Hópur fólks býr á tjaldsvæðinu í Laugardal yfir vetrarmánuðina vegna húsnæðisskorts Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 22. febrúar 2017 19:15 Hópur fólks hefur í vetur neyðst til að búa í húsbílum og hjólhýsum á tjaldsvæðinu í Laugardal vegna hás leiguverðs og íbúðaskorts á höfuðborgarsvæðinu. Maður sem hefur dvalið þar síðustu mánuði segir verst að þurfa að fara út á nóttunni til að fara á klósettið. „Það eru örfáir einstaklingar, Íslendingar, sem hafa valið það að koma hérna til lengri eða skemmri tíma hérna yfir veturinn. Ég ímynda mér að í vetur hafi verið svona þrír til fimm að jafnaði sem hafa dvalið hérna á svæðinu í bílum,” segir Markús Einarsson, framkvæmdastjóri Farfugla og tjaldsvæðisins í Laugardal. Þetta er í fyrsta skipti sem tjaldsvæðið er opið yfir vetrartímann og ljóst að eftirspurn er eftir því. Fólk dvelur þar mislengi, einhverjir mánuðum saman. „Kannski frá einum og upp í fjóra, fimm mánuði. Það held ég að sé það algengasta. Við höfum svo sem ekki neina greiningu á því afhverju fólk er hérna. Fyrir suma er þetta lífstíll, sumir eru að koma hérna til skemmri dvalar til að heimsækja ættingja og vini. Fyrir einhverja er þetta lausn vegna þess að menn hafa ekki í önnur hús að vernda. Það er á nokkuð mismunandi forsendum sem fólk er hérna hjá okkur,” segir Markús. Fréttastofa ræddi við mann sem hefur undanfarna fjóra mánuði fengið að gista í hjólhýsi sem vinur hans dvelur í á tjaldsvæðinu. Báðir eru mennirnir í fullu starfi. „Það er mjög erfitt að fá sér íbúð þegar maður er einn hérna á Íslandi. Ég er búin að reyna síðan áður en ég kom til Íslands, í desember, það gengur ekki,” segir maðurinn sem vill ekki koma fram undir nafni. Þeir sem dvelja á tjaldsvæðinu hafa aðgang að eldunaraðstöðu, rennandi vatni og salerni á farfuglaheiminu Farfuglum sem er á svæðinu. „Það er straumur sem maður tengir við bílinn og þá verður hiti. Ef það væri ekki straumur myndi það verða mjög erfitt. Fá gashitara og það myndi kosta mikinn pening. En rennandi klósett, það er smá problem. En farfuglaheimilið er alltaf opið. Maður getur alltaf farið þangað. Bara leiðinlegt á nóttunni að klæða sig í föt og fara langt.” Tengdar fréttir Yfirbjóða fasteignir í „panikk“-ástandi Fasteignasali segir að spenna hafi aukist mikið á fasteignamarkaði frá því greiningardeild Arionbanka spáði 30 prósenta hækkun á húsnæðisverði. Seljendur verðleggja eignir hærra en fasteignasalar ráðleggja. Jafnvægi á milli seljenda. 22. febrúar 2017 05:00 Hefur á fjörutíu ára ferli aldrei upplifað annað eins neyðarástand á leigumarkaði Færst hefur í aukana að fólk í íbúðaleit taki í örvæntingu sinni á leigu dýrari íbúðir en það ræður við vegna skorts á leiguíbúðum, sem leiðir oft til þess að það endar í vanskilum. Þetta segir formaður Húseigendafélagsins. Hann segist á fjörtíu ára ferli aldrei hafa upplifað annað eins neyðarástand á húsnæðis - og leigumarkaði. Það minni á stríðsárin þegar Braggahverfin urðu til. 21. febrúar 2017 19:00 Erfið staða á leigumarkaði: Ráðlagt að fara á gistiheimili með börnin Sjaldan eða aldrei hefur verið jafn erfitt að verða sér úti um leiguíbúð á höfuðborgarsvæðinu og nú. Einstæðri móður á leigumarkaði var ráðlagt af starfsfólki Félagsbústaða að fara með börn sín, tveggja og fjögurra ára, á gistiheimili þegar hún missir húsnæði sitt um mánaðarmótin. 9. febrúar 2017 19:30 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Sjá meira
Hópur fólks hefur í vetur neyðst til að búa í húsbílum og hjólhýsum á tjaldsvæðinu í Laugardal vegna hás leiguverðs og íbúðaskorts á höfuðborgarsvæðinu. Maður sem hefur dvalið þar síðustu mánuði segir verst að þurfa að fara út á nóttunni til að fara á klósettið. „Það eru örfáir einstaklingar, Íslendingar, sem hafa valið það að koma hérna til lengri eða skemmri tíma hérna yfir veturinn. Ég ímynda mér að í vetur hafi verið svona þrír til fimm að jafnaði sem hafa dvalið hérna á svæðinu í bílum,” segir Markús Einarsson, framkvæmdastjóri Farfugla og tjaldsvæðisins í Laugardal. Þetta er í fyrsta skipti sem tjaldsvæðið er opið yfir vetrartímann og ljóst að eftirspurn er eftir því. Fólk dvelur þar mislengi, einhverjir mánuðum saman. „Kannski frá einum og upp í fjóra, fimm mánuði. Það held ég að sé það algengasta. Við höfum svo sem ekki neina greiningu á því afhverju fólk er hérna. Fyrir suma er þetta lífstíll, sumir eru að koma hérna til skemmri dvalar til að heimsækja ættingja og vini. Fyrir einhverja er þetta lausn vegna þess að menn hafa ekki í önnur hús að vernda. Það er á nokkuð mismunandi forsendum sem fólk er hérna hjá okkur,” segir Markús. Fréttastofa ræddi við mann sem hefur undanfarna fjóra mánuði fengið að gista í hjólhýsi sem vinur hans dvelur í á tjaldsvæðinu. Báðir eru mennirnir í fullu starfi. „Það er mjög erfitt að fá sér íbúð þegar maður er einn hérna á Íslandi. Ég er búin að reyna síðan áður en ég kom til Íslands, í desember, það gengur ekki,” segir maðurinn sem vill ekki koma fram undir nafni. Þeir sem dvelja á tjaldsvæðinu hafa aðgang að eldunaraðstöðu, rennandi vatni og salerni á farfuglaheiminu Farfuglum sem er á svæðinu. „Það er straumur sem maður tengir við bílinn og þá verður hiti. Ef það væri ekki straumur myndi það verða mjög erfitt. Fá gashitara og það myndi kosta mikinn pening. En rennandi klósett, það er smá problem. En farfuglaheimilið er alltaf opið. Maður getur alltaf farið þangað. Bara leiðinlegt á nóttunni að klæða sig í föt og fara langt.”
Tengdar fréttir Yfirbjóða fasteignir í „panikk“-ástandi Fasteignasali segir að spenna hafi aukist mikið á fasteignamarkaði frá því greiningardeild Arionbanka spáði 30 prósenta hækkun á húsnæðisverði. Seljendur verðleggja eignir hærra en fasteignasalar ráðleggja. Jafnvægi á milli seljenda. 22. febrúar 2017 05:00 Hefur á fjörutíu ára ferli aldrei upplifað annað eins neyðarástand á leigumarkaði Færst hefur í aukana að fólk í íbúðaleit taki í örvæntingu sinni á leigu dýrari íbúðir en það ræður við vegna skorts á leiguíbúðum, sem leiðir oft til þess að það endar í vanskilum. Þetta segir formaður Húseigendafélagsins. Hann segist á fjörtíu ára ferli aldrei hafa upplifað annað eins neyðarástand á húsnæðis - og leigumarkaði. Það minni á stríðsárin þegar Braggahverfin urðu til. 21. febrúar 2017 19:00 Erfið staða á leigumarkaði: Ráðlagt að fara á gistiheimili með börnin Sjaldan eða aldrei hefur verið jafn erfitt að verða sér úti um leiguíbúð á höfuðborgarsvæðinu og nú. Einstæðri móður á leigumarkaði var ráðlagt af starfsfólki Félagsbústaða að fara með börn sín, tveggja og fjögurra ára, á gistiheimili þegar hún missir húsnæði sitt um mánaðarmótin. 9. febrúar 2017 19:30 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Sjá meira
Yfirbjóða fasteignir í „panikk“-ástandi Fasteignasali segir að spenna hafi aukist mikið á fasteignamarkaði frá því greiningardeild Arionbanka spáði 30 prósenta hækkun á húsnæðisverði. Seljendur verðleggja eignir hærra en fasteignasalar ráðleggja. Jafnvægi á milli seljenda. 22. febrúar 2017 05:00
Hefur á fjörutíu ára ferli aldrei upplifað annað eins neyðarástand á leigumarkaði Færst hefur í aukana að fólk í íbúðaleit taki í örvæntingu sinni á leigu dýrari íbúðir en það ræður við vegna skorts á leiguíbúðum, sem leiðir oft til þess að það endar í vanskilum. Þetta segir formaður Húseigendafélagsins. Hann segist á fjörtíu ára ferli aldrei hafa upplifað annað eins neyðarástand á húsnæðis - og leigumarkaði. Það minni á stríðsárin þegar Braggahverfin urðu til. 21. febrúar 2017 19:00
Erfið staða á leigumarkaði: Ráðlagt að fara á gistiheimili með börnin Sjaldan eða aldrei hefur verið jafn erfitt að verða sér úti um leiguíbúð á höfuðborgarsvæðinu og nú. Einstæðri móður á leigumarkaði var ráðlagt af starfsfólki Félagsbústaða að fara með börn sín, tveggja og fjögurra ára, á gistiheimili þegar hún missir húsnæði sitt um mánaðarmótin. 9. febrúar 2017 19:30