Sigurbjörg og Hrollur fá aðstoð frá Ingu Sæland Sigurður Mikael Jónsson skrifar 2. desember 2017 07:00 Sigurbjörg Hlöðversdóttir, íbúi í Hátúni 10, kærði ákvörðun Brynju hússjóðs um að vísa henni á dyr vegna hundahalds. vísir/vilhelm „Ég hreyfi mig ekki, enda held ég að það sé ekkert hægt að gera meðan málið er í ferli í kerfinu,“ segir Sigurbjörg Hlöðversdóttir, íbúi í Hátúni 10, sem Brynja, hússjóður Öryrkjabandalagsins, ætlaði að vísa á dyr eigi síðar en í gær, 1. desember. Líkt og Fréttablaðið fjallaði um í síðasta mánuði átti að henda Sigurbjörgu út vegna þess að hún hefur búið þar með Hrolli, pomeranian-hundi sínum, en dýrahald er bannað í öryrkjablokkunum í Hátúni. Sigurbjörg keypti sér hins vegar tíma með því að kæra útburðinn til kærunefndar húsnæðismála í velferðarráðuneytinu. „Ég kærði þetta til ráðuneytisins og framkvæmdastjóri Brynju hefur svarað því erindi. Ég á að fá afrit af því svari til að koma með athugasemdir og staðan núna er sú að ég er bara að bíða eftir þessu bréfi sem lætur bíða eftir sér,“ sagði Sigurbjörg í samtali við Fréttablaðið í gær. Ekkert fararsnið er á henni þó hún hafi átt að vera búin að rýma íbúðina og skila lyklunum þegar blaðamaður ræddi við hana.Hundurinn Hrollur. Fréttablaðið/Aðsend„Ég er ekki búin að pakka, það hvarflar ekki að mér. Ég er búin að setja upp jólaskrautið og fer ekki neitt. Þeir þurfa þá að bera mig út. Næsta skref hjá mér, ef þetta fer illa, er að fara með þetta í Mannréttindastofu. Ég gefst ekki upp, ég neita því.“ Sigurbjörg hefur fengið Ingu Sæland, þingkonu og formann Flokks fólksins, í lið með sér og hafði rætt við hana um málið í gærmorgun. Inga, sem hyggst berjast fyrir málefnum öryrkja og eldri borgara á þingi, ætlar að leggja henni lið. „Hún var gáttuð á þessu og ætlar að berjast í þessu með mér.“ Í samtali við Fréttablaðið segir Inga að eitthvað verði að gera til að hjálpa Sigurbjörgu. „Og ég ætla að gera mitt besta, svo sannarlega.“ Síðast þegar Fréttablaðið fjallaði um málið hafði Sigurbjörg komið Hrolli fyrir í pössun en líkt og komið hefur fram er hún með læknisvottorð upp á að hundurinn litli sé afar mikilvægur heilsu hennar og líðan. Hrollur er nú kominn aftur heim til Sigurbjargar og segir hún hann hafa það ljómandi gott. „Hann er hamingjusamur, þessi elska, og við förum reglulega út að labba saman. Hann fer ekki neitt. Ef hann fer þá fer ég.“ Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Öryrkja hent út fyrir hundahald í Hátúni Sigurbjörg Hlöðversdóttir óttast að enda í tjaldi í Laugardal eftir að Brynja, hússjóður ÖBÍ, tilkynnti henni um mánaðamótin að hún þyrfti að afhenda íbúð sína í Hátúni 10 fyrir 1. desember. 6. nóvember 2017 06:00 Heilsuspursmál að Sigurbjörg fái að halda hundinum sínum Læknir mælir eindregið með því að Sigurbjörg Hlöðversdóttir fái að halda hundinum Hrolli, heilsu sinnar vegna. 9. nóvember 2017 06:00 Mest lesið Hópslagsmál og hundaárás Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Sjá meira
