Í fjögurra vikna farbann grunuð um barnsrán Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. desember 2017 10:54 Dómstólar fallast á það að móðirin sé undir rökstuddum grun um að brjóta gegn 193. grein almennra hegningarlaga og þá má ætla, miðað við það sem fram kom hjá móðurinni er lögreglan tók af henni skýrslu, að hún muni reyna að komast úr landi eða leynast. Vísir/gva Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að kona skuli sæta farbanni í fjórar vikur, eða til 29. desember, vegna gruns um að hafa brotið gegn 193. grein almennra hegningarlaga sem fjallar um barnsrán. Forsaga málsins er sú að konan, sem er af erlendu bergi brotin, og barnsfaðir hennar skildu árið 2012. Var þá ákveðin sameiginleg forsjá með barni þeirra og að lögheimili barnsins yrði hjá föðurnum. Barnið er enn með lögheimili þar og segir í úrskurði héraðsdóms að umgengni móðurinnar við barnið hafi verið vika og vika. Þá sé barnið með íslenskan ríkisborgararétt og íslenskt vegabréf. Í úrskurði héraðsdóms segir að á tímabilinu 13. til 19. mars síðastliðinn hafi móðirin haft umgengni síðast við barni ásamt núverandi sambýlismanni. Þau þrjú hafi farið til heimalands konunnar, án vitundar og samþykkis föðurins og barnið sé þar enn. Móðirin hafi svo snúið til Íslands til að vinna skömmu eftir að þau fóru út og er skráð til heimilis hér á landi.Ætlar ekki að koma til landsins með barnið nema dómstólar úrskurði á ný um breytta tilhögun forsjár „Faðir barnsins hafi ítrekað reynt að fá kærðu til að hlutast til um að barnið snúi aftur heim en því hafi kærða neitað og hafi hún jafnframt hindrað föður í að hafa samskipti við barnið. Þá hafi kærða sagst ekki muna koma með barnið til Íslands, það væri með [...] ríkisborgararétt, og væri hjá fjölskyldu kærðu þar í landi en hafi ekki gefið upplýsingar um hverjir það væru. Faðir barnsins hafi lagt fram beiðni til innanríkisráðuneytisins þann 4. apríl sl. um að barninu yrði skilað til Íslands með vísan til Haagsamningsins. Beiðnin hafi verið send [...] yfirvöldum og mun málið nú vera komið á borð dómstóla þar í landi. Jafnframt hafi faðir barnsins kært kærðu til lögreglu. Þann 8. september sl. hafi faðirinn krafist að Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði að honum yrði til bráðabirgða falin forsjá barnsins og þann 28. nóvember sl. hafi fallið úrskurður þess efnis, sbr. mál E-[...]/2017. Í kjölfar úrskurðarins hafi faðir barnsins skorað á kærðu að koma á forsjá með honum og barninu en hún hafi neitað því. Þann 1. desember hafi framburðarskýrsla verið tekin af kærðu og kvaðst hún ætla að fara til [...] þann 18. desember nk. Þá kvaðst hún ekki ætla að koma aftur til landsins með barnið nema íslenskir dómstólar úrskurði á ný um breytta tilhögun forsjár,“ segir í úrskurði héraðsdóms. Dómstólar fallast á það að móðirin sé undir rökstuddum grun um að brjóta gegn 193. grein almennra hegningarlaga og þá má ætla, miðað við það sem fram kom hjá móðurinni er lögreglan tók af henni skýrslu, að hún muni reyna að komast úr landi eða leynast. Var því fallist á kröfu lögreglunnar um að hún skuli sæta farbanni en dóm Hæstaréttar og úrskurð héraðsdóms má sjá hér. Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að kona skuli sæta farbanni í fjórar vikur, eða til 29. desember, vegna gruns um að hafa brotið gegn 193. grein almennra hegningarlaga sem fjallar um barnsrán. Forsaga málsins er sú að konan, sem er af erlendu bergi brotin, og barnsfaðir hennar skildu árið 2012. Var þá ákveðin sameiginleg forsjá með barni þeirra og að lögheimili barnsins yrði hjá föðurnum. Barnið er enn með lögheimili þar og segir í úrskurði héraðsdóms að umgengni móðurinnar við barnið hafi verið vika og vika. Þá sé barnið með íslenskan ríkisborgararétt og íslenskt vegabréf. Í úrskurði héraðsdóms segir að á tímabilinu 13. til 19. mars síðastliðinn hafi móðirin haft umgengni síðast við barni ásamt núverandi sambýlismanni. Þau þrjú hafi farið til heimalands konunnar, án vitundar og samþykkis föðurins og barnið sé þar enn. Móðirin hafi svo snúið til Íslands til að vinna skömmu eftir að þau fóru út og er skráð til heimilis hér á landi.Ætlar ekki að koma til landsins með barnið nema dómstólar úrskurði á ný um breytta tilhögun forsjár „Faðir barnsins hafi ítrekað reynt að fá kærðu til að hlutast til um að barnið snúi aftur heim en því hafi kærða neitað og hafi hún jafnframt hindrað föður í að hafa samskipti við barnið. Þá hafi kærða sagst ekki muna koma með barnið til Íslands, það væri með [...] ríkisborgararétt, og væri hjá fjölskyldu kærðu þar í landi en hafi ekki gefið upplýsingar um hverjir það væru. Faðir barnsins hafi lagt fram beiðni til innanríkisráðuneytisins þann 4. apríl sl. um að barninu yrði skilað til Íslands með vísan til Haagsamningsins. Beiðnin hafi verið send [...] yfirvöldum og mun málið nú vera komið á borð dómstóla þar í landi. Jafnframt hafi faðir barnsins kært kærðu til lögreglu. Þann 8. september sl. hafi faðirinn krafist að Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði að honum yrði til bráðabirgða falin forsjá barnsins og þann 28. nóvember sl. hafi fallið úrskurður þess efnis, sbr. mál E-[...]/2017. Í kjölfar úrskurðarins hafi faðir barnsins skorað á kærðu að koma á forsjá með honum og barninu en hún hafi neitað því. Þann 1. desember hafi framburðarskýrsla verið tekin af kærðu og kvaðst hún ætla að fara til [...] þann 18. desember nk. Þá kvaðst hún ekki ætla að koma aftur til landsins með barnið nema íslenskir dómstólar úrskurði á ný um breytta tilhögun forsjár,“ segir í úrskurði héraðsdóms. Dómstólar fallast á það að móðirin sé undir rökstuddum grun um að brjóta gegn 193. grein almennra hegningarlaga og þá má ætla, miðað við það sem fram kom hjá móðurinni er lögreglan tók af henni skýrslu, að hún muni reyna að komast úr landi eða leynast. Var því fallist á kröfu lögreglunnar um að hún skuli sæta farbanni en dóm Hæstaréttar og úrskurð héraðsdóms má sjá hér.
Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent