Sigurbjörg og Hrollur fá aðstoð frá Ingu Sæland Sigurður Mikael Jónsson skrifar 2. desember 2017 07:00 Sigurbjörg Hlöðversdóttir, íbúi í Hátúni 10, kærði ákvörðun Brynju hússjóðs um að vísa henni á dyr vegna hundahalds. vísir/vilhelm „Ég hreyfi mig ekki, enda held ég að það sé ekkert hægt að gera meðan málið er í ferli í kerfinu,“ segir Sigurbjörg Hlöðversdóttir, íbúi í Hátúni 10, sem Brynja, hússjóður Öryrkjabandalagsins, ætlaði að vísa á dyr eigi síðar en í gær, 1. desember. Líkt og Fréttablaðið fjallaði um í síðasta mánuði átti að henda Sigurbjörgu út vegna þess að hún hefur búið þar með Hrolli, pomeranian-hundi sínum, en dýrahald er bannað í öryrkjablokkunum í Hátúni. Sigurbjörg keypti sér hins vegar tíma með því að kæra útburðinn til kærunefndar húsnæðismála í velferðarráðuneytinu. „Ég kærði þetta til ráðuneytisins og framkvæmdastjóri Brynju hefur svarað því erindi. Ég á að fá afrit af því svari til að koma með athugasemdir og staðan núna er sú að ég er bara að bíða eftir þessu bréfi sem lætur bíða eftir sér,“ sagði Sigurbjörg í samtali við Fréttablaðið í gær. Ekkert fararsnið er á henni þó hún hafi átt að vera búin að rýma íbúðina og skila lyklunum þegar blaðamaður ræddi við hana.Hundurinn Hrollur. Fréttablaðið/Aðsend„Ég er ekki búin að pakka, það hvarflar ekki að mér. Ég er búin að setja upp jólaskrautið og fer ekki neitt. Þeir þurfa þá að bera mig út. Næsta skref hjá mér, ef þetta fer illa, er að fara með þetta í Mannréttindastofu. Ég gefst ekki upp, ég neita því.“ Sigurbjörg hefur fengið Ingu Sæland, þingkonu og formann Flokks fólksins, í lið með sér og hafði rætt við hana um málið í gærmorgun. Inga, sem hyggst berjast fyrir málefnum öryrkja og eldri borgara á þingi, ætlar að leggja henni lið. „Hún var gáttuð á þessu og ætlar að berjast í þessu með mér.“ Í samtali við Fréttablaðið segir Inga að eitthvað verði að gera til að hjálpa Sigurbjörgu. „Og ég ætla að gera mitt besta, svo sannarlega.“ Síðast þegar Fréttablaðið fjallaði um málið hafði Sigurbjörg komið Hrolli fyrir í pössun en líkt og komið hefur fram er hún með læknisvottorð upp á að hundurinn litli sé afar mikilvægur heilsu hennar og líðan. Hrollur er nú kominn aftur heim til Sigurbjargar og segir hún hann hafa það ljómandi gott. „Hann er hamingjusamur, þessi elska, og við förum reglulega út að labba saman. Hann fer ekki neitt. Ef hann fer þá fer ég.“ Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Öryrkja hent út fyrir hundahald í Hátúni Sigurbjörg Hlöðversdóttir óttast að enda í tjaldi í Laugardal eftir að Brynja, hússjóður ÖBÍ, tilkynnti henni um mánaðamótin að hún þyrfti að afhenda íbúð sína í Hátúni 10 fyrir 1. desember. 6. nóvember 2017 06:00 Heilsuspursmál að Sigurbjörg fái að halda hundinum sínum Læknir mælir eindregið með því að Sigurbjörg Hlöðversdóttir fái að halda hundinum Hrolli, heilsu sinnar vegna. 9. nóvember 2017 06:00 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fleiri fréttir Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Sjá meira
