Innlent

Íbúum tjaldsvæðsins hrollkalt í rafmagnsleysi

Gissur Sigurðsson skrifar
Það var kalt á tjaldsvæðinu í nótt.
Það var kalt á tjaldsvæðinu í nótt. Skjáskot
Rafmagn fór af tjaldsvæðinu í Laugardal um miðnætti og var ekki komið á aftur á sjöunda tímanum í morgun.

Það hefur því snarkólnað í hjólhýsum og húsbílum þar sem fólk hefst nú við í húsnæðisvanda sínum.

Einn íbúi húsbíls sagði í viðtali við frétttastofuna á sjöunda tímanum í morgun að það væri ekki aðeins orðið skítkalt í bílnum, heldur væri rafmagnið líka farið af ísskápum og svo væru auðvitað engin ljós.

Hann taldi að of lítil spenna væri á rafmagnskerfi tjaldsvæðisins og því gæti þetta gerst í kulda. Ekki bætti úr skák að allir kynntu húsbíla sína vel nú þegar jafn kalt er í veðri. Frostið fór niður í um 8 gráður í nótt.

Starfsmaður Hostelsins, sem rekið er við tjaldstæðið, bauð köldu fólki gistingu þar, og munu einhverjir hafa þegið það.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×