„Ég hefði átt að skilja þá eftir í fangelsi!“ Samúel Karl Ólason skrifar 20. nóvember 2017 12:00 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/Getty „Nú þegar Körfuboltamennirnir þrír eru komnir frá Kína og búið að bjarga þeim frá mörgum árum í fangelsi, er LaVar Ball, faðir LiAngelo, vanþakklátur fyrir það sem ég gerði fyrir son hans og hann er á því að búðahnupl sé lítið mál. Ég hefði átt að skilja þá eftir í fangelsi!“ Þetta skrifaði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, á Twitter í gær. Þar var hann að vísa til þess að faðir eins af þremur háskólanemendum sem handteknir voru fyrir þjófnað úr verslun í Kína, hefur gert lítið úr þætti forsetans varðandi það að nemendunum þremur var sleppt frá Kína. Um er að ræða þá LiAngelo Ball, Cody Riley og Jalen Hill sem sakaðir voru um að hafa stolið sólgleraugum úr Louis Vuitton verslun i borginni Hangzhou. Körfuboltalið þeirra hafði verið þar að keppa. Þeir voru handteknir og yfirheyrðir en voru aldrei fangelsaðir. Þeim hefur öllum verið vikið úr liðinu og meinað að keppa aftur í háskóladeild Bandaríkjanna. Trump segist hafa beðið Xi Jinping, forseta Kína, persónulega um að grípa inni.Samkvæmt frétt CNN gerði faðir LiAngelo Ball lítið úr þætti Trump í því að syni hans hefði verið sleppt. Forsetinn var ekki sáttur við það. Trump var þó ekki hættur og tísti aftur skömmu seinna. „Búðahnupl er alvarlegt mál í Kína, eins og það ætti að vera (5-10 ár í fangelsi), en það finnst LaVar ekki. Ég hefði frekar átt að ná syni hans heim í næstu ferð minni til Kína. Kína sagði þeim af hverju þeim var sleppt. Mjög vanþakklátir!“Now that the three basketball players are out of China and saved from years in jail, LaVar Ball, the father of LiAngelo, is unaccepting of what I did for his son and that shoplifting is no big deal. I should have left them in jail! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 19, 2017Shoplifting is a very big deal in China, as it should be (5-10 years in jail), but not to father LaVar. Should have gotten his son out during my next trip to China instead. China told them why they were released. Very ungrateful! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 19, 2017 Þar er sagan þó ekki öll sögð því í síðustu viku, eftir að nemendunum þremur hafði verið sleppt, tísti Trump og fór beinlínis fram á það að hinir ungu menn myndu þakka honum fyrir. „Haldið þið að að UCLA körfuboltaleikmennirnir muni segja þakka þér Trump forseti? Þeir stefndu á tíu ára fangelsisvist!“ Þetta tíst var skrifað snemma um morguninn nemendurnir höfðu ekki komið aftur til Bandaríkjanna frá Kína, nema nokkrum klukkustundum áður. Þeir héldu svo blaðamannafund og þökkuðu forsetanum fyrir sem sendi þeim tvö tíst til viðbótar og óskaði þeim frábærs lífs.Do you think the three UCLA Basketball Players will say thank you President Trump? They were headed for 10 years in jail! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 15, 2017To the three UCLA basketball players I say: You're welcome, go out and give a big Thank You to President Xi Jinping of China who made..... — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 16, 2017....your release possible and, HAVE A GREAT LIFE! Be careful, there are many pitfalls on the long and winding road of life! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 16, 2017 Donald Trump Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Fleiri fréttir Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Sjá meira
„Nú þegar Körfuboltamennirnir þrír eru komnir frá Kína og búið að bjarga þeim frá mörgum árum í fangelsi, er LaVar Ball, faðir LiAngelo, vanþakklátur fyrir það sem ég gerði fyrir son hans og hann er á því að búðahnupl sé lítið mál. Ég hefði átt að skilja þá eftir í fangelsi!“ Þetta skrifaði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, á Twitter í gær. Þar var hann að vísa til þess að faðir eins af þremur háskólanemendum sem handteknir voru fyrir þjófnað úr verslun í Kína, hefur gert lítið úr þætti forsetans varðandi það að nemendunum þremur var sleppt frá Kína. Um er að ræða þá LiAngelo Ball, Cody Riley og Jalen Hill sem sakaðir voru um að hafa stolið sólgleraugum úr Louis Vuitton verslun i borginni Hangzhou. Körfuboltalið þeirra hafði verið þar að keppa. Þeir voru handteknir og yfirheyrðir en voru aldrei fangelsaðir. Þeim hefur öllum verið vikið úr liðinu og meinað að keppa aftur í háskóladeild Bandaríkjanna. Trump segist hafa beðið Xi Jinping, forseta Kína, persónulega um að grípa inni.Samkvæmt frétt CNN gerði faðir LiAngelo Ball lítið úr þætti Trump í því að syni hans hefði verið sleppt. Forsetinn var ekki sáttur við það. Trump var þó ekki hættur og tísti aftur skömmu seinna. „Búðahnupl er alvarlegt mál í Kína, eins og það ætti að vera (5-10 ár í fangelsi), en það finnst LaVar ekki. Ég hefði frekar átt að ná syni hans heim í næstu ferð minni til Kína. Kína sagði þeim af hverju þeim var sleppt. Mjög vanþakklátir!“Now that the three basketball players are out of China and saved from years in jail, LaVar Ball, the father of LiAngelo, is unaccepting of what I did for his son and that shoplifting is no big deal. I should have left them in jail! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 19, 2017Shoplifting is a very big deal in China, as it should be (5-10 years in jail), but not to father LaVar. Should have gotten his son out during my next trip to China instead. China told them why they were released. Very ungrateful! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 19, 2017 Þar er sagan þó ekki öll sögð því í síðustu viku, eftir að nemendunum þremur hafði verið sleppt, tísti Trump og fór beinlínis fram á það að hinir ungu menn myndu þakka honum fyrir. „Haldið þið að að UCLA körfuboltaleikmennirnir muni segja þakka þér Trump forseti? Þeir stefndu á tíu ára fangelsisvist!“ Þetta tíst var skrifað snemma um morguninn nemendurnir höfðu ekki komið aftur til Bandaríkjanna frá Kína, nema nokkrum klukkustundum áður. Þeir héldu svo blaðamannafund og þökkuðu forsetanum fyrir sem sendi þeim tvö tíst til viðbótar og óskaði þeim frábærs lífs.Do you think the three UCLA Basketball Players will say thank you President Trump? They were headed for 10 years in jail! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 15, 2017To the three UCLA basketball players I say: You're welcome, go out and give a big Thank You to President Xi Jinping of China who made..... — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 16, 2017....your release possible and, HAVE A GREAT LIFE! Be careful, there are many pitfalls on the long and winding road of life! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 16, 2017
Donald Trump Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Fleiri fréttir Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Sjá meira