Sigurbjörg og Hrollur fá aðstoð frá Ingu Sæland Sigurður Mikael Jónsson skrifar 2. desember 2017 07:00 Sigurbjörg Hlöðversdóttir, íbúi í Hátúni 10, kærði ákvörðun Brynju hússjóðs um að vísa henni á dyr vegna hundahalds. vísir/vilhelm „Ég hreyfi mig ekki, enda held ég að það sé ekkert hægt að gera meðan málið er í ferli í kerfinu,“ segir Sigurbjörg Hlöðversdóttir, íbúi í Hátúni 10, sem Brynja, hússjóður Öryrkjabandalagsins, ætlaði að vísa á dyr eigi síðar en í gær, 1. desember. Líkt og Fréttablaðið fjallaði um í síðasta mánuði átti að henda Sigurbjörgu út vegna þess að hún hefur búið þar með Hrolli, pomeranian-hundi sínum, en dýrahald er bannað í öryrkjablokkunum í Hátúni. Sigurbjörg keypti sér hins vegar tíma með því að kæra útburðinn til kærunefndar húsnæðismála í velferðarráðuneytinu. „Ég kærði þetta til ráðuneytisins og framkvæmdastjóri Brynju hefur svarað því erindi. Ég á að fá afrit af því svari til að koma með athugasemdir og staðan núna er sú að ég er bara að bíða eftir þessu bréfi sem lætur bíða eftir sér,“ sagði Sigurbjörg í samtali við Fréttablaðið í gær. Ekkert fararsnið er á henni þó hún hafi átt að vera búin að rýma íbúðina og skila lyklunum þegar blaðamaður ræddi við hana.Hundurinn Hrollur. Fréttablaðið/Aðsend„Ég er ekki búin að pakka, það hvarflar ekki að mér. Ég er búin að setja upp jólaskrautið og fer ekki neitt. Þeir þurfa þá að bera mig út. Næsta skref hjá mér, ef þetta fer illa, er að fara með þetta í Mannréttindastofu. Ég gefst ekki upp, ég neita því.“ Sigurbjörg hefur fengið Ingu Sæland, þingkonu og formann Flokks fólksins, í lið með sér og hafði rætt við hana um málið í gærmorgun. Inga, sem hyggst berjast fyrir málefnum öryrkja og eldri borgara á þingi, ætlar að leggja henni lið. „Hún var gáttuð á þessu og ætlar að berjast í þessu með mér.“ Í samtali við Fréttablaðið segir Inga að eitthvað verði að gera til að hjálpa Sigurbjörgu. „Og ég ætla að gera mitt besta, svo sannarlega.“ Síðast þegar Fréttablaðið fjallaði um málið hafði Sigurbjörg komið Hrolli fyrir í pössun en líkt og komið hefur fram er hún með læknisvottorð upp á að hundurinn litli sé afar mikilvægur heilsu hennar og líðan. Hrollur er nú kominn aftur heim til Sigurbjargar og segir hún hann hafa það ljómandi gott. „Hann er hamingjusamur, þessi elska, og við förum reglulega út að labba saman. Hann fer ekki neitt. Ef hann fer þá fer ég.“ Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Öryrkja hent út fyrir hundahald í Hátúni Sigurbjörg Hlöðversdóttir óttast að enda í tjaldi í Laugardal eftir að Brynja, hússjóður ÖBÍ, tilkynnti henni um mánaðamótin að hún þyrfti að afhenda íbúð sína í Hátúni 10 fyrir 1. desember. 6. nóvember 2017 06:00 Heilsuspursmál að Sigurbjörg fái að halda hundinum sínum Læknir mælir eindregið með því að Sigurbjörg Hlöðversdóttir fái að halda hundinum Hrolli, heilsu sinnar vegna. 9. nóvember 2017 06:00 Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Fleiri fréttir Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Sjá meira
„Ég hreyfi mig ekki, enda held ég að það sé ekkert hægt að gera meðan málið er í ferli í kerfinu,“ segir Sigurbjörg Hlöðversdóttir, íbúi í Hátúni 10, sem Brynja, hússjóður Öryrkjabandalagsins, ætlaði að vísa á dyr eigi síðar en í gær, 1. desember. Líkt og Fréttablaðið fjallaði um í síðasta mánuði átti að henda Sigurbjörgu út vegna þess að hún hefur búið þar með Hrolli, pomeranian-hundi sínum, en dýrahald er bannað í öryrkjablokkunum í Hátúni. Sigurbjörg keypti sér hins vegar tíma með því að kæra útburðinn til kærunefndar húsnæðismála í velferðarráðuneytinu. „Ég kærði þetta til ráðuneytisins og framkvæmdastjóri Brynju hefur svarað því erindi. Ég á að fá afrit af því svari til að koma með athugasemdir og staðan núna er sú að ég er bara að bíða eftir þessu bréfi sem lætur bíða eftir sér,“ sagði Sigurbjörg í samtali við Fréttablaðið í gær. Ekkert fararsnið er á henni þó hún hafi átt að vera búin að rýma íbúðina og skila lyklunum þegar blaðamaður ræddi við hana.Hundurinn Hrollur. Fréttablaðið/Aðsend„Ég er ekki búin að pakka, það hvarflar ekki að mér. Ég er búin að setja upp jólaskrautið og fer ekki neitt. Þeir þurfa þá að bera mig út. Næsta skref hjá mér, ef þetta fer illa, er að fara með þetta í Mannréttindastofu. Ég gefst ekki upp, ég neita því.“ Sigurbjörg hefur fengið Ingu Sæland, þingkonu og formann Flokks fólksins, í lið með sér og hafði rætt við hana um málið í gærmorgun. Inga, sem hyggst berjast fyrir málefnum öryrkja og eldri borgara á þingi, ætlar að leggja henni lið. „Hún var gáttuð á þessu og ætlar að berjast í þessu með mér.“ Í samtali við Fréttablaðið segir Inga að eitthvað verði að gera til að hjálpa Sigurbjörgu. „Og ég ætla að gera mitt besta, svo sannarlega.“ Síðast þegar Fréttablaðið fjallaði um málið hafði Sigurbjörg komið Hrolli fyrir í pössun en líkt og komið hefur fram er hún með læknisvottorð upp á að hundurinn litli sé afar mikilvægur heilsu hennar og líðan. Hrollur er nú kominn aftur heim til Sigurbjargar og segir hún hann hafa það ljómandi gott. „Hann er hamingjusamur, þessi elska, og við förum reglulega út að labba saman. Hann fer ekki neitt. Ef hann fer þá fer ég.“
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Öryrkja hent út fyrir hundahald í Hátúni Sigurbjörg Hlöðversdóttir óttast að enda í tjaldi í Laugardal eftir að Brynja, hússjóður ÖBÍ, tilkynnti henni um mánaðamótin að hún þyrfti að afhenda íbúð sína í Hátúni 10 fyrir 1. desember. 6. nóvember 2017 06:00 Heilsuspursmál að Sigurbjörg fái að halda hundinum sínum Læknir mælir eindregið með því að Sigurbjörg Hlöðversdóttir fái að halda hundinum Hrolli, heilsu sinnar vegna. 9. nóvember 2017 06:00 Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Fleiri fréttir Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Sjá meira
Öryrkja hent út fyrir hundahald í Hátúni Sigurbjörg Hlöðversdóttir óttast að enda í tjaldi í Laugardal eftir að Brynja, hússjóður ÖBÍ, tilkynnti henni um mánaðamótin að hún þyrfti að afhenda íbúð sína í Hátúni 10 fyrir 1. desember. 6. nóvember 2017 06:00
Heilsuspursmál að Sigurbjörg fái að halda hundinum sínum Læknir mælir eindregið með því að Sigurbjörg Hlöðversdóttir fái að halda hundinum Hrolli, heilsu sinnar vegna. 9. nóvember 2017 06:00