Heilsuspursmál að Sigurbjörg fái að halda hundinum sínum Sigurður Mikael Jónsson skrifar 9. nóvember 2017 06:00 Sigurbjörg Hlöðversdóttir er með læknisvottorð fyrir því hversu mikilvægur hundurinn Hrollur er henni. Vísir/Vilhelm Læknir Sigurbjargar Hlöðversdóttur, íbúa í Hátúni 10, mælir eindregið með því að hún fái að halda hundi sínum og segir það mikilvægt heilsu hennar. Líkt og Fréttablaðið greindi frá á mánudag hefur Brynja, hússjóður Öryrkjabandalags Íslands, tilkynnt Sigurbjörgu að hún þurfi að hafa sig á brott úr íbúð sinni fyrir 1. desember næstkomandi, að hennar sögn vegna þess að hún hefur haldið þar lítinn pomeranian-hund sem heitir Hrollur. Gæludýrahald í öryrkjablokkunum í Hátúni var bannað árið 2015 en dæmi eru þó um að íbúar séu enn með gæludýr. Sigurbjörg fær ekki flutning í annað húsnæðisúrræði þar sem gæludýr eru leyfð og má ekki til þess hugsa að þurfa að gefa frá sér hundinn, líkt og fram kom í umfjöllun Fréttablaðsins. Í baráttu sinni fyrir að halda Hrolli og íbúðinni hefur hún nú lagt fram vottorð frá heimilislækni þar sem hann mælir eindregið með því að hún fái halda honum, heilsu sinnar vegna.Hundurinn Hrollur.Í vottorðinu rekur læknirinn að Sigurbjörg hafi um langa hríð glímt við líkamleg og andleg veikindi en að hundurinn hafi veitt henni mikla gleði og lífsfyllingu hin síðari ár og að dýrið sé henni afar kært. „Ekki skilst mér að mikill ófriður sé vegna dýrsins enda ekki geltandi daga og nætur. Ef kattahald er leyft í húsinu er klárt að þegnum hússins er mismunað þó með tilliti til þess sem ég hef áður sagt. Fer vinsaml. fram á að Sigurbjörg fái að halda dýrinu heilsu sinnar vegna.“ Gæludýrabannið í Hátúni var afar umdeilt þegar því var komið á árið 2015 enda dýrin mikilvæg eigendum og mótmæltu íbúar og dýravinir af því tilefni fyrir utan blokkirnar og var ákvörðunin gagnrýnd harðlega. Fjöldi kvartana var ástæðan sem framkvæmdastjóri Brynju gaf fyrir banninu á sínum tíma. Fréttablaðið hefur óskað eftir svörum við því hjá framkvæmdastjóra og stjórnarformanni Brynju hvort komið hafi til álita að endurskoða bannið, hvort einhvern tímann hafi verið gerð könnun á viðhorfi íbúa til gæludýrahalds annarra íbúa í blokkinni í ljósi þess að bannið á rætur sínar að rekja til kvartana og loks hversu mörgum íbúum hafi verið gert að yfirgefa íbúðir sínar í Hátúni vegna dýrahalds frá 2015. Ítrekuðum fyrirspurnum blaðsins hefur ekki verið svarað. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Öryrkja hent út fyrir hundahald í Hátúni Sigurbjörg Hlöðversdóttir óttast að enda í tjaldi í Laugardal eftir að Brynja, hússjóður ÖBÍ, tilkynnti henni um mánaðamótin að hún þyrfti að afhenda íbúð sína í Hátúni 10 fyrir 1. desember. 6. nóvember 2017 06:00 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Fleiri fréttir Myndbirtingar á börnum geta skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Sjá meira
Læknir Sigurbjargar Hlöðversdóttur, íbúa í Hátúni 10, mælir eindregið með því að hún fái að halda hundi sínum og segir það mikilvægt heilsu hennar. Líkt og Fréttablaðið greindi frá á mánudag hefur Brynja, hússjóður Öryrkjabandalags Íslands, tilkynnt Sigurbjörgu að hún þurfi að hafa sig á brott úr íbúð sinni fyrir 1. desember næstkomandi, að hennar sögn vegna þess að hún hefur haldið þar lítinn pomeranian-hund sem heitir Hrollur. Gæludýrahald í öryrkjablokkunum í Hátúni var bannað árið 2015 en dæmi eru þó um að íbúar séu enn með gæludýr. Sigurbjörg fær ekki flutning í annað húsnæðisúrræði þar sem gæludýr eru leyfð og má ekki til þess hugsa að þurfa að gefa frá sér hundinn, líkt og fram kom í umfjöllun Fréttablaðsins. Í baráttu sinni fyrir að halda Hrolli og íbúðinni hefur hún nú lagt fram vottorð frá heimilislækni þar sem hann mælir eindregið með því að hún fái halda honum, heilsu sinnar vegna.Hundurinn Hrollur.Í vottorðinu rekur læknirinn að Sigurbjörg hafi um langa hríð glímt við líkamleg og andleg veikindi en að hundurinn hafi veitt henni mikla gleði og lífsfyllingu hin síðari ár og að dýrið sé henni afar kært. „Ekki skilst mér að mikill ófriður sé vegna dýrsins enda ekki geltandi daga og nætur. Ef kattahald er leyft í húsinu er klárt að þegnum hússins er mismunað þó með tilliti til þess sem ég hef áður sagt. Fer vinsaml. fram á að Sigurbjörg fái að halda dýrinu heilsu sinnar vegna.“ Gæludýrabannið í Hátúni var afar umdeilt þegar því var komið á árið 2015 enda dýrin mikilvæg eigendum og mótmæltu íbúar og dýravinir af því tilefni fyrir utan blokkirnar og var ákvörðunin gagnrýnd harðlega. Fjöldi kvartana var ástæðan sem framkvæmdastjóri Brynju gaf fyrir banninu á sínum tíma. Fréttablaðið hefur óskað eftir svörum við því hjá framkvæmdastjóra og stjórnarformanni Brynju hvort komið hafi til álita að endurskoða bannið, hvort einhvern tímann hafi verið gerð könnun á viðhorfi íbúa til gæludýrahalds annarra íbúa í blokkinni í ljósi þess að bannið á rætur sínar að rekja til kvartana og loks hversu mörgum íbúum hafi verið gert að yfirgefa íbúðir sínar í Hátúni vegna dýrahalds frá 2015. Ítrekuðum fyrirspurnum blaðsins hefur ekki verið svarað.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Öryrkja hent út fyrir hundahald í Hátúni Sigurbjörg Hlöðversdóttir óttast að enda í tjaldi í Laugardal eftir að Brynja, hússjóður ÖBÍ, tilkynnti henni um mánaðamótin að hún þyrfti að afhenda íbúð sína í Hátúni 10 fyrir 1. desember. 6. nóvember 2017 06:00 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Fleiri fréttir Myndbirtingar á börnum geta skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Sjá meira
Öryrkja hent út fyrir hundahald í Hátúni Sigurbjörg Hlöðversdóttir óttast að enda í tjaldi í Laugardal eftir að Brynja, hússjóður ÖBÍ, tilkynnti henni um mánaðamótin að hún þyrfti að afhenda íbúð sína í Hátúni 10 fyrir 1. desember. 6. nóvember 2017 06:00