Öryrkja hent út fyrir hundahald í Hátúni Sigurður Mikael Jónsson skrifar 6. nóvember 2017 06:00 Niðurbrotin. Sigurbjörg Hlöðversdóttir þarf að hafa sig á brott úr íbúðinni í Hátúni 10 vegna hundahalds. vísir/ernir „Ég fer bara niður í Laugardal í tjald, það er ekkert annað að gera,“ segir Sigurbjörg Hlöðversdóttir, íbúi í Hátúni 10, sem fyrir helgi fékk bréf frá Brynju, hússjóði Öryrkjabandalags Íslands, þess efnis að hún þyrfti að hafa sig þaðan á brott fyrir 1. desember næstkomandi. Ástæðan er að Sigurbjörg hefur búið þar með lítinn pomeranian-hund sem er henni allt. Gæludýrahald í öryrkjablokkunum í Hátúni var bannað árið 2015 – vegna fjölda kvartana, að sögn forsvarsmanna Brynju. Bannið vakti hörð viðbrögð á sínum tíma og reyndist mörgum íbúum áfall. Margir íbúanna hafa þó haldið gæludýr í blokkunum síðan enda hafa þeir sagt dýrin sér lífsnauðsynleg. Dýrin hjálpi þeim mjög að rjúfa félagslega einangrun og einsemd. Ekki hafa þó allir verið svo heppnir að vera látnir afskiptalausir með dýr sín.Hundurinn Hrollur. Fréttablaðið/AðsendSigurbjörg kveðst gjörsamlega miður sín enda komi ekki til greina af hennar hálfu að losa sig við hundinn Hroll, sem sé ljósið í lífi hennar. Hún flutti í Hátún 10 í febrúar síðastliðnum og fékk þá sex mánaða reynslusamning eins og tíðkast. „En þegar kom að því að framlengja í september fékk ég bara þrjá mánuði, af því að ég er með þennan litla hund. Svo fékk ég bréf í póstkassann í síðustu viku þar sem mér er sagt að ég verði að koma mér út 1. desember, losa íbúðina og skila lyklunum.“ Aðspurð hvort henni sé gefinn kostur á að losa sig við hundinn og halda íbúðinni segir hún svo vera. „Jú, ég má losa mig við hann en ég losa mig ekki við hann frekar en þetta væri barnið mitt. En þar sem ég neita því þá eru svörin bara: Út með þig. Þessi hundur gerir ekki neitt. Þetta er lítið þriggja kílóa dýr. Það eru aðrir hundar hér og kettir en enginn annar hefur fengið svona bréf.“ Sigurbjörg kveðst hafa leitað til lögfræðings ÖBÍ en fengið þau svör að hússjóðurinn sé í rétti enda húsreglurnar skýrar. Tíðindin reyndust henni verulegt áfall. „Þetta eru húsreglur og allt í góðu með það en það er ekkert svigrúm til samvinnu. Ég hef bent á að hér eru þrjár blokkir í Hátúni, af hverju má ekki ein þeirra leyfa dýr?“ Hún segir hundinn Hroll vinsælan hjá nágrönnum hennar. „Það er ekkert ofnæmi eða kvartanir. Fólkinu hérna þykir svo vænt um hundinn. Það grætur af gleði yfir að fá að klappa honum,“ segir Sigurbjörg sem kveðst hafa farið með hundinn til foreldra sinna í Hveragerði á dögunum þar sem hún hafi verið andlega búin á því. Áfall. Sigurbjörg segir að hún muni ekki láta frá sér hundinn frekar en ef um barnið hennar væri að ræða.vísir/ernir Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
„Ég fer bara niður í Laugardal í tjald, það er ekkert annað að gera,“ segir Sigurbjörg Hlöðversdóttir, íbúi í Hátúni 10, sem fyrir helgi fékk bréf frá Brynju, hússjóði Öryrkjabandalags Íslands, þess efnis að hún þyrfti að hafa sig þaðan á brott fyrir 1. desember næstkomandi. Ástæðan er að Sigurbjörg hefur búið þar með lítinn pomeranian-hund sem er henni allt. Gæludýrahald í öryrkjablokkunum í Hátúni var bannað árið 2015 – vegna fjölda kvartana, að sögn forsvarsmanna Brynju. Bannið vakti hörð viðbrögð á sínum tíma og reyndist mörgum íbúum áfall. Margir íbúanna hafa þó haldið gæludýr í blokkunum síðan enda hafa þeir sagt dýrin sér lífsnauðsynleg. Dýrin hjálpi þeim mjög að rjúfa félagslega einangrun og einsemd. Ekki hafa þó allir verið svo heppnir að vera látnir afskiptalausir með dýr sín.Hundurinn Hrollur. Fréttablaðið/AðsendSigurbjörg kveðst gjörsamlega miður sín enda komi ekki til greina af hennar hálfu að losa sig við hundinn Hroll, sem sé ljósið í lífi hennar. Hún flutti í Hátún 10 í febrúar síðastliðnum og fékk þá sex mánaða reynslusamning eins og tíðkast. „En þegar kom að því að framlengja í september fékk ég bara þrjá mánuði, af því að ég er með þennan litla hund. Svo fékk ég bréf í póstkassann í síðustu viku þar sem mér er sagt að ég verði að koma mér út 1. desember, losa íbúðina og skila lyklunum.“ Aðspurð hvort henni sé gefinn kostur á að losa sig við hundinn og halda íbúðinni segir hún svo vera. „Jú, ég má losa mig við hann en ég losa mig ekki við hann frekar en þetta væri barnið mitt. En þar sem ég neita því þá eru svörin bara: Út með þig. Þessi hundur gerir ekki neitt. Þetta er lítið þriggja kílóa dýr. Það eru aðrir hundar hér og kettir en enginn annar hefur fengið svona bréf.“ Sigurbjörg kveðst hafa leitað til lögfræðings ÖBÍ en fengið þau svör að hússjóðurinn sé í rétti enda húsreglurnar skýrar. Tíðindin reyndust henni verulegt áfall. „Þetta eru húsreglur og allt í góðu með það en það er ekkert svigrúm til samvinnu. Ég hef bent á að hér eru þrjár blokkir í Hátúni, af hverju má ekki ein þeirra leyfa dýr?“ Hún segir hundinn Hroll vinsælan hjá nágrönnum hennar. „Það er ekkert ofnæmi eða kvartanir. Fólkinu hérna þykir svo vænt um hundinn. Það grætur af gleði yfir að fá að klappa honum,“ segir Sigurbjörg sem kveðst hafa farið með hundinn til foreldra sinna í Hveragerði á dögunum þar sem hún hafi verið andlega búin á því. Áfall. Sigurbjörg segir að hún muni ekki láta frá sér hundinn frekar en ef um barnið hennar væri að ræða.vísir/ernir
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda