinn frá Trump kom á sama tíma og hann er sagður hafa verið heltekinn af Rússarannsókninni. Á þeim tíma í sumar gagnrýndi hann til dæmis Jeff Sessions, dómsmálaráðherra sinn, ítrekað fyrir að hafa sagt sig frá málum sem tengjast Rússarannsókninni vegna vanhæfis. Dianne Feinstein, öldungadeildarþingmaður demókrata sem var áður formaður leyniþjónustunefndarinnar, segir að þrýstingur Trump á nefndarmenn hafi verið „óviðeigandi‟ og að hann brjóti gegn grundvallarsjónarmiðum um aðgreiningu valds.Rannsakar hvort Trump hafi reynt að hindra framgang réttvísinnarÞetta er ekki í fyrsta skipti sem spurningar um hvort að Trump reyni að hindra framgang réttvísinnar i tengslum við Rússarannsóknina. Mueller, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins á afskiptum Rússa og mögulegu samráði, kannar einnig hvort að forsetinn hafi hindrað framgang réttvísinnar þegar hann rak James Comey sem forstjóra alríkislögreglunnar FBI í vor. Brottvikningin varð til þess að dómsmálaráðuneytið skipaði Mueller sem sérstakan rannsakanda. Trump sagði á þeim tíma að hann hefði rekið Comey vegna Rússarannsóknarinnar, þrátt fyrir að upphaflegur rökstuðningur fyrir ákvörðuninni hafi verið annar.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira