Erlent

Fundu handlegg á hafsbotni í Køgeflóa

Atli Ísleifsson skrifar
Madsen situr nú í gæsluvarðhaldi vegna gruns um að hafa banað sænsku blaðakonunni Kim Wall þegar þau ferðuðust saman í kafbát Madsen í ágúst síðastliðinn.
Madsen situr nú í gæsluvarðhaldi vegna gruns um að hafa banað sænsku blaðakonunni Kim Wall þegar þau ferðuðust saman í kafbát Madsen í ágúst síðastliðinn.

Lögregla í Kaupmannahöfn hefur í samstarfi við danska herinn fundið handlegg á hafsbotni í Køgeflóa fyrir utan Kaupmannahöfn. Handleggurinn fannst á því svæði þar sem talið er að kafbátur danska uppfinningamannsins Peter Madsen hafi siglt áður en honum var sökkt í ágúst.

Kaupmannahafnarlögreglan greindi frá fundi sínum í fréttatilkynningu nú síðdegis. „Við höfum enn ekki slegið því föstu hvort um sé að ræða hægri eða vinstri handleggur, eða hverjum hann tilheyrir. En við göngum út frá því að hann tengist kafbátsmálinu,“ segir lögreglumaðurinn Jens Møller Jensen.

Lögregla greinir enn fremur frá því að handleggurinn verði tekinn til frekari rannsókna á morgun.

Madsen situr nú í gæsluvarðhaldi vegna gruns um að hafa banað sænsku blaðakonunni Kim Wall þegar þau ferðuðust saman í kafbát Madsen í ágúst síðastliðinn. Búið er að finna búk, höfuð og fótleggi Wall, en Madsen hefur viðurkennt að hafa vanvirt lík Wall.

Áætlað er að aðalmeðferð hefjist í máli Madsen 8. mars næstkomandi.


Tengdar fréttir

Brotlending hins danska Geimflauga-Madsen

Danski uppfinningamaðurinn Peter Madsen er mjög þekktur maður í Danmörku. Sú staðreynd að hann sitji nú í gæsluvarðhaldi vegna hvarfs sænsku blaðakonunnar Kim Wall hefur vakið gríðarlega athygli í heimalandi hans og raunar um heim allan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×