Óttast að sterkir vindar geri eldana í Kaliforníu enn verri Kjartan Kjartansson skrifar 7. desember 2017 11:27 Hús fuðra upp í einum eldanna sem geisa í sunnanverðri Kaliforníu. Vísir/AFP Sérfræðingar vara því að veðuraðstæður eigi eftir að gera slökkviliðsmönnum enn erfiðara fyrir að ná tökum á kjarreldunum sem loga í suðurhluta Kaliforníu í dag. Hundruð slökkviliðsmanna glíma nú við eldana en þeir hafa meðal annars náð til hverfa auðmanna í Los Angeles. Eldarnir í Suður-Kaliforníu eru með þeim verstu í manna minnum. Yfirvöld í ríkinu hafa gefið út fjólubláa viðvörun, hæstu mögulega viðvörun vegna „gríðarlega alvarlegs eldveðurs“. Um 200.000 manns hefur verið skipað að yfirgefa heimili sín undanfarna daga og eru skyldurýmingar sums staðar enn í gildi. Heitt og þurrt hefur verið í veðri í sunnanverðri Kaliforníu. Staðbundnir vindar, svonefndir Santa Ana-vindar, hafa bæði stuðlað að þeim eldfimu aðstæðum og blásið lífi í eldana sem hafa kviknað.Myndbandið hér fyrir neðan var tekið á hraðbraut nærri Los Angeles snemma morguns.Shocking video shows wildfire raging next to highway full of early-morning commuters in Los Angeles. https://t.co/sbp5JvSesP pic.twitter.com/kUYDAoac3u— ABC News (@ABC) December 7, 2017 Spáð er að bæta muni í vindinn í dag með vindhviðum allt að 35 m/s, að því er segir í frétt CNN. Tim Chavez, sérfræðingur í hegðun elda, segir að eldarnir geti breytt mikið úr sér við þessar aðstæður. Stórir eldar loga nú þegar á nokkrum stöðum í Kaliforníu. „Það verður ekki hægt að glíma við eldana í vindi af þessu tagi,“ segir Ken Pimlott, yfirmaður slökkviliðsmála í Kaliforníu, að því er kemur fram í umfjöllun breska ríkisútvarpsins BBC. Nokkur hús í Bel-Air-hverfinu í Los Angeles hafa meðal annars orðið eldinum að bráð. Í hverfinu búa stórstjörnur og auðkýfingar eins og söngkonan Beyoncé og Elon Musk, eigandi Tesla og SpaceX. Yfirvöld hafa ekki getað slegið á hversu mörg íbúðarhús hafi brunnið í stærsta eldinum í Venturas-ýslu vegna þess að enn logar glatt í þeim. Að minnsta kosti 150 hús eru þó talin hafa eyðilagst fram að þessu.Myndunum af eldunum hér fyrir neðan tísti Randy Bresnik, bandarískur geimfari um borð í Alþjóðlegu geimstöðinni.I was asked this evening if we can see the SoCal fires from space. Yes Faith, unfortunately we can. May the Santa Ana's die down soon. #Californiawildfire pic.twitter.com/qNzjTjWa4t— Randy Bresnik (@AstroKomrade) December 6, 2017 Tengdar fréttir Hundruð heimila orðið skógareldum að bráð Norðan af Los Angeles geisa nú illvígir skógareldar. 6. desember 2017 07:44 Þúsundum gert að yfirgefa heimili sín vegna skógarelda í Kaliforníu Eldurinn kviknaði snemma í gærkvöldi að staðartíma í Ventura-sýslu og breiddist hratt út þar sem hann var búinn að brenna um 4000 hektara af landi á aðeins nokkrum klukkutímum. 5. desember 2017 11:35 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Fleiri fréttir Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Sjá meira
Sérfræðingar vara því að veðuraðstæður eigi eftir að gera slökkviliðsmönnum enn erfiðara fyrir að ná tökum á kjarreldunum sem loga í suðurhluta Kaliforníu í dag. Hundruð slökkviliðsmanna glíma nú við eldana en þeir hafa meðal annars náð til hverfa auðmanna í Los Angeles. Eldarnir í Suður-Kaliforníu eru með þeim verstu í manna minnum. Yfirvöld í ríkinu hafa gefið út fjólubláa viðvörun, hæstu mögulega viðvörun vegna „gríðarlega alvarlegs eldveðurs“. Um 200.000 manns hefur verið skipað að yfirgefa heimili sín undanfarna daga og eru skyldurýmingar sums staðar enn í gildi. Heitt og þurrt hefur verið í veðri í sunnanverðri Kaliforníu. Staðbundnir vindar, svonefndir Santa Ana-vindar, hafa bæði stuðlað að þeim eldfimu aðstæðum og blásið lífi í eldana sem hafa kviknað.Myndbandið hér fyrir neðan var tekið á hraðbraut nærri Los Angeles snemma morguns.Shocking video shows wildfire raging next to highway full of early-morning commuters in Los Angeles. https://t.co/sbp5JvSesP pic.twitter.com/kUYDAoac3u— ABC News (@ABC) December 7, 2017 Spáð er að bæta muni í vindinn í dag með vindhviðum allt að 35 m/s, að því er segir í frétt CNN. Tim Chavez, sérfræðingur í hegðun elda, segir að eldarnir geti breytt mikið úr sér við þessar aðstæður. Stórir eldar loga nú þegar á nokkrum stöðum í Kaliforníu. „Það verður ekki hægt að glíma við eldana í vindi af þessu tagi,“ segir Ken Pimlott, yfirmaður slökkviliðsmála í Kaliforníu, að því er kemur fram í umfjöllun breska ríkisútvarpsins BBC. Nokkur hús í Bel-Air-hverfinu í Los Angeles hafa meðal annars orðið eldinum að bráð. Í hverfinu búa stórstjörnur og auðkýfingar eins og söngkonan Beyoncé og Elon Musk, eigandi Tesla og SpaceX. Yfirvöld hafa ekki getað slegið á hversu mörg íbúðarhús hafi brunnið í stærsta eldinum í Venturas-ýslu vegna þess að enn logar glatt í þeim. Að minnsta kosti 150 hús eru þó talin hafa eyðilagst fram að þessu.Myndunum af eldunum hér fyrir neðan tísti Randy Bresnik, bandarískur geimfari um borð í Alþjóðlegu geimstöðinni.I was asked this evening if we can see the SoCal fires from space. Yes Faith, unfortunately we can. May the Santa Ana's die down soon. #Californiawildfire pic.twitter.com/qNzjTjWa4t— Randy Bresnik (@AstroKomrade) December 6, 2017
Tengdar fréttir Hundruð heimila orðið skógareldum að bráð Norðan af Los Angeles geisa nú illvígir skógareldar. 6. desember 2017 07:44 Þúsundum gert að yfirgefa heimili sín vegna skógarelda í Kaliforníu Eldurinn kviknaði snemma í gærkvöldi að staðartíma í Ventura-sýslu og breiddist hratt út þar sem hann var búinn að brenna um 4000 hektara af landi á aðeins nokkrum klukkutímum. 5. desember 2017 11:35 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Fleiri fréttir Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Sjá meira
Hundruð heimila orðið skógareldum að bráð Norðan af Los Angeles geisa nú illvígir skógareldar. 6. desember 2017 07:44
Þúsundum gert að yfirgefa heimili sín vegna skógarelda í Kaliforníu Eldurinn kviknaði snemma í gærkvöldi að staðartíma í Ventura-sýslu og breiddist hratt út þar sem hann var búinn að brenna um 4000 hektara af landi á aðeins nokkrum klukkutímum. 5. desember 2017 11:35
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent