Óttast að sterkir vindar geri eldana í Kaliforníu enn verri Kjartan Kjartansson skrifar 7. desember 2017 11:27 Hús fuðra upp í einum eldanna sem geisa í sunnanverðri Kaliforníu. Vísir/AFP Sérfræðingar vara því að veðuraðstæður eigi eftir að gera slökkviliðsmönnum enn erfiðara fyrir að ná tökum á kjarreldunum sem loga í suðurhluta Kaliforníu í dag. Hundruð slökkviliðsmanna glíma nú við eldana en þeir hafa meðal annars náð til hverfa auðmanna í Los Angeles. Eldarnir í Suður-Kaliforníu eru með þeim verstu í manna minnum. Yfirvöld í ríkinu hafa gefið út fjólubláa viðvörun, hæstu mögulega viðvörun vegna „gríðarlega alvarlegs eldveðurs“. Um 200.000 manns hefur verið skipað að yfirgefa heimili sín undanfarna daga og eru skyldurýmingar sums staðar enn í gildi. Heitt og þurrt hefur verið í veðri í sunnanverðri Kaliforníu. Staðbundnir vindar, svonefndir Santa Ana-vindar, hafa bæði stuðlað að þeim eldfimu aðstæðum og blásið lífi í eldana sem hafa kviknað.Myndbandið hér fyrir neðan var tekið á hraðbraut nærri Los Angeles snemma morguns.Shocking video shows wildfire raging next to highway full of early-morning commuters in Los Angeles. https://t.co/sbp5JvSesP pic.twitter.com/kUYDAoac3u— ABC News (@ABC) December 7, 2017 Spáð er að bæta muni í vindinn í dag með vindhviðum allt að 35 m/s, að því er segir í frétt CNN. Tim Chavez, sérfræðingur í hegðun elda, segir að eldarnir geti breytt mikið úr sér við þessar aðstæður. Stórir eldar loga nú þegar á nokkrum stöðum í Kaliforníu. „Það verður ekki hægt að glíma við eldana í vindi af þessu tagi,“ segir Ken Pimlott, yfirmaður slökkviliðsmála í Kaliforníu, að því er kemur fram í umfjöllun breska ríkisútvarpsins BBC. Nokkur hús í Bel-Air-hverfinu í Los Angeles hafa meðal annars orðið eldinum að bráð. Í hverfinu búa stórstjörnur og auðkýfingar eins og söngkonan Beyoncé og Elon Musk, eigandi Tesla og SpaceX. Yfirvöld hafa ekki getað slegið á hversu mörg íbúðarhús hafi brunnið í stærsta eldinum í Venturas-ýslu vegna þess að enn logar glatt í þeim. Að minnsta kosti 150 hús eru þó talin hafa eyðilagst fram að þessu.Myndunum af eldunum hér fyrir neðan tísti Randy Bresnik, bandarískur geimfari um borð í Alþjóðlegu geimstöðinni.I was asked this evening if we can see the SoCal fires from space. Yes Faith, unfortunately we can. May the Santa Ana's die down soon. #Californiawildfire pic.twitter.com/qNzjTjWa4t— Randy Bresnik (@AstroKomrade) December 6, 2017 Tengdar fréttir Hundruð heimila orðið skógareldum að bráð Norðan af Los Angeles geisa nú illvígir skógareldar. 6. desember 2017 07:44 Þúsundum gert að yfirgefa heimili sín vegna skógarelda í Kaliforníu Eldurinn kviknaði snemma í gærkvöldi að staðartíma í Ventura-sýslu og breiddist hratt út þar sem hann var búinn að brenna um 4000 hektara af landi á aðeins nokkrum klukkutímum. 5. desember 2017 11:35 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Fleiri fréttir Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Sjá meira
Sérfræðingar vara því að veðuraðstæður eigi eftir að gera slökkviliðsmönnum enn erfiðara fyrir að ná tökum á kjarreldunum sem loga í suðurhluta Kaliforníu í dag. Hundruð slökkviliðsmanna glíma nú við eldana en þeir hafa meðal annars náð til hverfa auðmanna í Los Angeles. Eldarnir í Suður-Kaliforníu eru með þeim verstu í manna minnum. Yfirvöld í ríkinu hafa gefið út fjólubláa viðvörun, hæstu mögulega viðvörun vegna „gríðarlega alvarlegs eldveðurs“. Um 200.000 manns hefur verið skipað að yfirgefa heimili sín undanfarna daga og eru skyldurýmingar sums staðar enn í gildi. Heitt og þurrt hefur verið í veðri í sunnanverðri Kaliforníu. Staðbundnir vindar, svonefndir Santa Ana-vindar, hafa bæði stuðlað að þeim eldfimu aðstæðum og blásið lífi í eldana sem hafa kviknað.Myndbandið hér fyrir neðan var tekið á hraðbraut nærri Los Angeles snemma morguns.Shocking video shows wildfire raging next to highway full of early-morning commuters in Los Angeles. https://t.co/sbp5JvSesP pic.twitter.com/kUYDAoac3u— ABC News (@ABC) December 7, 2017 Spáð er að bæta muni í vindinn í dag með vindhviðum allt að 35 m/s, að því er segir í frétt CNN. Tim Chavez, sérfræðingur í hegðun elda, segir að eldarnir geti breytt mikið úr sér við þessar aðstæður. Stórir eldar loga nú þegar á nokkrum stöðum í Kaliforníu. „Það verður ekki hægt að glíma við eldana í vindi af þessu tagi,“ segir Ken Pimlott, yfirmaður slökkviliðsmála í Kaliforníu, að því er kemur fram í umfjöllun breska ríkisútvarpsins BBC. Nokkur hús í Bel-Air-hverfinu í Los Angeles hafa meðal annars orðið eldinum að bráð. Í hverfinu búa stórstjörnur og auðkýfingar eins og söngkonan Beyoncé og Elon Musk, eigandi Tesla og SpaceX. Yfirvöld hafa ekki getað slegið á hversu mörg íbúðarhús hafi brunnið í stærsta eldinum í Venturas-ýslu vegna þess að enn logar glatt í þeim. Að minnsta kosti 150 hús eru þó talin hafa eyðilagst fram að þessu.Myndunum af eldunum hér fyrir neðan tísti Randy Bresnik, bandarískur geimfari um borð í Alþjóðlegu geimstöðinni.I was asked this evening if we can see the SoCal fires from space. Yes Faith, unfortunately we can. May the Santa Ana's die down soon. #Californiawildfire pic.twitter.com/qNzjTjWa4t— Randy Bresnik (@AstroKomrade) December 6, 2017
Tengdar fréttir Hundruð heimila orðið skógareldum að bráð Norðan af Los Angeles geisa nú illvígir skógareldar. 6. desember 2017 07:44 Þúsundum gert að yfirgefa heimili sín vegna skógarelda í Kaliforníu Eldurinn kviknaði snemma í gærkvöldi að staðartíma í Ventura-sýslu og breiddist hratt út þar sem hann var búinn að brenna um 4000 hektara af landi á aðeins nokkrum klukkutímum. 5. desember 2017 11:35 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Fleiri fréttir Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Sjá meira
Hundruð heimila orðið skógareldum að bráð Norðan af Los Angeles geisa nú illvígir skógareldar. 6. desember 2017 07:44
Þúsundum gert að yfirgefa heimili sín vegna skógarelda í Kaliforníu Eldurinn kviknaði snemma í gærkvöldi að staðartíma í Ventura-sýslu og breiddist hratt út þar sem hann var búinn að brenna um 4000 hektara af landi á aðeins nokkrum klukkutímum. 5. desember 2017 11:35
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“