„Ég hreyfi mig ekki, enda held ég að það sé ekkert hægt að gera meðan málið er í ferli í kerfinu,“ segir Sigurbjörg Hlöðversdóttir, íbúi í Hátúni 10, sem Brynja, hússjóður Öryrkjabandalagsins, ætlaði að vísa á dyr eigi síðar en í gær, 1. desember. Líkt og Fréttablaðið fjallaði um í síðasta mánuði átti að henda Sigurbjörgu út vegna þess að hún hefur búið þar með Hrolli, pomeranian-hundi sínum, en dýrahald er bannað í öryrkjablokkunum í Hátúni. Sigurbjörg keypti sér hins vegar tíma með því að kæra útburðinn til kærunefndar húsnæðismála í velferðarráðuneytinu. „Ég kærði þetta til ráðuneytisins og framkvæmdastjóri Brynju hefur svarað því erindi. Ég á að fá afrit af því svari til að koma með athugasemdir og staðan núna er sú að ég er bara að bíða eftir þessu bréfi sem lætur bíða eftir sér,“ sagði Sigurbjörg í samtali við Fréttablaðið í gær. Ekkert fararsnið er á henni þó hún hafi átt að vera búin að rýma íbúðina og skila lyklunum þegar blaðamaður ræddi við hana.Hundurinn Hrollur. Fréttablaðið/Aðsend„Ég er ekki búin að pakka, það hvarflar ekki að mér. Ég er búin að setja upp jólaskrautið og fer ekki neitt. Þeir þurfa þá að bera mig út. Næsta skref hjá mér, ef þetta fer illa, er að fara með þetta í Mannréttindastofu. Ég gefst ekki upp, ég neita því.“ Sigurbjörg hefur fengið Ingu Sæland, þingkonu og formann Flokks fólksins, í lið með sér og hafði rætt við hana um málið í gærmorgun. Inga, sem hyggst berjast fyrir málefnum öryrkja og eldri borgara á þingi, ætlar að leggja henni lið. „Hún var gáttuð á þessu og ætlar að berjast í þessu með mér.“ Í samtali við Fréttablaðið segir Inga að eitthvað verði að gera til að hjálpa Sigurbjörgu. „Og ég ætla að gera mitt besta, svo sannarlega.“ Síðast þegar Fréttablaðið fjallaði um málið hafði Sigurbjörg komið Hrolli fyrir í pössun en líkt og komið hefur fram er hún með læknisvottorð upp á að hundurinn litli sé afar mikilvægur heilsu hennar og líðan. Hrollur er nú kominn aftur heim til Sigurbjargar og segir hún hann hafa það ljómandi gott. „Hann er hamingjusamur, þessi elska, og við förum reglulega út að labba saman. Hann fer ekki neitt. Ef hann fer þá fer ég.“
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Öryrkja hent út fyrir hundahald í Hátúni Sigurbjörg Hlöðversdóttir óttast að enda í tjaldi í Laugardal eftir að Brynja, hússjóður ÖBÍ, tilkynnti henni um mánaðamótin að hún þyrfti að afhenda íbúð sína í Hátúni 10 fyrir 1. desember. 6. nóvember 2017 06:00 Heilsuspursmál að Sigurbjörg fái að halda hundinum sínum Læknir mælir eindregið með því að Sigurbjörg Hlöðversdóttir fái að halda hundinum Hrolli, heilsu sinnar vegna. 9. nóvember 2017 06:00 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fleiri fréttir Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Sjá meira
Öryrkja hent út fyrir hundahald í Hátúni Sigurbjörg Hlöðversdóttir óttast að enda í tjaldi í Laugardal eftir að Brynja, hússjóður ÖBÍ, tilkynnti henni um mánaðamótin að hún þyrfti að afhenda íbúð sína í Hátúni 10 fyrir 1. desember. 6. nóvember 2017 06:00
Heilsuspursmál að Sigurbjörg fái að halda hundinum sínum Læknir mælir eindregið með því að Sigurbjörg Hlöðversdóttir fái að halda hundinum Hrolli, heilsu sinnar vegna. 9. nóvember 2017 06:00