Besiktas er komið áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu, en tveimur leikjum í fimmtu umferð riðlakeppninnar var að ljúka.
Í G-riðli mættust tvö efstu liðin í Tyrklandi. Stigið dugar til þess að tryggja sæti Besiktas í 16-liða úrslitunum, en liðið er komið með 11 stig, sjö stigum meira en Leipzig í þriðja sætinu.
Leipzig getur hins vegar komist upp fyrir Porto, sem situr í öðru sæti.
Felipe kom Porto yfir á 29. mínútu, en Anderson Talisca jafnaði metin fyrir Besiktas á 41. mínútu.
Maribor stal stigi gegn Spartak Moskvu á síðustu mínútunum í E-riðli.
Ze Luis hafði komið Spartak yfir á 82. mínútu og leit allt út fyrir að heimamenn færu með sigurinn þar til Jasmin Mesanovic jafnaði metin á annari mínútu uppbótartímans.
Jafntefli fleytti Besiktas áfram
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið


Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina
Enski boltinn

Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild
Enski boltinn

„Galið og fáránlegt“
Íslenski boltinn




Keflavík fær bandarískan framherja
Körfubolti


ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni
Íslenski boltinn