Trump vill losa sig við Tillerson Daníel Freyr Birkisson skrifar 30. nóvember 2017 15:29 Trump og Tillerson virðast ekki eiga skap saman. Vísir/AFP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, leggur þessa dagana drög að uppsagnarbréfi utanríkisráðherra síns, Rex Tillerson. Samband þeirra hefur stirðnað á undanförnum mánuðum og er unnið að áætlun að bola honum úr embætti. New York Times greinir frá. Talið er að Mike Pompeo, framkvæmdastjóri CIA, muni taka við embættinu. Í kjölfarið myndi öldungadeildarþingmaðurinn Tom Cotton frá Arkansas taka við sem framkvæmdastjóri CIA af Pompeo en samband hans og Trump er talið afar gott. Ýmsar vísbendingar hafa komið í ljós um að forsetinn og utanríkisráðherrann eigi ekki skap saman og hefur verið litið á það sem tímaspursmál hvenær sá síðarnefndi muni víkja úr embætti. Utanríkisstefna þeirra virðist ekki samræmd. Auk þess komu fram fréttir þess efnis að Tillerson hefði kallað Trump „fábjána“. Tillerson neitaði því ekki, aðspurður hvort það reyndist satt. Orðrómar um að Tillerson myndi segja af sér urðu svo háværir að boðað var til blaðamannafundar í byrjun október þar sem hann sagðist ekki hafa það í hyggju að segja af sér. Talið var að Tillerson myndi allavega sitja sem ráðherra út árið en fjölmiðlar vestanhafs greina nú frá því að Trump gæti látið til skarar skríða hvenær sem er og því tvísýnt hvort utanríkisráðherrann endist út þann tíma. Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Fleiri fréttir Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, leggur þessa dagana drög að uppsagnarbréfi utanríkisráðherra síns, Rex Tillerson. Samband þeirra hefur stirðnað á undanförnum mánuðum og er unnið að áætlun að bola honum úr embætti. New York Times greinir frá. Talið er að Mike Pompeo, framkvæmdastjóri CIA, muni taka við embættinu. Í kjölfarið myndi öldungadeildarþingmaðurinn Tom Cotton frá Arkansas taka við sem framkvæmdastjóri CIA af Pompeo en samband hans og Trump er talið afar gott. Ýmsar vísbendingar hafa komið í ljós um að forsetinn og utanríkisráðherrann eigi ekki skap saman og hefur verið litið á það sem tímaspursmál hvenær sá síðarnefndi muni víkja úr embætti. Utanríkisstefna þeirra virðist ekki samræmd. Auk þess komu fram fréttir þess efnis að Tillerson hefði kallað Trump „fábjána“. Tillerson neitaði því ekki, aðspurður hvort það reyndist satt. Orðrómar um að Tillerson myndi segja af sér urðu svo háværir að boðað var til blaðamannafundar í byrjun október þar sem hann sagðist ekki hafa það í hyggju að segja af sér. Talið var að Tillerson myndi allavega sitja sem ráðherra út árið en fjölmiðlar vestanhafs greina nú frá því að Trump gæti látið til skarar skríða hvenær sem er og því tvísýnt hvort utanríkisráðherrann endist út þann tíma.
Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Fleiri fréttir Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Sjá meira