„Ég hreyfi mig ekki, enda held ég að það sé ekkert hægt að gera meðan málið er í ferli í kerfinu,“ segir Sigurbjörg Hlöðversdóttir, íbúi í Hátúni 10, sem Brynja, hússjóður Öryrkjabandalagsins, ætlaði að vísa á dyr eigi síðar en í gær, 1. desember. Líkt og Fréttablaðið fjallaði um í síðasta mánuði átti að henda Sigurbjörgu út vegna þess að hún hefur búið þar með Hrolli, pomeranian-hundi sínum, en dýrahald er bannað í öryrkjablokkunum í Hátúni. Sigurbjörg keypti sér hins vegar tíma með því að kæra útburðinn til kærunefndar húsnæðismála í velferðarráðuneytinu. „Ég kærði þetta til ráðuneytisins og framkvæmdastjóri Brynju hefur svarað því erindi. Ég á að fá afrit af því svari til að koma með athugasemdir og staðan núna er sú að ég er bara að bíða eftir þessu bréfi sem lætur bíða eftir sér,“ sagði Sigurbjörg í samtali við Fréttablaðið í gær. Ekkert fararsnið er á henni þó hún hafi átt að vera búin að rýma íbúðina og skila lyklunum þegar blaðamaður ræddi við hana.Hundurinn Hrollur. Fréttablaðið/Aðsend„Ég er ekki búin að pakka, það hvarflar ekki að mér. Ég er búin að setja upp jólaskrautið og fer ekki neitt. Þeir þurfa þá að bera mig út. Næsta skref hjá mér, ef þetta fer illa, er að fara með þetta í Mannréttindastofu. Ég gefst ekki upp, ég neita því.“ Sigurbjörg hefur fengið Ingu Sæland, þingkonu og formann Flokks fólksins, í lið með sér og hafði rætt við hana um málið í gærmorgun. Inga, sem hyggst berjast fyrir málefnum öryrkja og eldri borgara á þingi, ætlar að leggja henni lið. „Hún var gáttuð á þessu og ætlar að berjast í þessu með mér.“ Í samtali við Fréttablaðið segir Inga að eitthvað verði að gera til að hjálpa Sigurbjörgu. „Og ég ætla að gera mitt besta, svo sannarlega.“ Síðast þegar Fréttablaðið fjallaði um málið hafði Sigurbjörg komið Hrolli fyrir í pössun en líkt og komið hefur fram er hún með læknisvottorð upp á að hundurinn litli sé afar mikilvægur heilsu hennar og líðan. Hrollur er nú kominn aftur heim til Sigurbjargar og segir hún hann hafa það ljómandi gott. „Hann er hamingjusamur, þessi elska, og við förum reglulega út að labba saman. Hann fer ekki neitt. Ef hann fer þá fer ég.“
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Öryrkja hent út fyrir hundahald í Hátúni Sigurbjörg Hlöðversdóttir óttast að enda í tjaldi í Laugardal eftir að Brynja, hússjóður ÖBÍ, tilkynnti henni um mánaðamótin að hún þyrfti að afhenda íbúð sína í Hátúni 10 fyrir 1. desember. 6. nóvember 2017 06:00 Heilsuspursmál að Sigurbjörg fái að halda hundinum sínum Læknir mælir eindregið með því að Sigurbjörg Hlöðversdóttir fái að halda hundinum Hrolli, heilsu sinnar vegna. 9. nóvember 2017 06:00 Mest lesið Hópslagsmál og hundaárás Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Sjá meira
Öryrkja hent út fyrir hundahald í Hátúni Sigurbjörg Hlöðversdóttir óttast að enda í tjaldi í Laugardal eftir að Brynja, hússjóður ÖBÍ, tilkynnti henni um mánaðamótin að hún þyrfti að afhenda íbúð sína í Hátúni 10 fyrir 1. desember. 6. nóvember 2017 06:00
Heilsuspursmál að Sigurbjörg fái að halda hundinum sínum Læknir mælir eindregið með því að Sigurbjörg Hlöðversdóttir fái að halda hundinum Hrolli, heilsu sinnar vegna. 9. nóvember 2017 06:00